Líf og list - 01.04.1953, Blaðsíða 13

Líf og list - 01.04.1953, Blaðsíða 13
r / R /F K II 1? a\m IV V# IV — V > hús.in gömul og standa sitt á hvað. Allt annað er að sjá nýju úthverf- in, sem teygja sig sem óðast í allar áttir. Það er bjart yfir þeim og skipulagið svífur yfir vötnunum með beinar línur og rétt horn. Þar er vorhugur framtíðarinnar að verki og við sjáum hilla undir höf- uðborg Islands, þegar hún rís björt og fögur við sundið blátt á sjö hæðum eins og Rómaborg. Þá mun liverfa hin ömurlega mynd fortíð- arinnar af hálfdönsku nýlendu- þorpi, þar sem erlend einokun og kúgun þrúgaði allt heiibrigt líf í jþessum fáu kofum er stóðu í mýr- arkvosinni við Holmens Havn. Að minnsta kosti skulum við vona að sú saga endurtaki sig ekki. EINS OG nærri má geta þróasL hér fjölbreytt mannlíf og ekki allt- af sem fegurst. Og það var reynd- ar markmið þessa þáttar að skoða hina ýmsu króka og kima reykja- víkurlífsins jafnt og götuhornin í dagsbirtu eftir iþví sem vér þekkj- um til. Af nógu er svo sem að taka. Hér finnast allar manngerðir, allt frá forhertum milljónaburgeisum, sem hugsa í togurum og verksmiðj- um niður í klæðlausa róna, sem mæta þeim degi sælustum, sem þeir finna sígarettustubba á götu og komast yfir nokkur grömm af pólskum spíra. HÉR eru ósköpin öll af stælgæj- um í litríkum negrafötum sem eiga þann draum beztan að verða flug- menn eða marskálkar, en verða að láta sér nægja að sitja inni á sjopp- um og drekka kók, og vera töff. Aðrir færast nær idealinu með því að skera hvorki hár né skegg (hýj- ung) og hirða ekki um hégómlega og jarðneska hlutá eins og klæða- burð og tannburstum. Þeir þylja gjarnan erlend spekiorð og horfa fjarrænum augum í kringum sig, með alheim og eilífð í huga. En LÍF og LIST JÓN ÓSKAR: Mitt andlit og þitt. Heimskringla. Reykjavík, 1952. Smásögur þær, sem birtast í þessari bók, koma ekki á óvart. Þær hafa flest- ar komið út áður með ára millibili. Samt er svo mikið nýjabrum á þess- ari bók, að manni finnst í raun og veru livert orð hennar ferskt, þó að maður hafi kannski lesið það fyrir mörgum árum. Og þótt hún láti ekki mikið yf- ir sér að magni, þá er sjaldgæft að fá jafn heila mynd af einum höfundi á jafnfáum blaðsiðum. En gætum nú að, hvað höfundur hef- ur að segja? „. .. ég er að reyna að skilja rök þeirra atburða sem gerzt hafa kringum mig .. .“ Þetta kynnu kannski fleiri skáld að segja. Það er því bezt að minna á þá staðreynd, að það eru engir smáræðis atburðir, sem eiga sér stað, er Jón Óskar leggur út á þá braut að skrifa sögur. Þarf því eng- an að undra, þótt niðurstaðan verði neikvæð á stundum: .. ég vænti mér einskis framar af mönnunum þó að ég hugsi sífellt um mennina . ..“ í sögum þessum endurspeglast hinir vofeiflegu hlutir samtíðarinnar. En höfundur er nógu mikill listamaður til að gefa þeim hrífandi tákn: maður getur ekki einu sinni gengið óhultur í skauti náttúrunnar án þess að svartur köttur skjótist fyrir fætur manni. Og „rotturnar gengu út og inn eins og menn ganga út og inn um skrifstofu- dyr.“ Alrangt væri þó að halda því fram. það er ógerlegt að fara að telja upp allar stéttir og svið mannlífs- ins en snúum okkur þess í stað að einu þeirra og skoðum nánai'. Frh. að erindi höfundar væri það eitt að tjá viðbrögð sín við hinu illa. Hann er fyrst og fremst málsvari listarinnar. Þar af leiðandi leitar hann þeirra dygða, sem enn kynnu að leynast eftir. Stundum er þær hvergi að finna ann- ars staðar en í sorpi þjóðfélagsins. Það kann að vera, að ýmsum falli miður form sumra þessara sagna, og ætla ég ekki að gerast málsvari þess. En höfundi þakka ég fyrir góða skemmtun. ERLENDUR JÓNSSON. Erlendar bækur Carl Sandburg, ameríska „atóm“- skáldið fræga, hefur sent á markaðinn fyrsta bindi sjálfsævisögu sinnar. Ber það nafnið „Alvays the Young Strang- ers“ og segir af furðulegri nákvæmni frá æskuárum höfundar meðal sænskra innflytjenda í amerískum smábæ. * Jonas Lessncr hefur sett saman bók, 550 síður, um Thomas Mann. Lessner hefur, af Mann sjálfum, verið kallaður mestur sérfræðingur í verkum skálds- ins. Bókin heitir „Thomas Mann in der Epoche seiner Vollendung." * Karen Blixen. höfundur „Jarðar í Afi-íku“ skrifar aftur undir gamla dul- nefninu, Isak Dinesen. Bókin heitir „Babettes Gæstebud" og var ódýrasta bókmenntaverkið á bókamarkaðinum í Danmörku í vetur — kostaði kr. 2.50. Frá hendi Karenar Blixen kom og önn- ur bók í vetur, og varð dýrasta bókin á markaðinum: „Kardinalens tredje historie", smásaga í lúxus-útgáfu, — kostar — 92 krónur, danskar. 13

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.