Teningur - 01.04.1986, Blaðsíða 7

Teningur - 01.04.1986, Blaðsíða 7
bragsins. En myndlist er hvort eð er eins mikil vara og hvað annað þannig að þetta skiptir kannski engu máli. Sýningarsalur Nýlistasafnsins er nú orð- in 5 ára og er ansi lífseigur þrátt fyrir allt baslið. Pað er flestra mál að þar sé mjög góð sýningaraðstaða. Utlit staðarins minnir á sum galleríin í New York þó að peningalyktin sé að vísu ekki í loftinu "" eins og þar. Einhverra hluta vegna hefur hluti hinna almennu sýningargesta snið- gengið staðinn. Kjarvalsstaðir eru sennilega aðsóknar- mesti staðurinn og kemur það ef til vill af því að þar eru að minnsta kosti tvær sýningar í einu og oft fjórar - í báðum sölum og göngum. A Mokkakaffi hafa verið stöðugar sýn- ingar frá opnun staðarins. Þar hafa aðal- lega sýnt, í gegnum tíðina, áhugamenn og byrjendur en einnig virtir myndlistar- menn. Undanfarin ár hafa margir af yngstu kynslóðinni sýnt verk sín þar, fólk semer u.þ.b. aðútskrifast úrMynd- lista- og handíðaskólanum og aðrir sem eiga nokkurra ára sjálfstætt starf að " baki. A Café Gesti voru stöðugar sýningar á verkum ungra listamanna. Kaffihús eru ekki hönnuð sem gallerí, þannig að verkin verða svona eins og í bakgrunni, sem þarf samt ekki að vera verra. Mikið bar á samsýningum og ber þar helst að nefna sýningamar á Kjarvals- stöðum: Sýningu Myndhöggvarafélags- ins, Kvennasýninguna Hér og nú og sýn- ingu FÍM (Félags íslenskra myndlistar- manna). Pessar sýningar vom með því klúðurslegasta sem sást á því ári. Það er einfaldlega ekki hægt að hrúga hvaða hlutum sem er inn í einn sal, sama hvað góðir þeir em. Sumir hlutir ganga ein- faldlega ekki saman. Þessar sýningar voru í sjálfu sér virðingarvert framtak, en val verka og uppsetning sýningar í klúðurslegasta lagi og hefur þetta lengi *-> viljað loða við hér á landi. Sýning Myndhöggvarafélagsins er at- hyglisverð fyrir þær sakir að sýningar á skúlptúr (höggmyndum) hafa ekki verið aberandi í málverkasýningaflóði undan- farinna ára og sérstaklega ekki yfirlits- sýninga úr þessari grein. Sýningin hefði samt mátt vera fjörlegri, samanber sýn- ingarnar á Skólavörðuholtinu forðum daga. Kvennasýningin hefur sjálfsagt vakið at- hygli á þeim fjölda kvenna sem nú starfa að myndlist og fjölbreytilegum verkum þeirra. Þegar valið er á samsýningar hlýtur að þurfa að velja verkin eftir ein- hverri grunnhugmynd eða verkin vinni saman á myndrænan eða huglægan hátt, þannig að sýningin virki sem heild. En það sem vafalaust setti mestan svip á árið 1985 myndlistarlega voru sýning- arnar á verkum hins mikla meistara Jó- hannesar Sveinssonar Kjarval: Yfirlits- sýning yfir ævistarf hans að Kjarvals- stöðum, sýning í Listasafni íslands og tvær sýningar í Hafnarfirði, en það væri nú að bera í bakkafullan lækinn að fjalla meira um þær. Þó er auðvitað ekki búið að fjalla nægilega um Kjarval og ýmsir fletir á listsköpun hans lítt kannaðir. Það mætti til dæmis sýna myndir í vissum stíl eða aðferð og sérstaklega sýningu á teikningum, eingöngu. Eins og sýningalistinn gefur til kynna voru óhemju margar sýningar á árinu, misgóðar og mismerkilegar eins og gefur að skilja. Oft virðist sýningarþörfin ákvarðast af því að listamennimir ákveða að taka sal á leigu og mála síðan nógu margar myndir til að fylla hann, en huga ekki að sýningu þegar verk þeirra er komið á það stig að það kalli á sýn- ingu. Sérstaklega má sjá ámátleg dæmi um þetta á Kjarvalsstöðum, þar sem menn halda einkasýningu í öðmm hvor- um salnum (en þeir eru 4—500 ferm. að stærð) og þar blasir við sama myndin í 100—200 útgáfum. Þetta er skiljanlegt hjá ungu fólki sem ekki er búið að öðlast öryggi og yfirvegaðan vinnumáta, en ófyrirgefanlegt hjá annars ágætum lista- mönnum sem búnir em að vinna í tugi ára. Gallerí Gangur er vafalaust eitt metnað- arfyllsta galleríið hér á landi þó lítið sé. Það hefur sýnt verk eftir unga íslenska myndlistarmenn og fjölda erlendra myndlistarmanna sem margir eru mjög þekktir. Þannig hefur það borið hrær- ingar og áhrif erlendis frá hingað til lands. Listamenn sem hafa sýnt verk sín þar eru m.a. Martin Disler, Peter Ang- ermann, Helmut Federle, Anselm Stalder, John Armleder, John van‘t Slot ásamt fjölda annarra. Aðstandandi Gangsins hefur einnig gefið út nokkrar möppur og blöð í sambandi við sýningar í galleríinu. Hér á eftir fara nokkrir punktar í sam- bandi við nokkrar þeirra sýninga sl. árs sem okkur þótti athygli verðar. ÁGÚST PETERSEN í LISTMUNAHÚSINU Ágúst Petersen sýndi málverk í List- munahúsinu, aöalíega mannamyndir og landslag. Eins og flestir vita hefur Ágúst mjög sérkennilegan stíl sem er með barnalegu yfirbragði en fagmannlegum vinnubrögðum. Litameðferð hefur Ágúst mjög sérkennilega; grátt mósku- legt yfirbragð með hreinum litum hér og þar, í smáflötum eða pensilskrift. Eitt var dálítið sérkennilegt við sýningu Ágústar, en það var að hann sýndi mikið af verkum sem hann hefur sýnt áður. Það er ekki algengt hér nema um yfirlits- sýningar sé að ræða. Mannamyndir (portrett) hans eru oftast mjög stór- skornar, en líkingar sláandi þó nef séu græn og kinnar rauðar. Verk Ágústar virka mjög einlæg og ekki er hægt að krefjast meira af listamanni en þess. 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.