Teningur - 01.04.1986, Blaðsíða 8

Teningur - 01.04.1986, Blaðsíða 8
KARL KVARAN í LISTMUNAHÚSINU Þaö verður forvitnilegt að sjá þróun mynda Karls Kvarans á löngum starfs- ferli hans, en Listasafn íslands mun halda yfirlitssýningu á verkum hans á næstu listahátíð. Það er einungis ljóst þeim er fylgst hafa með sýningum Karls frá upphafi hvernig verk hans hafa breyst í gegnum árin. En verk hans hafa ekki einungis þróast frá sýningu til sýn- ingar. Hvert málverk Karls á sér langa sögu. Það sést ef rýnt er í yfirborð flatar- ins. Undir snæhvítu yfirborðinu má greina ótal lög lína og forma. Yst er síð- an fullsköpuð myndin, leikandi svartar línur og einstaka sinnum glittir í skæra liti inn á milli. í tússmyndunum er löng saga sköpunarinnar ekki sýnileg á fletin- um. í staðinn skynjum við augnablikið og fullkomna ögun. Ogun og jafnvægi eru þau orð sem má hafa yfir heildaráhrif sýningar Karls. Fegurð myndanna felst í vinnubrögðun- um sem svo sannarlega skína í gegn. HALLGRÍMUR HELGASON í LISTMUNAHÚSINU Landslagið, sem var aðalyrkisefni þessa unga listamanns á síðustu sýningu hans, hefur nú vikið fýrir öðru. Sólin er gengin til viðar (Síðasta sólarlagið nr. 4) og nú fylla kropparnir himin næturinnar í draumalandinu. Grímur er í ævintýra- vímu og málar kroppalitteratúr heims- listarinnar sem hann hefur kynnt sér rækilega í bernsku og í listaskóla hjá Thames & Hudson. Einkum vitnarhann þó í stórmeistaraliðið, Picasso, Leon- ardo, Michaelangelo, Blake og fleiri. Auk málverkanna sýnir Hallgrímur 280 teikningar unnar á A4 nýgullinsniðs- pappír. Hallgrímur Helgason er mjög flinkur málari. Hann málar í anda ný-útþynn- ingarstefnunnar og notar Winsor & Newton Oil Painting Medium til að flöt- ur málverksins verði sléttur og felldur. Aðeins í einni myndinni sáust smá hnökrar, en það var í myndinni Þrjár systur, nr. 12. A maga einnar systurinnar höfðu límst nokkur hár sem fallið höfðu úr pensli þessa unga listamanns. Það er vonandi að Hallgrímur athugi í framtíð- inni betur gæði pensla sinna. Þessi fyrstu spor Hallgríms Helgasonar á listabrautinni lofa um margt góðu, um áframhaldið er ekki gott að segja, tíminn einn leiðir það í ljós. EGGERT MAGNÚSSON í LISTMUNAHÚSINU Eggert Magnússon er sjómaður og vél- stjóri sem nú er sestur í helgan stein. í myndum sínum segir hann okkur sögur og lýsir atburðum. Eggert er Reykvík- ingur og á ættir að rekja af suðvestur- horninu, þaðan er líka flest innlenda myndefnið. f málverkunum er andrúms- loft ævintýra. í fallegum litum ferðast hann um fjarlæg lönd og fortíð, og á kíminn hátt sýnir hann okkur frægt fólk, fugla, fiska, hvali og rostunga. Dýrin eru fremur villt en tamin. Þannig er líka list Eggerts Magnússonar, ótamin. Ekkert hefur haldið honum frá því að hefja Iistamannsferil sinn á miðjum aldri. Sýn- ing Eggerts Magnússonar í Listmuna- húsinu var einstaklega falleg. EINAR ÞORLÁKSSON í ÍSLENSKRI LIST Einar Þorláksson sýndi akrylmálverk af meðalstærð í íslenskri list. Myndimar á sýningunni voru abstrakt, þó ekki þann- ig að maður hefði á tilfmningunni að þetta væri eingöngu litur, lína og form heldur var eitthvað lífrænna á ferðinni. Það er einhver dularfull stemmning í þessum myndum og hefur Einar dálitla sérstöðu hér á landi, en gæti stundum tengst þeim tilfinningum sem vissir ungir hollenskir myndlistarmenn eru að vinna með í verkum sínum. Málverkin em þunnt máluð og ekki mikið um yfirmál- un. Þó virðist það alls ekki þannig að kastað hafi verið til höndum eða yfirlegu skorti. Einar á fyllilega skilið meiri at- hygli. TUMI MAGNÚSSON í NÝLISTASAFNINU Tumi Magnússon sýndi í Nýlistasafninu, olíumálverk, gouache og akrýlmyndir. Tumi hefur gert mjög spennandi og per- sónuleg verk undanfarin ár, en með 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.