Teningur - 01.04.1986, Blaðsíða 9

Teningur - 01.04.1986, Blaðsíða 9
þessari sýningu ætti hann að vera búinn að festa sig í sessi sem yfirvegaður lista- maður. Það er komin meiri fylling í verk- in sérstaklega olíumálverkirr og,galgopa- skapurinn sem stundum reið ekki við einteyming og fór yfir markið er orðinn dempaðri. Verk Tuma má tengja hinni nýju bylgju í málverki en hann er samt alveg laus við hina yfirborðslegu tegund expressionisma sem er orðin mjög áber- andi hjá mörgum myndlistarmönnum af yngra taginu. Vonandi liggur leið Tuma fram veginn og upp á við eins og hingað til. 7 SVISSLENDINGAR f NÝLISTASAFNINU í Nýlistasafninu var sýning á verkum nokkurra helstu forvígismanna sviss- neskrar myndlistar, af yngri kynslóð- inni. Það hafa verið þó nokkur tengsl á milli svissneskra og íslenskra myndlistar- manna undanfarin ár og hafa reyndar þrír hinna eftirtöldu listamanna sýnt í Reykjavík og kennt við Myndlista- og handíðaskólann. Helmut Federle og John Armleder eru þekktir fyrir abstraktmyndir, sem þeir hafa unnið að í mörg ár og gætu þeir tengst hinum nýja austum'ska abstrakt- stfl. Jean-Frederic Schnyder og David Weiss/Peter Fischli (en þeir vinna sam- an) eru af þeirri tegund listamanna sem maður getur búist við hverju sem er frá °g vinna í hin ýmsu efni og miðla. Klaudia Schifferle byrjaði sem einskon- ar pönkmálari og var reyndar í pönk- hljómsveit. Martin Disler er án efa einn þekktasti myndlistarmaður expression- íska vængsins í nýja málverkinu. Oliver Mosset er þekktur frá eldri tíma, mínim- alistanna og konseftlistarinnar og vann meðal annars með Frakkanum Daniel Buren á sínum tíma. INGÓLFUR ARNARSSON í NÝLISTASAFNINU Á sýningu Ingólfs Amarssonar tengdust saman raðir blýantsteikninga og skúlpt- úrar. Tengslin mynduðu ákveðna heild eða andrúmsloft sem orð ná ekki yfir og jafnvel ekki sjón heldur. Heildaráhrifm eru á sviði tilfinninga þess er skoðar og skynjar. En á þetta ekki við um alla myndlist? Jú að vísu, en í myndlist Ing- ólfs Amarssonar er aðaláherslan á þess- um þáttum. Að baki listaverks er lista- maðurinn, ástæður hans og hugsanir tengdar verkunum og tilurð þeirra. Ekki má heldur gleyma nautn listamannsins við sköpunina. Þetta allt verður aldrei fullkomlega ljóst áhorfandanum, hann verður líka að skapa með ímyndunarafli sínu. Það er því htið frjómagn í því verki sem upplýsir sjálft sig undireins. Sýningin í Nýlistasafninu var á vissan hátt tvískipt. Teikniraðimar mynduðu aðaluppistöðurnar í hvorum hinna tveggja sala. Inn á milli þeirra voru síðan skúlptúrarnir, nokkurs konar byggingar sem einnig höfðu huglægar tilvísanir. í fremri sal voru teikningarnar gerðar á heimili foreldra Ingólfs. Myndefnin voru munir sem á einhvern hátt höfðu vakið athygli og ímyndunarafl hans í bernsku. Á gólffletinum framan við teikningarnar voru skúlptúrararnir: Hlaði svertra viðarbjálka. í einum bjálk- anum mátti greina form skeiðar. Síðan marmarakubbur sem á var teiknað með blýanti form bjöllu. Síðast var slípuð steinplata með reitum sem í voru orðin Lion, Head. í stærri salnum vom teikningarnar gerðar í Róm. Ingólfur teiknaði á tilfallandi pappír landslag frá íslandi án nokkurra fyrirmynda. Þar sem bil voru á milli teikninganna voru skúlptúramir. Stærsti og plássfrekasti skúlptúrinn var gerður úr svertum viðar- bjálkum. Sex fætur vom undir rétt- hyrndri grind. í einn fótinn var grafið form Iíkt brennivínsflösku og í grindina ofan á voru grafnir tveir litlir hringir og einn stór. í horni voru mishá rétthyrnd gifsform, þau voru fyllt bláleitu vaxi í nokkrum tónum sem helst minntu á lit- róf hafsins. Jafnframt var þetta eini litur sýningarinnar, önnur verk voru svört, hvít eða grá. Hlaði gifsformanna gat minnt á margt, eins og stuðlaberg, pípu- orgel, tröppur og fleira. Einhver kirkju- blær var yfir verkinu og það átti jafnvel við um sýninguna alla. Tvær ljósmyndir mátti flokka með skúlptúmnum. Þær voru gerðar þannig að peningum var raðað á ljósmyndapappír og hann síðan lýstur. Á annarri mynduðu hringimir form sem minnti á hús, undirstaðan var þó uppleyst eða tætt. Á hinni ljósmynd- inni höfðu peningarnir legið mislengi á pappírnum þannig að útkoman var lík- ust því þegar horft er ofan í Peningagjá. í tilefni sýningarinnar gaf Ingólfur út sérlega fallega bók með landslagsteikn- ingum ásamt annarri ljósmyndanna. Hin teikniröðin hafði áður komið út í bók- inni ,, Treffen im Gebirge sem gefin var út í tilefni sýninga 8 íslenskra listamanna í Basel haustið 1984. ,,ÚR HUGARHEIMI": SIGURLAUG JÓNSDÓTTIR OG GRÍMA í LISTASAFNI ASÍ Litfagrar myndir Ólafar Grímu Þorláks- dóttur sýna okkur inn í heim blóma og blómálfa. Inn í heim utan við mannlífið, heim sem er ekki sjáanlegur nema með innri augum og hreinu og jákvæðu hug- arfari. Með því að yrkja um þessa heima er falin ósk um að í mannheimum verði 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.