Teningur - 01.04.1986, Blaðsíða 10

Teningur - 01.04.1986, Blaðsíða 10
þeir sem fyrirmynd. Blómin, verumar og litirnir tjá okkur þennan boðskap í ljóði og söng. Blæbrigði eru sem tónlist. Sigurlaug Jónasdóttir hefur varðveitt verk horfinna kynslóða í huga sér. Nú á efri árum dregur hún úr hugarfylgsnum sínum þessar myndir og gerir okkur þær sýnilegar í málverkum. Við sjáum fólk sem býr í nálægð við landið draga björg í bú. Myndir Sigurlaugar eru fyrir kom- andi kynslóðir til að þær beri virðingu fyrir striti þeirra er áður byggðu landið við allt aðrar aðstæður en í dag. Málverk Sigurlaugar hljóta einnig að vera þjóð- háttafræðingum yndi að rýna í. Auk þessara mynda sýndi Sigurlaug nokkrar myndir úr nútímanum og myndir úr undirheimum. PÁLL GUÐMUNDSSON Á KJARVALSSTÖÐUM Páll Guðmundsson sýndi í febrúarmán- uði á Kjarvalsstöðum fyrir framan Kjar- valssal. Pað sem hann sýndi voru högg- myndir, en það þótti einnig það nýstár- legasta við sýningu hans. Ef við ígmnd- um sýningu Páls kemur margt annað fram sem sýnir að þama voru ekki ein- göngu á ferðinni myndir höggnar í stein. Steinarnir sem hann notaði voru ekki hvaða steinar sem er. Páll er frá Húsa- felli og þaðan úr bæjargilinu voru stein- arnir ættaðir. Páll og meitill hans réðu heldur ekki eingöngu lögun höggmynd- anna, heldur birtist einnig það sem í steininum bjó, mynd landsins sem hann var tekinn úr. Myndefnin voru ísland, íslendingar, dýr, fætur og tröllshendi. Fyrr á þessari öld héldu margir frum- kvöðla íslenskrar málaralistar til á Húsa- felli. Peir bentu íslendingum á eigið land og það sem í landslaginu bjó. Páll heldur áfram þar sem þeir námu staðar. Steinar úr bæjargilinu á Húsafelli voru fyrr á öldum notaðir til legsteinagerðar, en Páll Guðmundsson hefur fundið þeim nýtt hlutverk. Með hugar- og handafli hefur hann vakið upp það sem blundaði í þeim í bæjargilinu á Húsafelli og flutt til Kjarvalsstaða. Jafnframt hef- ur hann vakið höggmyndalistina af dvala. JÓN AXEL f SALNUM VESTURGÖTU Jón Axel sýndi málverk í Salnum, Vest- urgötu. Málverk þessi voru hraustlega máluð, faglega gerð og markvissari en áður hafði sést hjá Jóni. Hann mætti samt stefna að persónulegri myndgerð, því myndimar minna oft mjög sterklega á verk sumra þýskra myndlistarmanna af yngri kynslóðinni. Jón Axel á vonandi eftir að finna sinn eigin reit og rækta hann af kostgæfni, því hann er greinilega í framför. Einnig sýndi hann á árinu ágætar dúk- og tréskurðarmyndir á Mokka kaffi. HÉR OG NÚ - LISTAHÁTÍÐ KVENNA Á KJARVALSSTÖÐUM Jóhanna Kristín Yngvadóttir. Á undan- förnum árum hefur einhvers konar ex- pressíonismi flætt yfir listaheiminn og ekki síst inn í listaskólana. Gagnrýnend- ur hafa tekið þessari bylgju opnum örm- um. Nú gilda gömlu farsarnir sem auð- velt er að nota og málaramir em síður en svo að flækja málin með verkum sínum. Prátt fyrir þetta flóð og jafnvel þó að dökkir litir séu í tísku er ekki hægt að segja að málverk Jóhönnu séu á nokk- urn hátt yfirborðsleg. Hin expressíon- ísku málverk hennar eru þrungin djúpri tilfinningu og þau em sérlega fagmann- lega unnin. Gæðin eru jöfn og hvergi sjást ódýrar lausnir. Málverk Jóhönnu eru flott og standa uppúr hvar sem er. Brynhildur Þorgeirsdóttir hefur gert ein- hverja athyglisverðustu skúlptúra sem sést hafa á sýningum hér á undanförnum árum. Skúlptúrar þeir sem hún sýndi á sýningunni Hér og nú sönnuðu það enn frekar. Brynhildur hefur þróað og dýpk- að verk sín og vinnur með önnur efni en í fyrstu. Það verður mjög forvitnilegt að fylgjast með framhaldinu, en Brynhildur dvelst nú í New York. Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir sýndi samsett verk sem var áberandi á sýning- unni. Það var við hæfi, því alltof lítið hefur borið á Guðrúnu þrátt fyrir að hún hafi áður sýnt falleg og óvenjuleg verk, ólík verkum annarra listamanna hérlend- is. í verki Guðrúnar tengdust tilfinningar djúpri efniskennd. Eflaust lá styrkur þess í því hve brothætt það var, en Guðrún þorir að taka áhættu og verkið rambaði 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.