Teningur - 01.04.1986, Blaðsíða 11

Teningur - 01.04.1986, Blaðsíða 11
jafnvel á barmi þess aö vera yfirborðslegt án þess þó að verða það. Elín Magnúsdóttir sýndi tvö sérlega fal- leg og sérkennileg málverk. Undirritaðir misstu því miður af sýningu Elínar í Saln- um við Vesturgötu, en bíða spenntir eftir að sjá meira. Elín hefur auk myndlistar- innar fengist við tónlist og nemur nú leik- búningagerð og fleira í Amsterdam. Eh'n á örugglega eftir að gera flotta og spenn- andi hluti. Fleiri þátttakendur á sýningunni Hér og nú sýndu athyglisverð verk þó ekki verði fjallað um þá í þetta sinn. Tilgangur sýningarinnar var augljós, að sýna grósku og fjölbreytni í list kvenna á síðustu árum. Um aðrar samsýningar er varla hægt að segja að tilgangurinn hafi verið svo greinilegur. Djúpa umfjöllun og samantekt um stöðu myndlistar kvenna út frá sýningunni hefur þó skort. Þó töluvert sé liðið síðan sýningin var haldin mun vonandi einhver úr hópi kvenna vinna það verk. SÝNINGAR í REYKJAVÍK 1985 KJARVALSSTAÐIR Sveinn Björnsson, Páll Guðmundsson, Rut Rebekka, Kristjana Samper, Margaret Bourke, Afmælissýning Textílfélagsins, Finnskur listiðnaður og Dóra Jung, Samsýn- ing Myndhöggvarafélagsins, Vorsýning FÍM, Kjartan Guðjónsson, OlafurLárusson, Gler- brot ‘85, Myriam Bat-Yosef, Listmálarafélag- •ð, Tryggvi Árnason, Öm Ingi, Elías B. Hall- dórsson, Eydís Lúðvíksdóttir, Iceland Cruc- ible, Norræn vefjarlist 1985, Jón Reykdal, Septem-hópurinn, Hér og nú - Listahátíð kvenna, Kjarval - aldarminning. USTASAFN ÍSLANDS Gunnlaugur Scheving, Jóhannes Jóhannes- son, Fjórir frumherjar, íslenskar myndlistar- konur - verk 19 kvenna, John-Franklin Koenig, Jóhannes S. Kjarval. NÝLISTASAFNIÐ Halldór Ásgeirsson, Coneto Corao, Georg Guðni, Bengt Adlers, Ragna St. Ingadóttir, Þóra Sigurðardóttir, Björg Örvar, Hannes Lárusson, Barbara Hamman, Nini Tang, Hannes Lárusson Sýningartexti Nýlistasafnið 25. maí - 2. júní 1985 Listin er skiljanleg. Það er einmitt þessi skiljanleiki hennar sem gerir hana töfrandi. Töfrandi? Því skyldum við hræðast það orð? Orðið sem skírskotar til mælikvarða þess hvað er list og hvað ekki. Því gefi hlutur frá sér töfra, þá er hann list, en geri hann það ekki, þá er hann það ekki. Skiljanlegt? Ekki í þeim skilningi að töframir (finnst okkur ,,töfrar“ annars ekki vera einskonar glitrandi sag?) verði skildir upp, burt eða séðir út, heldur loða þeir við; kannski í þeim skilningi að listin stefni að því að vera skilin, eða öllu heldur stefni að því að laða skilninginn út úr upplifara sínum. Töfrar sem eru töfrar, en ekki töfrar sem eru slegnir niður með skilningnum, heldur slegnir upp með honum (að íslenskri vísu) eða nýslegnir eins og túskildingar. Hvað fær okkur til að horfa í stað þess að horfa út í loftið, hvað fær okkur til að hlusta mitt í blaðrinu, hvað fær okkur til að lesa orðlistina í stað þess að láta orðaflauminn lesa okkur í sundur? Það eru skilningstöframir. Þó þeir yrðu brotnir mélinu smærra, væru enn töfrar í hverju broti. í óskiljanleikanum eru engir töfrar og því engin listglóð. Óskiljanleikinn er lokaður og læstur inni í ótótleik hins ófrjóa hráefnis. En þrátt fyrir að þetta hafi verið sagt erum við engu bættari, höldum við, og gætum sagt sem svo: Getur ekki líka verið jafn sennilegt - og líklega miklu sennilegra - að listin sé engir töfrar og að kannski sé hún heldur ekki til nema í nösum einstaka manna með þennan langsúra ljóðarjóma á vörum? Öll ræðuhöldin um listina séu fremur ósk um að þessir töfrar væru til? Listin sé því: ,,Ég óska mér þess að...“ og listalífið sé þá ekkert annað en bandalag um ósk um töfra? Því spyr upplifarinn í grandaleysi og vonbrigðum eftir að hann hefur talið sig hafa uppgötvað listsvindlið og vill afhjúpa það: ,,Hvar eru þessir töfrar?“ Og á honum dynja svör bandalagsmanna: „Þeir eru fólgnir í óskinni." Því næst er honum sögð undarleg saga af listaverki á sýningu, sem var eins og hvöss öxi, og sem naut aðdáunar áhorfenda. A síðasta degi sýningarinnar fannst hún hvergi nema í 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.