Teningur - 01.04.1986, Blaðsíða 14

Teningur - 01.04.1986, Blaðsíða 14
s I Gunnu Tryggva Guðrún Tryggvadóttir er fædd í Reykja- vík árið 1958 og hóf nám í Myndlista- og handíðaskólanum 1974 sem hún lauk frá málaradeild fjórum árum síðar. Var hún síðan í París í eitt ár á Ecole Superieure des Beux Arts en hélt þá til Múnchen og stundaði nám við Kúnstakademíuna þar á árunum 1979-83 og hlaut þaðan ,,Debútant-verðlaunin“, sem veitt eru einum nemanda á hverju misseri. Hefur hún haldið og tekið þátt í sýningum frá 1980, heima og erlendis, og hlaut vorið 1985 starfslaun listamanna til eins árs. Hún er sótt heim í Hafrafell við Múlaveg í Laugardal, Reykjavík, þar sem hún málar og býr ásamt kettinum Júlíu sem eltir smáfugla í leyfisleysi inn í vinnustof- una utan úr snjóhvítu myrkrinu. Guðrún, starfslaun? Já, ég ætlaði mér að fá þau, var viss og fékk þau. Var meira að segja búin að segja upp í Pennanum. Síðan hef égmál- að. Öðruvísi? Já, ég hef gengið í gegnum mörg skeið í þessi 11 ár sem ég hef málað af alvöru; unniö með ljósrit, málað expressjónískt og er nú að nálgast raunsæið. Maður málar ekki annað en þörf er fyrir hverju sinni, það sem hver tími fer fram á. Ég geri þetta til að kynnast sjálfri mér, til þess að horfast í augu við undirmeðvit- undina. Myndirnar eru myndir úr mín- um hugarheimi, þærsem virkasterkastá mig og ég vel til aö fara á strigann. Ég mála ekki hugmyndir, heldur þær mynd- ir sem koma í hugann aftur og aftur, þær mikilvægustu. M.a. þess vegna skrifa ég niður drauma mína, sem að mörgu leyti er þægilegt, maður er þá ekki að láta þá flækjast fyrir sér allan daginn. í raun get ég ekki lifað öðruvísi en að reyna í sífellu að skilja sjálfa mig betur með því að mála. Málverkið er mín leið til sjálfskönnunar, en orðin eru hinsveg- ar erfiðari. Aðferðin? Myndin er fyrir á fletinum og allt sem ég geri er að framkalla hana. Myndfæra þá tilfinningu sem fyrir hendi er. Eins og í þessari mynd. Ég lá uppí rúmi einn dag- inn og sá þá allt í einu fyrir mér þetta bak, það bara birtist mér að óvörum og ég fór að velta því fyrir mér, “why this“? Og svo horfist ég í augu við sjálfa mig í speglinum. Þannig varð þetta verk til. En konan? Mér finnst það ekki skipta máli og það er gaman að vera kona. En það er satt, það er auðveldara að afskrifa konur og taka þær ekki alvarlega, sem kannski er vegna þess að flestar konur taka sig ekki alvarlega sjálfar! Þetta er erfiður leikur, að vera listamaður, maður er einn og konurnar e.t.v. ekki tilbúnar í það. Annars var það merkilegt, að ég, sem aldrei hafði áður fundið fyrir neins kon- ar minnimáttarkennd, tapaði allt í einu öllu sjálfsöryggi þegar ég kom hingað heim fyrir rúmu ári eftir áraveru erlend- is. Ég bókstaflega reif sjálfa mig niður í tætlur. En ég veit ekki alveg hvort það var út af kyni mínu eða öðru. Ég tók ekki þátt í kvennasýningunni, datt það ekki í hug. Ég er meira fyrir jafnrétti allra manna en aðeins kvenna og auk þess hefur maður ekki tíma til þess að standa í svona hlutum, maður gerir þá ekki mikið á meðan, ég sem á í eilífri baráttu við tímann. Annars þekki ég fáar konur, flestir mínir vinir hafa verið karlar. Þú sagðir áðan að listakonur væru svo karlmannlegar. Og ísland? Mér finnst ástandið hérna voðalega deprimerandi. Menn eru að halda ein- hverjar gervisýningar og eins og þeir voni að það komi sem fæstir til að sjá þær. Og strákarnir eru að rembast við að vera módern og framleiða myndir, en eru í raun að veslast upp inni á auglýs- ingastofum. Þeir sem kalla á torgum hafa engan tíma fyrir eigið sjálf. Annað hvort er málverkið sjóbissness eða sjálfskönnun. Ég skil bara ekki svona myndlistarmenn, en sé stundum um þá í blöðunum. Þeir eru meira að segja enn- þá til hérna sem halda að nýja máíverkið sé einhver stefna, einhver stefna útí heimi. En hvernig getur myndlist verið stefna? Þeir skilja ekki að þetta eru að- eins alþjóðlegir hugsanavíbrar sem liggja í loftinu og gera að verkum að menn byr ja að fást við sömu hluti á sama tíma þó ekki séu á sama stað. Mér finnst þetta hlægilegt, eins og t.d. þegar ég kom heim fyrir þremur árum frá Þýskalandi komu tveir til mín og sögðust vera í „þessu nýja málverki þú veist“ og buðu mér að vera með. Þetta yrði bakkað upp af listfræðingum og Æs- land Rivjú. Og ég sem var nýkomin frá Þýskalandi þar sem ekki var til nein ,,stefna“ sem hét nýja málverkið, gat ekki annað en hlegið. Uppáhaldslistamenn?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.