Teningur - 01.04.1986, Blaðsíða 15

Teningur - 01.04.1986, Blaðsíða 15
I fyrsta sinn sem ég rakst á listamann sem mér fannst virkilega góður og klár, með brein, var þegar ég sá verk eftir Italann Guiseppe Penone. Hann er það sem ég kalla alvörulistamaður. Eins og þegar hann tók upp kartöflur í heima- héraði sínu sem hann hafði sáð og höfðu tekið á sig lag skilningarvita hans sjálfs. Eða þegar hann skar árhringana utan af trjástofni og lét þannig tréð vaxa afturá- bak. Eg sá líka Tintoretto í Feneyjum og sá að hann hafði sjálfur séð myndina sem hann málaði og trúði á hana, en var ekki bara að mála mynd af einhverju kristi- legu. Svo er fullt af málurum, Rúbens, Píkassó. Ég sakna svolítið safnanna sem maður gat alltaf skoðað úti, þó mér finn- ist betra að mála hér heima og maður vinni persónulegri verk. Islendingar? Eg vissi ekki að Kjarval væri svona góð- ur. Hann er mjög góður. Er þetta Súperrealsúrrealismi? Já, ég er orðin reah'skari, eins og ég var fyrst þegar ég byrjaði í Myndlistaskólan- um, einhvers konar akademismi hjá mér. Þar málaði ég voða flott þó að strákarnir hafi hlegið að mér þá fyrir að fara í málaradeildina. En núna er ég orð- m leið á expressjónismanum, þetta gengur yfir eins og árstíðir. Líf mitt hef- ur breyst, áður fyrr hefði ég aldrei getað setið svona stöðugt við eins og ég geri núna. Það er e.t.v. hka skýring á breytt- um stíl. Kannski er það bara aldurinn og bjórleysið. En ég vil alltaf hafa myndirnar stórar. Eg vil að áhorfandinn geti dottið inn í málverkið. Pví málverkið er blekking og því betri ef hún er stærri. Að lokum Guðrún, lífið? Lífið er leit að eigin takmörkunum, and- legum og h'kamlegum. Og ég hef alltaf þurft að fara aðeins fram yfir þau, því það er ekkert gaman að auðveldum hlut- um. Næsta mynd er alltaf aðeins erfiðari en sú á undan. Maður verður að hafa eitthvað Goal. Reykjavík, 22. jan. 1986 Hallgrímur Helgason Frá Brynhildi Porgeirs Brynhildur Þorgeirsdóttir er fædd 1. maí árið 1955 og stundaði nám við Mynd- lista- og handíðaskólann á árunum 1974—78 og framhald af því við Gerrit Rietveld Akademíuna í Amsterdam til 1980 og California College of Arts and Crafts í Oakland sem hún lauk 1982. Auk þess hefur hún einnig lært í Orre- fors Gler-skólanum í Svíþjóð og Pil- chuck Glass School í Standwood, í Washington-fylki. Árið 1983 hélt hún tvær einkasýningar í Reykjavík og hefur einnig haldið tvær samskonar sýningar í Bandaríkjunum, nú síðast í New York Experimental Glass Workshop í mars 1986. Þá hefur hún tekiö þátt í 19 sam- sýningum í sex þjóðlöndum og hlotið styrki og viðurkenningar hér heima og í Bandaríkjunum. Það er vetrarkvöld yfir New York og nágrenni þegar ég styð fingri í bjöllu Brynhildar undir Manhattan-brúnni í Brúkklín. En í þann mund fer lestin yfir og þegar ég lít upp sé ég nokkra neista hrökkva undan teinum hennar og verða samferða snjókornunum framhjá glugg- anum í þriðju hæð sem opnast og út um birtist snöggklippt íslenskt höfuð sem kallar: ,,Halló“. Ég kalla á móti: Brynhildur, starfslaun? Jú, rnaður er glaður að fá svona viður- kenningu, og ég ætti því ekki að kvarta. Það er bæði flott og fínt að fá 19.400 krónur í mánaðarkaup. En þó finnst manni þetta falla um sjálft sig og lýsa vanþekkingu þeirra sem að þessu standa, þegar sagt er í auglýsingunni að ekki sé ætlast til þess að fólk vinni aðra launavinnu á meðan það er á starfslaun- unum. Menn gera sér greinilega ekki grein fyrir því hvað það er að vera mynd- listarmaður, með allri þeirri vinnuað- stöðu og efniskostnaði sem því fylgir. Þó svo að lánað sé til myndlistarnáms eins og annars náms er þetta langt frá því að vera viðurkennt fag í augum þjóðfélags- ins. Það þarf að auka fé til þessara starfs- launa, já og heiðurslaunin eru kapítuli út af fyrir sig, í staðinn fyrir að byrja á réttum enda og útvega ungum lista- mönnum húsnæði undir vinnustofur. Og svo var ég að heyra það að ríkið og heild- salar útí bæ hafi tek jur af lúxusskatti sem lagður er á nauðsynjavörur listamanna, sem er á við þá upphæð sem fer til starfs- launanna. En glerlist? Já, ég er orðin leið á því að vera kölluð glerlistamaður og lít alls ekki á mig sem slíka. Það mætti þess vegna kalla mig sementslistamann þar sem aðaluppi- staðan í verkunum mínum er sement. Ég fór hinsvegar í ,,glernám“ vegna þess að í Myndlistarskólanum hafði ég, í kenn- aradeildinni, fengið yfir mig heila að- ferðahrúgu og langaði því til að velja mér eitt ákveðið efni til að einbeita mér að. En mér ofbýður hvað margir svokall- aðir „glerlistamenn" eru ,,stökk“ í alls konar tæknitrikkum sem eiga að gera þá fræga í ,,glerheiminum“. Það eru jafnvel haldnar sérstakar glerráðstefnur hér í Bandaríkjunum og á Norðurlöndunum. Konan? Það hefur aldrei verið neitt vandamál hjá mér og það ætti ekki að gera það að ,,issjúi“. Eg man þegar ég kom heim frá námi ‘82 var ýmis konar pressa í gangi. Maður átti að taka þátt í alls konar mál- um vegna þess að maður var kona, m.a. að skrifa krítík! Og þegar ég sagðist ætla að einbeita mér að því sem ég væri að gera, þá var það kallaður egoismi. Hippamórall, svaraði ég. Maður verður hreinlega að reka sjálfa sig eins og fyrir- tæki, til að koma hlutunum í fram- kvæmd og sjálfri sér á framfæri, ekki síst hér í Ameríku. Eru listakonur karlmannlegar? 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.