Teningur - 01.04.1986, Blaðsíða 16

Teningur - 01.04.1986, Blaðsíða 16
Þú meinar með svona stutt hár og sterk- legar hendur. Það er náttúrlega bara lóg- ískt. Það þarf krafta til að standa í þessu. Þetta er líkamlegt erfiði og æðisleg vinna, eins og til dæmis að steypa. Það er því engin spuming um langar neglur. Svo einfalt er það. Og þá erum við auð- vitað kallaðar lessur og allt það. En yfir heildina litið eru listakonur ekkert karl- mannlegri, en það er nauðsynlegt að hafa sterkt ego til að standa í þessu og karlmenn hafa engan einkarétt á því. ísland. . USA? Munurinn? Vá! Héma efast enginn um það eina sekúndu að maður sé myndlist- armaður, og manni er strax tekið sem slíkum. Heima er hins vegar allt þetta kjaftæði og sú tímaeyðsla sem því fylgir, sem myndlistarmenn verða að sitja uppi með. Það er mikið auka-energí sem maður fær hér fyrir að fá að vera akkúrat það sem maður er. Umhverfið héma er mjög stimúlerandi. Annars vil ég alveg vera á íslandi og vinn að mörgu leyti betur þar. En skúlptúr-málverk, hvernig er staðan þar? Já, að undanfömu hef ég rekið mig á það hve fólk lítur mismunandi á og gerir upp á milli skúlptúrista og málara.Maður hefur heyrt fólk segja að þessi þurfi nú ekki svona mikið pláss því hann sé nú bara að mála og svo hinsvegar að skúlpt- úristi þurfi ekki að pæla í lit, og h'nu því hjá honum sé allt í þrívídd. En þetta er misskilningur. Það á ekki að horfa á myndlist eftir efnisvali. Og verkin? Eg lít ekki á verkin mín sem dýr, eins og svo margir virðast gera. Fyrir mér eru þau miklu meiri manneskjur, ég hef jafnvel uppgötvað, eftir á, að sum þeirra eru hrein og klár portrett. Annars hefég frekar einfalda fflósófíu og lít á listina sem kommúníkasjón. Maður upplifir umhverfið og svarar því með einhverju formi. Þetta er mjög einfalt. Það hefur til dæmis örugglega haft áhrif á mig að vera gæslumaður á Hveravöllum tvö sumur, í því magnaða umhverfi. Glerið flýtur og storknar eins og hraun, og hvað er skúlptúr annað en útsprunginn kraft- ur? Hallgrímur Helgason Jorge Luis Borges Fjögur ljóð ÞÚ Það hefur aðeins einn maður fæðst, aðeins einn dáið á þessari jörð. Að halda öðru fram er ekki annað en talnaspeki, ýkjur sem ekki fá staðist. Það er jafn ómögulegt og að finna lykt af regni stað innan draums sem orðinn er tveggja nátta gamall. Þessi maður er Odysseifur, Abel, Kain, hann er sá sem kortlagði himintunglin fyrstur manna, byggði elsta píramíðann, ritaði hexagrömin í Bók umskiptanna, risti rúnimar á sverð Hengists, hann er Einar þambaskelfir hinn bogfimi, Luis de Leon, bóksalinn sem kom Samuel Johnson til manns, hann er garðyrkjumaður Voltaires, Darwin um borð í Beagle, og sem tímar líða fram, þú og ég. Það féll aðeins einn maður við Troju, Metaums, Hastings, Austerlitz, Trafalgar og við Gettysburg. Aðeins einn lést inni á sjúkrahúsum, úti á skipum, í nístandi einsemd, í salarkynnum vanans og ástarinnar. Aðeins einn leit óravídd dögunar. Aðeins einn fann svala vatns á tungu sinni, ferskan keim aldina og holds. Eg er að tala um þann mann sem á engan sinn líka, er ávalt einn, sér og stakur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.