Teningur - 01.04.1986, Blaðsíða 18

Teningur - 01.04.1986, Blaðsíða 18
MARGUERITE Y OURCENAR Marguerite Yourcenar er af mörgum talin einn fremsti rithöfundur Frakka. Hún fæddist í Flandem í Belgíu áriö 1903. Móðir hennar sem var af flæmsku og vallónsku bergi brotin lést eftir bamsburðinn. Marguerite Yourcenar, en Yourcenar er rithöf- undarnafn hennar, stafabrengl henn- ar eigin nafns, ólst því upp með frönskum föður sínum Michel Cray- encour. Pau bjuggu ýmist yfir sum- artímann hjá ömmu hennar, eða í Lille og síðar í París. Hún gekk ekki í skóla, faðir hennar sá um að kenna henni með hjálp barnfóstra. A ámnum eftir fyrri heimsstyrjöldina átti hún þess kost að ferðast allmikið um, enda var fjölskyldan í góðum efnum. Hún dvaldist meðal annars á Grikklandi, í Austurríki og á Ítalíu. Par hefur hún rithöfundarferil sinn með ævisögu Pindars, sem hún vill vart kannast við nú, síðan kemur Alexis, skáldsaga sem greinir frá tilfinningum homma sem er að gera sér ljóst að hann verð- ur að gangast við eðli sínu og skrifar konu sinni kveðjubréf. Á Ítalíu skrifar hún skáldsöguna Le denier du reve (Draumapeningur) sem er lýsing hennar á ítölsku fasistaþjóðfélagi. Þar notar hún aðferð sem hún hefur oft gripið til síðan. Um þessa bók hef- ur hún sagt: En í Draumapeningi er líka mjög sterk löngun til að tengja þetta fólk við grískar goðsögur og að sjá í því sagnaminni. Pessi hugmynd var reyndar mótuð áður en hún skrifar Alexis. Þegar hún ræðir þá bók segir hún: Ég hef alltaf verið á varðbergi gagn- vart því sem er efst á baugi í bók- menntum, listum og lífinu sjálfu. Að minnsta kosti því sem er álitið vera efst á baugi en er oft aðeins örþunn skán á yfirborðinu. Og hún kveður skýrar að: Nú-ið er svo stutt en um leið svo umfangsmikið og hlaðið tilvísun- um sem okkur eru ekki ljósar. Pað er aðeins fjarlægðin sem gerir okk- ur kleift að skilja sumar þeirra. Hér kemur vel í ljós hvers vegna Your- cenar vill halda ákveðinni fjarlægð milli lesandans og verksins og milli höfundar og verks. í viðtalsbókinni Lesyeux ouverts (Með augun opin) spurði Mathieu Galey hana um bækur sem hún skrifaði nýlega um fjölskyldu sína en jafnvel þar er hún fámál um sjálfa sig. Hann spyr um fjarlægðina og afstöðu hennar til fyrstu persónu- frásagnar. Marguerite Yourcenar svarar: Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki þessa áherslu á ég-ið þegar um er að ræða barn sem fæddist 1903 og er orðin sú mannvera sem ég reyni að vera. Hadrianus (aðal- persóna skáldsögunnar Minningar Hadrians) talar í fyrstu persónu og ég held að mér hafi tekist að skapa þar skýra persónu. Zénon, Eric Mass- imo eða Clement Roux (persónur í verkum hennar) tala í fyrstu per- sónu í einræðum eða samtölum og í þeirra tilfelli felur frásögn í þriðju- persónu (sem yður finnst svo mikill munur á) þeirra eigið ,,ég“. En skáldsagnahöfundur þekkir per- sónur sínar bæði innan frá og utan frá. Hann þekkir forsendur þeirra og örlög þeirra sér hann fyrir og upplifir jafnvel fyrir þá það sem úr þeim verður. Eigin persóna höf- undar er í miklu meiri hættu, henni er hættara við falli og villigötum. Mér sýnist að þarna glitti í grundvall- arhugmyndir Marguerite Yourcenar um rithöfunda og verk þeirra. Marg- uerite Yourcenar hlaut klassíska menntun eins og svo margir mennta- menn fyrir fyrri heimsstyrjöldina. Sjónarhorn þeirra er annað en það sem við eigum nú að venjast. Þá lásu menn grísku og latínu og þótti ekki tiltökumál. Mér virðist sem rithöfund- ur í augum Marguerite Yourcenar sé fræðaþulur sem vegna víðtækrar þekkingar á sögu og bókmenntum ei ófær um að slá af kröfum vegna tísku eða strauma. Viðleitni til að skilja heildina og andstaða við hið tak- markandi ,,ég“ skýrir e.t.v. hvers- vegna margir álíta hana sígildan (klassískan) rithöfund. Mathieu Galey spurði hana um gullaldarstíl og tengir hana einnig við rithöfunda 19. aldar. Svar hennar er ekki reiðilaust: Ég verð að viðurkenna að ég skil hvorki upp né niður í þessu tali um 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.