Teningur - 01.04.1986, Blaðsíða 19

Teningur - 01.04.1986, Blaðsíða 19
gullaldarrithöfunda. Ef menn eiga við að höfundar skrifi ekki óskýran og óskipulegan stíl þá skal ég kannast við að vera slíkur rithöf- undur. En þessi flokkun, sem mér sýnist fyrst og fremst til skólanota, býður upp á viðhafnargreftrun á rit- höfundum sem taldir eru góðir en enginn les. Eg sé heldur ekki að hvaða leyti er hægt að tengja yrkis- efni mín við rithöfunda 19. aldar sem reyndar eru andstæða sígildra (klassískra) rithöfunda. Arið 1939 fer Marguerite Yourcenar til Bandaríkjanna. í upphafi ætlaði hún sér að dveljast þar aðeins um skamma hríð. Sú varð þó ekki raunin og var stríðið í Evrópu ein aðalástæða þess. Eftir stríð settist hún þar að og býr þar enn í hárri elli. Áður en hún fluttist frá Evrópu komu út eftir hana nokkrar bækur þ.á.m. Feux (Eldar) sem er safn prósaljóða og hún skil- greinir sjálf sem ástríðubók, Songes et sorts (Draumar og örlög) sem er ritgerð um drauma og Les nouvelles oríentales (Austurlenskar smásögur) sem fyrst komu út 1938. Úr því safni eru sög- urnar Hvernig Wang-Fo varð hólpinn og Maríukirkja Svalanna. Pessar sögur eru blanda sagna frá Austurlöndum fjær og sögum sem gerast á Grikklandi og Balkanlöndunum. Pær eru sprottnar úr ferðum hennar og aðdáun á aust- urlenskri bókmenntahefð ekki síst japanskri. Síðasta verkið sem hún skrifar fyrir stríð er Le coup de grace (Náðarhöggið). Sú saga er skrifuð 1938 í skugga stríðshættunnar. Þama sem oft áður eykur höfundur fjarlægðina í tíma og rúmi og segir sögu þriggja ungmenna í baltnesku stríðunum (1919-21) sem unnast niðurrifsástum í héimi sem er að hrynja umhverfis þau. I Bandaríkjunum vann Marguerite Yourcenar fyrir sér við kennslu. Það líf reyndist henni stundum erfitt eins og kemur fram í svari hennar við spuming- unni hvort hún hefði í raun sinnt nokkm óðru en menningarstarfsemi fram að því: Þekking mín á mannfólkinu var vissu- lega tiltölulega takmörkuð. Eg talaði um fátækt, óhamingju og þjáningar en var þó í hópi fólks sem vissi ákveðna hluti og tók þátt í ákveðnum straumum, í vissri menningarstarf- semi, e.t.v. yfirborðskenndri en þetta fólk skemmti sér á sama veg. Eg upp- götvaði að þetta var einskis vert. Ef til vill ekki einskis vert, kannski mjög mikilvægt á stundum til að þroska mennska hugsun og samúð. Það er vissulega þörf á framvarðarsveit í list- um, þótt stundum vanti talsvert á að það sé einvalalið. Hins vegar er alveg ótrúlegur sviplaus manngrúi að baki því liði. Eftir að Marguerite Yourcenar sest að í Bandaríkjunum birtir hún fyrst um sinn aðeins nokkrar greinar í Les lettresfran- caises og öðrum tímarítum. Frá 1942 hefur hún búið í Mount Desert Island í Maine. Þar byrjar hún 1948 á Minn- ingum Hadrians en sú bók er hennar þekktasta verk. Þetta er sagan um ein- stakan mann, rómverskan keisara, á einstæðum tíma í mannkynssögunni. Þessi voldugi menntamaður lítur yfir líf sitt og metur það. Þetta er maður sem hefur glatað trú forfeðra sinna en varð- veitir þekkingu þeirra, og lifir á tímum sem svipar um margt til okkar tíma en eru jafnframt harla fjarlægir. Síðan birt- ir hún annað stórvirki, L'oeuvre au Noir (Svartagaldur) sem segir ífá endurreisn- armanninum Zénon sem í fyrstu er bjartsýnn en tapar þeirri sjón í sögunnar rás. Um þessar bækur hefur Marguerite Yoiurcenar sagt: Á milli Minninga Hadrians sem segir frá ljóngáfuðum manni sem reynir að endurskapa heim, koma á jafnvægi eftir áratuga stríð og Svartagaldurs þar sem Zénon sekkur æ dýpra í gryfju fáfræði, grimmdar og heimsku- legs metings eru því miður fimmtán ár vestrænnar reynslu. Ef við vissum ekki að Marguerite Your- cenar finnur frásögn yfirleitt stað í fjar- lægri fortíð sæjum við e.t.v. ekki tengsl- in milli upplifunar Zénons og okkar. Marguerite Yourcenar verður svart- sýnni. Eftir síðari heimsstyrjöldina taldi hún að hægt væri að koma á einhvers konar jafnvægi, en fimmtán árum seinna blasir aðeins ringulreið við henni. Síðan Svartigaldur kom út 1968 og reyndar áður líka hefur Marguerite Yourcenar þýtt negrasálma og skrifað greinar í tímarit. Hún hefur einnig þýtt enska rithöfundinn Virginu Woolf og gríska skáldið Cavafy. 1 fyrstu tveimur bókunum í safninu Labyrinthe du monde (Völundarhús heimsins) en þær heita Archives du nord (Norðanskrár) og Souvenirs pieux (Heittrúaðar minn- ingar) rif jar hún upp sögu ætta sinna, trú þeirri grundvallarhugmynd úr Minning- um Hadrians að mannkynssagan sé sam- sett úr örlögum einstaklinga, sumra þekktra eins og Hadrians, en enn fleiri óþekktra. í þeim grunni sem Marguerite Yourcen- ar byggir á sýnast mér vera tvær megin- stoðir. Önnur er sú sannfæring að við höfum þörf fyrir samhengi. Af fortíðinni skiljum við betur samtímann og við þörfnumst hennar til að halda h'fi. Því krefst hún vissrar þekkingar eða að minnsta kosti áhuga á sameiginlegri sögu okkar. Hin er sú að búa sögum sínum stað í fortíðinni til að sjá skýrar og skilja betur. Því skrifar hún skrautlausan stíl sem sumir vilja kalla sígildan. Ástæða þess að hún skrifar er einnig tví- þætt. Annars vegar skrifar hún til að sýna okkur mikilvægi sögunnar en einn- ig og hklega enn frekar notfærir hún sér söguna til að koma á framfæri hugmynd- um um samtímann. Þær hugmyndir vekja spurningar og umhugsun. Það sjá- um við betur í smásögunum sem hér fer á eftir. Guðrún Eyjólfsdóttir 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.