Teningur - 01.04.1986, Blaðsíða 25

Teningur - 01.04.1986, Blaðsíða 25
Þú spyrð hvað þú hafir gert mér, gamli Wang Fo, sagði keisarinn. Rödd hans var svo hljómþýð að hún vakti löngun til að gráta. Hann lyfti hægri hendi sem jafnskjótt fékk lit af grænleitu jaðególf- inu svo að hún líktist neðansjávar- plöntu. Wang Fo sem heillaðist af þess- um löngu fingrum reyndi að muna hvort hann hefði gert lélega mynd af keisaran- um eða afkomendum hans sem verð- skuldaði dauðarefsingu. En það varólík- legt því Wang Fo hafði fram að þessu lítt verið við hirðir keisara, hann kaus held- ur að vera í kofum bænda eða í borgum í úthverfum gleðikvennanna og á knæp- unum við hafnarbakkann þar sem burð- arkarlarnir slást. Þú spyrð hvað þú hafir gert mér, gamli Wang Fo, endurtók keisarinn um leið og hann beygði veikbyggðan hálsinn í átt til gamla mannsins sem hlustaði. Égætla að segja þér það. En þar sem ill áhrif ann- arra komast að okkur um hin níu op líkamans verð ég að leiða þig um ganga minnis míns og segja þér sögu lífs míns til að þú skynjir misgjörðir þínar. Faðir minn hafði safnað myndum þínum í af- skekktasta herbergi hallarinnar, honum þótti sem persónur myndanna ættu ekki að vera fyrir augum leikmanna þar sem þær geta ekki litið undan. Það var í þess- um sölum sem ég var alinn upp, gamli Wang Fo, því mér hafði verið sköpuð einvera til að vaxa upp við. Til að hindra að sakleysi mitt yrði fyrir áhrifum frá öðrum mönnum var mér haldið frá til- vonandi þegnum mínum, og öllum var bannað að koma nálægt dyraþrepi mínu af hræðslu við að skuggi þess manns eða þeirrar konu næði til mín. Þeir fáu þjón- ar sem mér höfðu verið fengnir sýndu sig sem allra minnst. Tíminn gekk í hring, litir mynda þinna lifnuðu við sólarupp- rás og fölnuðu í rökkrinu. Á nóttunni þegar ég náði ekki að festa svefn virti ég þær fyrir mér og í næstum tíu ár horfði ég á þær á hverri nóttu. Á daginn sat ég á teppi með mynstri sem ég kunni utan að og hvíldi lófana á hnjánum á gulu silki- buxunum og dreymdi um gleðina sem framtíðin bæri í skauti sér. Eg ímyndaði mér heiminn með Han-ríkið í miðjunni e*ns og víðáttumikla dældótta sléttu með fimmföldu plógfari ánna. Allt í kring væri sjórinn sem fæðir af sér skrímsli og enn fjær fjöllin sem bera uppi himininn. Ég notaði myndimar þínar til að gera mér þetta í hugarlund. Þú lést mig halda að sjórinn líktist geysistóra vatnsfletin- um á myndunum þínum sem er svo blár að steinn sem fellur í hann hlýtur að breytast í safi'r. Að konur opnuðust sem krónur blóma hkar verunum sem vind- urinn ýtir eftir trjágöngum garðanna þinna og að ungu hermennimir svo mitt- isgrannir sem standa vörð á landamæra- virkjunum væm sjálfir örvar sem gætu stungist í gegnum hjarta þitt. Ég var 16 ára þegar dymar sem skildu mig frá umheiminum opnuðust aftur. Ég fór upp á svalir haharinnar til að virða fyrir mér skýin en þau vom ekki eins fögur og skýin í rökkrinu þínu. Ég lét útbúa burðarstólinn minn og ferðaðist um öll héruð ríkisins eftir vegum þar sem ég átti hvorki von á grjóti né leðju, ég ferðaðist án þess að finna nokkm sinni garðana þína fuUa af konum sem hkjast glófiðrildum, án þess að finna konumar þínar en líkamar þeirra em sem garðar. Steinarnir á ströndinni fylltu mig ógeði á hafinu og blóð fanganna er ekki eins rautt og granateplið á myndunum þín- um. Lúsug þorpin hindra mig í að sjá fegurð hrísgrjónaakranna. Holdi lifandi kvenna býður mér við eins og kjöt- skrokkunum sem hanga hjá slátraranum og grófur hlátur hermannanna fyllir mig viðbjóði. Þú laugst að mér Wang Fo, gamli svikari. Heimurinn er ekkert nema óreglulegir blettir sem vitstola málari hefur slett út í tómið og sem þurrkast út vegna tára okkar. Ríkið Han er ekki fegurst ríkja og ég er ekki keisar- inn. Einasta ríkið sem er þess virði að ráða er það sem þú kemst til, gamh Wang Fo, eftir leiðum hinna þúsund bogadregnu hna og hinna tíu þúsund lita. Þú einn ríkir í friði yfir fjöllunum þar sem aldrei tekur upp snjó og yfir liljum vallarins sem ekki geta dáið. Og það er þess vegna sem ég hef hugsað um hverjar kvalir þú átt skildar, þú sem með fjölkynngi þinni hefur fyUt inig viðbjóði á því sem ég á og löngun í það sem ég eignast ekki. Og tU þess að loka því eina fangelsi sem heldur þér hef ég ákveðið að blinda þig, því augu þín, Wang Fo, eru töfradyrnar tvær sem ljúka upp kon- ungsríki þínu. Og þar sem hendur þínar eru vegimir tveir með hliðarvegunum tíu sem liggja til ríkis þíns hef ég ákveðið að höggva af þér hendurnar. Skilur þú mig, gamli Wang Fo? Þegar Ling heyrði þennan dóm reif hann úr belti sínu sícörðóttan hníf og réðst að keisaranum. Tveir verðir gripu hann. Sonur Himnanna brosti og bætti við ang- urvær: Og ég hata þig hka Wang Fo því þú vekur elsku. Drepið þennan hund. Ling stökk fram til að blóð hans slettist ekki á kápu meistarans. Einn hermann- anna lyfti sverði og höfuð Lings losnaði frá bol eins og afskorið blóm. Þjónar báru hann á brott en í örvinglan dáðist Wang Fo að skarlatsrauðum blóðblett- inum á grænu gólfinu. Keisarinn gaf merki og tveir geldingar þerruðu augu Wang Fos. Hlustaðu gamli Wang Fo, sagði keisarinn og þerr- aðu tár þín. Augu þín verða að vera hrein til þess að sú litla birta sem þeim á eftir að berast sé ekki blandin tárum þín- um. Því það er ekki aðeins af hefnigimi sem ég krefst dauða þíns. Það er ekki aðeins af grimmd sem ég vil sjá þig þjást. Ég hef annað í huga, gamh Wang Fo. Ég á í safni mínu af myndum eftir þig, und- urfallega mynd þar sem fjöll, árósar og haf speglast hvert í öðm, án vafa óend- anlega minnkuð, en svo skýr að þau taka sannanlega fram landslaginu sjálfu eins og endurkast mynda sem speglast í hnetti. En þessari mynd er ólokið Wang Fo, meistaraverk þitt er ennþá aðeins fmmdrög. Vafalaust sastu í afskekktum dal og málaðir þegar fugl flaug hjá eða bam elti þann fugl. En fuglsnefið eða kinnar barnsins létu þig gleyma bláum bráhárum öldunnar. Þú laukst ekki við öldufaldana á s jónum né við þanghárið á steinunum. Wang Fo, ég vil að þú helgir þær stundir sem þú átt ólifaðar þessu málverki sem á þann veg mun innihalda síðustu leyndarmál þíns langa lífs. Það er ekki vafi á að hendur þínar svo nálægar því að falla munu ekki skjálfa á silkistrig- anum og eihfðin mun koma inn í verk 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.