Teningur - 01.04.1986, Blaðsíða 31

Teningur - 01.04.1986, Blaðsíða 31
nauðsynlegur fyrir myndina, eins og hún er. Tumi: Tvímælalaust. Gunnar: Þannig að það er ekki bara það að þú málir hversdagslegt myndefni, heldur vegna þess að þú málar það í þessum litum, og eins og þú málar það. Tumi: Já það má kannski frekar segja að ég gangi út frá hverdagslegum fyrirbær- um. Ég byrja með það en á endanum er myndin ekki hversdagsleg. Gunnar: Ég var nú ekkert að segja það. Tumi: Ég meina, ég spinn, ég leik mér með það. Gunnar: Það sem býr að baki hjá mér er það hvort liturinn sé þarna partur af hugmyndinni? Tumi: Hann er alveg jafn mikill partur af hugmyndinni eins og formið og mynd- efnið. Nema munurinn er sá að ég byrja yfirleitt á einhverju einu fyrirbæri, en svo spinnst í kringum það, og á endanum er ég kannski hættur með það sem ég byrjaði og komið eitthvað allt annað í staðinn. Og meðan ég er að mála þá nota ég litinn mikið eins og þannig að... vor- um við ekki búnir að segja þetta áður? Ingólfur: Sko, mér finnst - ég veit ekki hvað þér finnst um þetta - en mér finnst myndirnar stundum eins og það séu tvær tegundir af myndum hjá þér upp á síð- kastið, það eru auðvitað miklu fleiri teg- undir. Én ég sé það þannig að það eru annars vegar myndir þar sem þú ert að nota einhverja hluti eða dýr eða menn eða eitthvað, frekar fáa hiuti sem þú raðar upp á myndflötinn með frekar fá- um litum, og þá er eins og það sé hálf- gerður díalógur milli hlutanna stundum, eða eitthvað samhengi milli þeirra, stundum jafnvel fyndið, stundum kemur það á óvart eða virkar þannig. Og svo finnst mér aðrar myndir vera meira ein- faldar og meira abstrakt, meira eins og uppstilling, án þess að það sé beint neitt samband á milli hlutanna. Er eitthvað til 1 þessu hjá mér? Geturðu séð það? Kristinn: Mér finnst þetta líka. Er þetta nýrra kannski sem virkar meira abstrakt en ekki fantasíukennt? Ingólfur: Það má orða þetta svo að sum- ur hafi meiri fantasíu. Ég get nefnt sem dæmi að það var ein mynd af skrúfu svo kom vökvi í skrúfufarinu sem fór síðan í flösku: Það var einhver hugmynd þarna eða samband þarna á milli. Svo í öðrum myndum meira uppstillingarkennt, til dæmis í myndinni með skrúfu og húsi, lausari einhvern veginn. Tumi: Meira abstrakt, en samt eru í henni líka tveir ólíkir hlutir sem eru sett- ir saman, til dæmis er þarna hús og skrúfa og fjall, það var þama fjall, hin er mjólkurflaska og skrúfa. Ingólfur: En þar finnst mér meira or- sakasamhengi, það er eitthvað sem er að ske þarna á milli. Tumi: En orsakasamhengið er bara af því það kemur eins og rönd á milli skrúf- unnar og flöskunnar. Ingólfur: En sú tilfinning sem maður hefur í til dæmis þessari mynd er af því að það myndast hugtengsl milli sólar- innar og læksins og brúarinnar. Tumi: Þetta er ekki lækur, það er sólar- lagið sem kemur undir brúna. Ingólfur: En stundum finnst manni erf- iðara að sjá ef maður getur kallað það, plottið eða eitthvað slíkt. Þetta er kann- ski ekkert meðvitað sérstakt, bara eitt- hvað sem mér finnst? Tumi: En það er stundum meiri tenging á milli hlutanna, stundum er bara stillt upp tveimur hlutum sem hafa enga teng- ingu í rauninni nema þá að vera þarna saman í mynd. En sumar eru kannski meira abstrakt en aðrar, ég veit það ekki. Kristinn: Mér finnst líka litanotkunin eða uppstillingin ekki beinlínis abstrakt, en það er minna um að það sé svona fantasía í gangi. Tumi: Ég held að það sé öðruvísi fanta- sía. Kristinn: Já, eða með fantasíu meina ég eitthvað svona... Tumi: Ævintýri? Kristinn: Já, eitthvað svona sem stenst ekki í raunveruleikanum, eins og sólar- lagið fari undir brúna... Gunnar: Þetta eru náttúrlega mjög ein- faldir hlutir, sólarlag, rúm og lækur. Kristinn: Eru það ekki tengslin sem gera það... Tumi: Ég hef í rauninni alltaf stefnt að því að geta einangrað sem mest kannski bara einn hlut. Gunnar: Þannig að hann virki sem slík- ur? Tumi: Já. Og það er kannski það sem þið eruð að tala um. Ingólfur: Það er sem sagt, þú ert að reyna að forðast skreytilist. Tumi: Já. Kristinn: Það er eitt sem maður sér aldrei í verkunum hjá þér. Ingólfur: Það er einmitt það sem ég var að hugsa um litinn, svona sterkir, virka aldrei sem skreyti. Tumi: Það er af því að það er alltaf það einfalda. Mér finnst að ef ég fer að mála eitthvað dúllerí í það sé það bara rugl- andi. Kristinn: Það eru meira stórir ákveðnir fletir. Ingólfur: Já, kannski eins og við vorum að tala um að vega salt? Tumi: Saltvigtun. Ingólfur: Að finna þetta augnablik sem myndin virkar á. Tumi: Þetta eru einhvers konar rólu- vallarmyndir. Kristinn: Það má segja með Daða til dæmis hvað sjálf skreytingin er óskap- lega mikill þáttur í verkunum. Tumi: Hann notar það, sko. Kristinn: Það er hægt að gera eitthvað að skreytingu... hvað er skreyting? Gunnar: Skreyting er hlutur sem er bætt utan á einhvem annan hlut til þess að fegra hann, án þess að vera beinlínis nauðsynlegur. Turni: Já en þá er ekki hægt að kalla það skreytingu sem Daði er að gera. Ingólfur: Það skiptir máli þegar það er talað um að eitthvað sé skreytikennt í neikvæðum skilningi sko, þá finnst manni oft að það geti verið hársbreiddin á milli, kannski hvernig menn beita penslinum, hvernig hugarfarið kemur í gegnum pensilinn stundum, það getur ráðið því hvort þetta verði væmið eða ekki. Kristinn: Hvort það á gera eitthvað pent eða ekki. Ingólfur: Maður getur ímyndað sér ein- hvers konar kitsch útgáfu af þínum myndum, ef einhver vildi gera það, gera þetta voðalega fínt í silkiprenti, og að- 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.