Teningur - 01.04.1986, Blaðsíða 35

Teningur - 01.04.1986, Blaðsíða 35
Gunnar: Hverjum finnst þér þú vera skyldastur? Tumi: Öðrum en á íslandi? Þýskalandi og Ítalíu. Kristinn: Berlínarmálurunum eða Köln- armálurunum? Tumi: Kölnar frekar, það eru t.d... Nei, mér finnst ég reyndar, ekki tengdur þeim. En það eru t.d. Dokupil og Walt- er Dan, og svo Milan Kunc og Cucchi. Ingólfur: Eg vildi spyrja að einu sem mér finnst sem áhorfandi, mér finnst í gegn- um langan tíma það hafa verið dáh'tið áberandi í ensku listalífi, mér finnst þeir hafa voða mikið verið að nota, svona að grafa í ruslahaug, þeir kalla þetta að nota ,,found material" vinna með aðkomuhluti og alls konar drasl, ekki beint ready-made, heldur... Tumi: Það er það sem ég er að tala um. Það er svona einhver lína sem ég kenni við Tony Cragg. Það eru ekkert endilega hans áhrif. Ingólfur: Þú finnur ekki skyldleika í þessu? Tumi: Nei, þeir eru náttúrlega líka að vinna með einhverja hluti. Kristinn: Kynntistu einhverjum lista- mönnum? Tumi: Nei, engum. Og þó, aðeins, af fólkinu gegnum galleríin, Corade press. Þeir vildu fá íslenska bókasýningu og hættu svo alveg við það. Ég var ekki í London, ég var í Sussex. Málið var að ég komst svo sjaldan til London, þannig að eg gat ekki almennilega fylgst með. Ég hefði viljað sjá meira, leita uppi eitthvað nýtt sem var að ske. Ingólfur: Þegar þú varst í Hollandi og varst í skóla og hafðir meiri tíma, var eitthvað í hollensku listalífi sem höfðaði sérstaklega til þín eða í Hollandi yfir- leitt? I umi: Mér fannst nú yfirleitt ekki mjög skemmtilegt listalífið í Hollandi, en... Gunnar: Nú er talað um að til sé einhver hollensk lína á íslandi. Tumi: Mér finnst það ekki. Þetta er það sem sumir hafa alltaf verið að tala um, þessi og þessi hafi orðið fyrir hollenskum áhrifum. Kristinn: Það er bara della, ég held að ahrifin hafi verið af því sem menn sáu í Hollandi. Tumi: Það er svo mikið af útlendum listamönnum. Ingólfur: Mér hefur oft fundist að þú hafir haft ánægju af að dveljast á Spáni. Gunnar: Þessi guli litur hjá þér? Tumi: Eftir að ég kom frá Spáni? Það getur vel verið. Hann er í miðju flagginu og svo er rautt sitt hvoru megin við! Ingólfur: Heldurðu að þú hafir orðið fyrir meiri áhrifum frá því að ferðast um löndin en að skoða myndlist þeirra? Tumi: Já, ég var ekki að leita að mynd- list þegar ég fór til Spánar. Mér hefur fundist ég ekki geta orðið fyrir áhrifum af myndlist, heldur af allt öðrum áhrif- um en myndlist. Ég sá eina mjög skemmtilega sýningu á Spáni. Það var málverkasýning eftir bæjarstjórann í litlu þorpi fyrir utan Granada. Ingólfur: Hvernig líkaði þér við það? Tumi: Það var svona naivistasýning, mjög falleg. Ingólfur: Finnst þér ekki gaman að naívu íslensku landslagsmálverki? Kristinn: Finnst þér gaman að alþýðu- list, áhugamannalist? Tumi: Já, ef þeir eru ekki að reyna að vera voða miklir atvinnumenn. Ingólfur: Kannski menn eins og Eggert Magnússon og Stefán frá Möðrudal? Tumi: Já, frekar, svona sér maður alltaf öðru hvoru gamalt fólk utan af landi, ég man t.d. að ég hef séð myndir eftir konu einhvers staðar af Vestfjörðum sem eru búnar til úr alls konar sandi og eld- spýtum og svoleiðis, hafið þið séð það? Myndir af sveitabæjum og svoleiðis, en ekkert málað, bara notað ýmsar tegund- ir af sandi, mold og svoleiðis. Kristinn: Engir litir? Tumi: Bara náttúrlegir litir. Gunnar: Ef við víkjum að listalífinu hér á Islandi og kannski einkum í Reykja- vík, þá virðast vera tvær tegundir af mál- verki í gangi, sem mætti kannski kalla realískt og expressjómskt, eða „sviss- nesk-hollenska skólann“ og „New York skólann“. Og þá vaknar hka spurningin um hvort til séu einhver séríslensk ein- kenni í myndhst og það tengist svo aftur því sem við sögðum um að menn máluðu upp úr tímaritum. Eru einhver sérein- kenni í myndlist á íslandi? Tumi: Ætli það sé ekki bara tempera- mentið í íslendingum sem kemur alltaf í gegn. Kristinn: Mér finnst ekki, ef maður tek- ur allan þennan hóp af ungu fólki sem er að fást við einhverja hluti sem gætu á einhvern hátt tengst þessu nýja málverki eða nýrri hugsun í list. Finnst þér vera þjóðareinkenni meira en 50%? Tumi: Nei, enþettaersamteitthvaðsem maður getur séð í myndunum. Gunnar: En hvað um þá skoðun að menn séu hér í hæsta máta ófrumlegir eða ópersónulegir? Tumi: Mér finnst það ekki meira hér en annars staðar. Ég mundi segja að menn væru frekar persónulegri hér en í útlönd- um - miðað við fólksfjölda. Kristinn: Nú er hér mjög stór hópur sem málar svipað og þýski skóhnn. Finnst þér hann ekki minni erlendis þar sem þú hefur komið? Tumi: Mér finnst það alls ekki, jafnvel meiri. í Englandi er reyndar ekki svo mikið um þýska skólann, en það kemur þá bara annað í staðinn. Ingólfur: Ef maður þarf að finna ein- hvern greinarmun eða finna einhver mörk á milli, þá finnst mér mega skipta fólki sem málar svona í tvo hópa. Ann- ars vegar eru þeir sem ólust upp við aðra list én nú er ríkjandi, t.d. flúxus og kon- seftlist, það var þeirra skóli, síðan hafa þeir unnið úr því. Og hins vegar margt yngra fólk sem er að koma úr skóla núna og gengur út frá allt öðrum hlutum, áhrifin ná ekki eins langt aftur í söguna eða þá ennþá lengra. En þetta tímabil konseftlistar og minimallistar, það var okkar uppeldi í skóla og við unnum með það eða út frá því eða út úr. Mér finnst oft sjást munur að þessu leyti. Ég held það hafi lúmsk áhrif þó það sé ekki alltof greinilegt í öllum tilfellum. Tumi: Þetta tímabil hafði mikil áhrif, held ég, enginn vafi á því. Maður var kannski að reyna að sleppa út úr því sem manni fannst einhver týpískur konseft hugsanagangur, en svo þegar maður kemur lengra frá því þá sér maður þetta sterkt. Ingólfur: Það hefur náttúrlega sín áhrif 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.