Teningur - 01.04.1986, Blaðsíða 43

Teningur - 01.04.1986, Blaðsíða 43
Tveir heimar I bókinni kallast á andstæðurnar milli þess sem að sjálfum manni snýr og þess sem er fyrir utan. Ahersla er lögð á að það sem skipti hvem mann meginmáli er hans eigið hf. Sá sem lifir í einhverjum ytri veruleika fellur á prófi h'fsins rétt eins og þegar Bylgja gleymdi jörðinni á landafræðiprófi þar sem spurt var um reikistjörnur sólar. (85) Heimilislífinu er stillt upp gegn umheim- inum sem berst inná heimilið með dag- blöðum og fréttadyn ríkisfjölmiðlanna. Með morgunkaffinu les Guðmundur Andri stórfréttir um morð og slys sem passa engan veginn inn í hans tilveru sem er í venjulegri íbúð fullri af drasli. Hann horfir út á lífið „...út um gluggann eins og til að öðlast samband við það sem ég var að lesa.“ (37) Hver og einn býr í sínum heimi sem er þó undir einum og sama alheiminum. (57) Mannlífið inni á heimilinu er sjálfu sér nógt og fréttirnar sem heyrast í sífellu sem e.k. leiðarminni í bókinni koma málinu ekki við: „Á meðan sjónvarps- þulurinn hellir ólukku heimsbyggðar- innar yfir heimilið stendur píslarvætti mitt í hádegisstað.“ (220) Þær stórfréttir sem slá í gegn tengjast bömum: Viðburðurinn þegar þú brostir í fyrsta skipti, forsíðufrétt í veröldinni þeirra í marga daga hkt og sólin hefði komið upp mörgum sinnum sama daginn. # 068). I dagbók Guðmundar Andra kemur sami vandi upp. Hann rekur eigin at- hafnir í skólanum, bíóferðir og reyking- ar en getur ekki um morðið á Kennedy (Ul) frekar en við myndum færa geim- skutlusprenginguna í tal í einkabréfum okkar. Og þó að þessi smáatriði glati merkingu sinni þegar frá líður eru þau samt hluti af sjálfum manni, mannseigin ævi. En það er ekki aðeins að við sjáum heimilið andspænis fréttum utan að og jörðina andspænis reikistjömunum heldur líka ísland andspænis umheimin- um. Arið 1944 þegar nakið fólk er leitt til slátrunar og notað í sápur á Þýskalandi enn, hljóp ef til vill alla daga og allar nætur með hárið flaksandi um herðar. Við skulum verða saman hér í húsinu, sagði hún þá á miðju stein- gólfinu. Þessi orð komu um okkur eins og þytur, svo við vissum ekki um stund hver fortíð okkar var. Þetta mun lengi nægja, sagði einn okkar, því. . . því það er nú eins og það er. . . Hvað? Því sandur og strigaskór og sítróna og þreyta og orð, sagði þessi sami maður... og þá ekki hvað síst endilángt steingólf, það er alveg nóg í minníngu til hennar, hún er þannig sjálf, kemst af hvaða orð sem maður hefur um þetta allt. Salt Nokkrir karlmenn stóðu uppá háþiljum við barinn og voru að spjalla saman, og fimm ára gamall sonur eins þeirra lék sér allan tímann í sippum, mjög fallegur og yndislegur. - Það gerist eitt og annað á svona miklu skipi, sagði einn þeirra. - Já, sagði annar. - Jafnvel þessi sídrukkni, þessi Fritz, maður sem ekki aðeins hefur ætlað sér að verða heimspekíngur heldur doktor í heimspeki, jafnvel hann talar undur um hafið. - Hvenær er sá maður ekki fullur, drottinn minn dýri! - Það er nú í fyrsta sinn sem hann siglir þetta mikla haf, og það er einmitt nú og hér sem hann fer að trúa á guð! - Já, er það ekki kostulegt? - En vitiði hvers vegna? Það er nú það skrautlegasta! - Nei, sögðu hinir, og drengurinn hlustaði á allt sem talað var. - Vegna þess að hafið er salt! - Ekki er öll vitleysan eins! Og það heimspekíngur! - Samt held ég að hann sé eins og bam. „Því hvers vegna er hafið salt?“ sagði hann í morgun, því hann hlýtur að hafa hugsað mikið um þetta. „Er það ekki furðulegra en svo að orðum verði komið við“ sagði hann „að það skuli einmitt vera salt!“ - Salt! hrópaði drengurinn. „Og þar fyrir einmitt það sem það er: Haf!“ sagði hann. Hann notaði orðið einmitt á alveg sérstakan hátt, á mjög undarlegan hátt má ég segja, og sagði: „Einmitt ósigranlegt, einmitt óumræðilegt!" - Og það aðeins um þrítugt, sagði einn þeirra. - , ,Því ef það væri ekki salt, og salt á þann hátt sem það er, svo fullkom- L 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.