Teningur - 01.04.1986, Blaðsíða 47

Teningur - 01.04.1986, Blaðsíða 47
upp rómantík, einu sinni, en brann strax og hvarf eins og flugeldurinn sem Har- aldur skaut upp við sama tækifæri. (252) Þau Haraldur og Ásta gera þó tilraun til að höndla hamingjuna, drauminn, með því að fara til Kanarí. Guðmundur Andri fer með þau á flugvöllinn og sú ferð kallast á við ferðina með Hring á barnaheimilið. Hringur lifir í hamingj- unni allan tímann, lítur ekki til baka, heldur alltaf áfram: Þegar ég kyssi hann bless er hann strax orðinn utan við mig og tekur strikið inn í leikskólaveröldina. (49) Foreldrarnir bíða eftir að hamingjan birtist á Kanarí. Þau ganga ekki heil í leikin heldur snúa sér við og Ásta minnir á konu Lots sem sneri sér við á flóttanum frá Sódómu og Gómorru og varð að salt- stólpa: Eftir að ég hef kysst mömmu setjum við pabbi kinn við kinn (cheek to cheek!) og ég bæti við dumpi í bakið. Horfi á eftir þeim í gegn um ,,No Ad- mittance.“ Svo leikskólaleg í regn- kápunum. Marnma snýr sér við í dyr- unum og vinkar. (139) Sams konar samanburð má svo sjá þegar Hringur kemur heim af barnaheimilinu (207-11) og í næsta kafla á eftir þegar Haraldur og Ásta koma heim frá Kanarí (211-15) Hringur skapar enn eitt ævin- týrið en gömlu hjónin halda áfram sínu þusi. Ferðin til Kanarí er möguleg vegna happdrættisvinnings sem Astu hlotnast en þó þau reyni þá er aldrei hægt að fara aftur inn í þá sælu sem maður hefur einu sinni misst. Er það ekki jafn vonlaust ,,og að muna svarið á heimleið úr prófi?“ (141) Aðeins einu sinni tekst Haraldi að gefa sig lífinu á vald, lifa í núinu, vera maður: Haraldur Olafsson var gerbreyttur maður, andlitsdrættirnir höfðu mýkst, hann var fullur af smitandi á- huga, hann hafði gengist við barninu í sjálfum sér, barnabörnin höfðu leyst liann og gert móttækilegri fyrir lífinu. „Nema þér verðið eins og bömin komist þér ekki inn í Guösríki," sagði Meistarinn. Ecco Homo, „Sjáið manninn,“ sagði var þannig, svo þú þarft ekki meir en minnínguna um þetta í öðru lífi. Bara vera þar. Það geri ég líka. Hættu þá að segja orð. En dýrlegt! sagði Christie. Ert þar? Já. Með hár? spurði John. Já,sagði ég. Og hvað um tímann? Hvert fór tíminn? Eg veit það ekki. Hann var ekki þama. Ég makindaði mér einmitt í ró hins nóga ókomna tíma og þeirri fullu sælu sem lífið getur fundið. Ég dái þig fyrir það Steinar! Þótt það nú væri! Ég sá sýnir og ég nautnaði mér í veröld hugans. Hjá guði. Hvaða guði? Hvað sem hann er, sagði ég. Hvaða máli skiptir hann? Það er eitthvert vit í því! sagði Christie. Ég elska þig fyrir það. Ég var það lángt í burt frá mennskri miskunn að ég get ekki framar þegið ást nokkurrar mannlegrar veru, og þar hafiði það. Ég elska þig nú samt fyrir það að hafa ekki dmkknað; er það nú hroki! Ég drukknaði auðvitað. Það eitt skiptir máli. I svona langan tíma? Og ert þá drukknaður á lífi? Ég held það hljóti að vera. Hátt í hálfa öld. Hvað ætlarðu þá að segja mér saklausum? spurði John. Ekkert skyggði á þá sælu sem ég naut - ekkert. Nema eitt. Og hvað var það? Samviska mín tók út sárar kvalir vegna þess að ég hafði óhlýðnast móður minni um að láta klippa mig, en keypti gott fyrir aurana sem hún lét mig fá fyrir klippingunni, og þar með lét spillast í gotti. Það var leitt. Já, það var leitt. En það var líka gott, þegar ég var kominn þángað niður. O, ekkert er jafn fallegt. Að hugsa sér, ég varð svo fagur að ég elska ykkur! Svo laus við aila sjálfselsku þótt ég væri að deyja, svo sundurflosnaður og heilt ljómandi andlegur allt í gegn. Hvað kom til? Hvað veit ég um það! Af þvíég óhlýðnaðist móðurminnihvaðeftirannað um að láta klippa mig, gæti ég sagt af grunnri hyggju. Mér fannst ég hafa spillst í gotti - og auðvitað hári - en fékk samt að drukkna, skiljiði? O - hve sjö ára og fallegur! Ég skipti auðvitað engu máli. Allt snerist um móður mína. Hve sjö ára! Hve fallegur! Jafn fallegur í dag, hvað er þetta! Því ég er enn jafn drukknaður og þá. Er ég ekki nógu bamalegur til þess? 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.