Teningur - 01.04.1986, Blaðsíða 49

Teningur - 01.04.1986, Blaðsíða 49
vísun í annað og meira. Frumleg og afhjúpandi sjónarhom lífga viðtekin og almenn sannindi og sýna þau í nýju ljósi. Og allt þetta h'tur út eins og hversdagsleg saga sem rennur eðhlega áfram, full af kímni og sársauka, ein- lægni og mannelsku. Sagan öll er endapunktur á löngu verki sem hófst með Andra sögu í Punktur punktur komma strik. í byrj- un leit út fyrir að sagan myndi halda sínu striki, beina leið með gaman- sömu ívafi. Nú, þegar upp er staðið, liggur fyrir mikil saga þriggja kyn- slóða, saga sem fer með lesendur sína út á djúpmiðin og lætur þá finna til undan ógn þeirrar tilvem sem sogar manninn til sín og rústar líf hans. Y nd- islegir kaflar um soninn Hring og við- skipti hans við föður sinn benda okkur þó á eina leið til að Iifa við þessa ógn: að búa til okkar eigin heim þar sem við göngumst við barninu í sjálfum okk- ur, verðum Menn. Þetta er fallega hugsað Christie. Fólk er orðið þreytt á glamri borga og þeirra f jallháa hégóma. Nú já og nei, saði John. Aðallega nei, því ha? Því það vill í djúpið. Já? Því hvað? Hvers vegna skyldi það ekki vilja losna við glamrið og sökkva í svalann þar neðra og fá að kynnast þjóðum sem eru á eins háandlegu sviði og ófreskjurnar? sagði Christie. Já, það er satt, sagði ég. Hvað skyldi svo sem vera því til fyrirstöðu? Heimurinn er að drukkna í pólitík og vísindum. Við vitum svoddan ósköp að okkur býður við því. Það hefur gengið svo lángt að ekkert er lengur fallegt á jörðinni. Það getur ekki verið, í guðanna bænum. Það hlýtur eitthvað að vera fallegt. Já, sagði ég. Það er þó eitt sem enn er yfirmáta fallegt á jörðinni. Sem ég lifandi! Hrein reisn! sagi Christie og velti lífinu fyrir sér. Það er nú samt fleira skáldskapur en pólitík? Úr því pólitíkin dugir ekki, hvað þá? sagði John. Út með það! Hvað þá? Hvað er þá fallegt? Dauðinn, sagði ég. En það nú huggun sem maður fær; og við héma mörgum túnglum burt! Mennimir hafa allt um það ekki enn þefað sig alveg að dauðanum. Það eru ennþá engin glös og engir mælar sem ná til hans, og vertu nú sanngjam, John. Ellert er jafn fallegt og dauðinn. Enn er hann ekki mældur. Enn er hann þeim þó griðastaður sem lenda í klípu. Eins og djúpið. Og eins og sagt verður um dauðann þá má segja það sama um djúpið, að enn er hægt að geta sér ýmislega til um það og finna í því eitthvað nýtt. En það er nú svona, að hættur liggja alls staðar í leyni. Ég hef heyrt ykkur hlusta á nýjustu fréttir. Jafnvel þið hlustið á þær! Efnishyggjan er búin að ná algerri fullkomnun á jörðinni. Sjáiði bara KGB-þefarana. Enga orðasubbun um borð, segi ég! Geymið svona litað tal þar til þið komið þángað sem það á heima. Afsakaðu John, við gáðum ekki að okkur. Svo ég tali fyrir mig þá gleymdi ég að ég er mörgum túnglum burt. Hvað á þá að verða um okkur? Og pólitíkina? Hún er aðeins fyrir þá sem ekki sigla. Og hvar í lífinu er það? A einhverjum fjandans mel. Það er nóg af melum og grjóturðum í veröldinni þótt sannarlega sé líka til haf. Hugsið ykkur bara: Enn er hafið til! Hafið er til! Hafið er til! 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.