Teningur - 01.04.1986, Blaðsíða 55

Teningur - 01.04.1986, Blaðsíða 55
Mei Lan-fang og Konstantín Stanislavski. Ichikawa Sandonji og Sergei Eisenstein 1928. hans sjálfs hafa þá þegar tekið sömu stefnu. Brecht, fyrir sitt leyti, nálgast Mei Lan-fang út frá fyrstu drögunum að fjarlægingu sem hann var þá þegar búinn að uppgötva í Þýskalandi, og Eisenstein lítur kabuki-leikhúsið í ljósi kenningar sinnar um aðdráttarklippingu. Ekki má gleyma Artaud en draumsýn hans um leikhús verður í fyrsta sinn að veruleika þegar hann sér balíníska dansa. „Þessi sýning kann að hafa sparað oss margra ára umhugsun,“ fullyrðir Barthes í sam- bandi við Mutter Courage. Þar er komið í föstu formi „hið hreina og beina leik- hús sem við settum okkur að stefnumiði og sem einn góðan veðurdag stendur ljóslifandi fyrir augunum á okkur full- burða og Iýtalaust.9“ Koma Vilars og TNP (Þjóðleikhúss al- þýðunnar) til Júgóslavíu árið 1955 var jafn áhrifarík og koma Berliner Ens- emble til Parísar af því að hún veitti líka svör við rannsókn sem hafði ekki tekist að finna sér form. Leikferð öðast sögu- lega þýðingu um leið og saman fer vönt- un og veruleiki sýningar sem færir henni loks fyllingu. Leikferð verður aldrei jafn áhrifarík í öllum löndum sem hún fer um. Meyer- hold sló rækilega í gegn í Þýskalandi á fjóröa áratugnum. I Prag komst hann í dýrmætt samband við framverði tékkn- eska skólans, Honzl og Burion, en hins vegar átti hann varla nokkum hljóm- grunn í París þegar hann kom þangað. Það er hægt að nefna fjölmörg dæmi um skilningsleysi þar sem sýning, slitin úr sínu rétta umhverfi, glatar styrk sínum og tilverurétti. Þegar búið er að flytja hana yfir í annað kerfi er hún dæmd út frá sjónarmiði sem er ekki hennar eigið. Brook telur „þessa hættu búa með sér- hverri leikferð vegna þess að sárafá af þeim skilyrðum sem leikritið var leikið við í upphafi eru nú fyrir hendi, og líka vegna þess að sambandið við nýjar áhorfendur er ófyrirsjáanlegt.l0“ Leik- ferð hans með Lé kotiung varð eins og hver önnur uppákoma í samkvæmislíf- inu í Bandaríkjunum, en í Austur-Evr- ópu vom áhorfendur furðu lostnir þar sem sýningin birti þeim samband þeirra sjálfra við nýliðna sögu og könnuðust þeir allir við sjálfa sig í því. Ahrif sýning- ar eru háð gildi hennar, en einnig fagur- fræðilegum og pólitískum aðstæðum í landinu sem hún heimsækir. Pólitísk veð Leikferðir hafa einnig verið notaðar til þess að útbreiða menningu ákveðinna þjóða. Laurence Olivier var eftir síðari heimstyrjöldina gerður út sem menning- arlegur sendiherra Samveldisins til þess að kynna enskt leikhús. Louis Jouvet er ekki beinlínis opinber fulltrúi þegar hann fer um Suður-Ameríku í stríðinu, frá 1941 til 1945 en með leiksýningum sínum er hann boðberi franskrar menn- ingar. Sömu sögu er að segja um Vilar og Barrault skrifar beinum orðum. „Hvert land, sem ég fór um, endursendi mér stækkaða mynd af heimalandi mínu 11 “ Eftir síðari heimsstyrjöldina fær leikr ferð um Evrópu oft pólitíska merkingu. Ekki einungis vegna sýningarinnar sjálfrar, heldur líka vegna þess að leik- flokkurinn kemur frá þessu eða hinu stjórnkerfinu. Leikhúsið, sem í boði er, verður holdtekja hins hluta Evrópu. „Á þeim tíma voru slík ferðalög sannkallað- ir sáttaleiðangrar,“ segir Barrault. „Stríðið hefur sundrað þjóðunum. Okkur^var falið að binda aftur hin fomu bönd.12 “Brecht kom til Parísar úr austri. Brook og Strehler komu til Varsjár úr vestri. Viðtaka sýninga þeirra getur ekki verið óháð því hvort áhorfandinn er hliðhollur eða andsnúinn stjómkerfinu sem þær birtast sem tákn fyrir. Mutter Courage Brechts í París árið 1954 og Le Cid TNPs sama ár í Varsjá ristu hvor sína rifu í ókleift jámtjaldið. Vilar skilur hve leikferðin hefur mikla þýðingu langt út fyrir leikhúsið. „Við sjálf og vera 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.