Teningur - 01.01.1987, Blaðsíða 4

Teningur - 01.01.1987, Blaðsíða 4
Sören Ulrik Thomsen LJÓÐ HÆGTÚT Nafn, sem enginn kemur orðum að logar í regninu. Bílarnir á þjóðvegunum í norðri lýsa upp mannlaust hús, er dag hvern rís af grunni og hrynur á ný. Níu blindar ljóskeilur benda að miðju þess. í kjallaranum skín kæfður andardráttur, hvassir stigar lyftast í myrkrinu: Vindurinn þýtur um opna rangala hússins. SJÁUMST AFTUR Við sjáumst aftur þú réttir hönd þína gegnum grímur draumsins við sjáumst aftur þú stendur í glugga á tíundu hæð við sjáumst aftur göngum hvort framhjá öðru í stiganum við sjáumst aftur sofum af tilviljun í sömu lest ég sé þig aftur á dimmu torginu máninn hellir silfri í hár þitt Þú sérð mig aftur bíða eftir grænu ljósi líkt og ég vænti komu einhvers sjáum^t aftur augnatillitin stansa í mergðinni og enn í snævi þöktum garði á ný á sundurgrafinni götu. Hægt rita ég orðin eitt af öðru halda þau út á pappírinn hægt líður bollinn frá borðinu að munninum hægt hreyfist líkami minn af götunni upp stigann að fyrstu hæð hægt tala ég í dyrasímann hægt leggst handleggur þinn um háls minn - höfuð mitt að barmi þínum hratt þýtur sýn gegnum augað, hljóð um hlust örstund kviknar hugboð einhversstaðar í taugakerfinu hratt nemur húðin hitann og kuldann, hörkuna og mýktina hratt fer allt inn en hægt, hægt út. Islensk gerð Ijóðanna er eftir Magnúz Gezzon 2

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.