Teningur - 01.01.1987, Blaðsíða 5

Teningur - 01.01.1987, Blaðsíða 5
Einar Kárason OPUS MAGNUM eða Sagan um Vigni Erkiengil Ég var staddur á wc - gestir innaf ben- sínstöðvarcafé uppí Borgarfirði þegar mér varð ljóst hversu mikinn toll það hafði tekið af mér þetta handrit sem ég klemmdi milli hnjánna meðan ég þvoði mér um hendurnar. Ég var að bíða eftir rútunni. Yfir speglinum var bláhvítt ljós og þarna inni var loftið þykkt og grænt af gufum úr ilmsteini fyrir klósettskál- arnar: andlit mitt í speglinum, gljáandi, strekkt, hrutlað, grátt; það voru tauga- veiklunarkippir við annað munnvikið. Mér brá svo við að uppgötva þessa kippi að þeir ágerðust. Tók penna uppúr brjóstvasanum og hélt honum milli fing- ranna til að athuga hvort ég væri skjálf- hentur. Ég varskjálfhentur... Það var ekkert handklæði á þessu auma klósetti, svo ég þurrkaði mér í buxnaskálmarnar og jakkann. Þurrkaði mér vel, því ekki vildi ég fara blautum krumlum um handritið, ekki mátti það blotna, til þess hafði ég orðið að borga það með of miklu af sjálfum mér. Ég hef lesið um höfunda sem skrifa aldrei svo hversdagslegan hlut sem inn- kaupalista að þeir taki ekki afrit og geymi í eldtraustu bankahólfi. Þarna valsaði ég um planið fyrir framan sjopp- una með eina eintakið af sögunni um V'igni Erkiengil sem hafði kostað mig tþargra ára strit og kvöl að koma saman. Eg hef stundum ætlað mér þegar ég vinn að bók að vera svo séður að taka alltaf afrit af hverjum kafla sem ég klára og geyma hann svo í læstri kommóðuskúffu útí bæ. Þá gæti ég lagst til svefns á kvöldin án þess að óttast hörmungar einsog húsbruna. Það mætti brennna, allt í lagi, og ég sleppa sótugur í andliti út um glugga á nærklæðunum og liggja svo á hnjánum útá hjarninu með spenntar greipar og horfa með trylling í augum á aleiguna fuðra upp. Þyrfti ekk- ert aö rífa mig lausan af nágrönnum og brunaliðsmönnum til að stinga mér inní vítislogana, æpandi: handritið mitt! Sagan...! Alls ekki, ég væri með afrit í læstri kommóðuskúffu útí bæ og gæti því rólegur fengið mér sígarettu með slökk- viliðsstjóranum og spurt svona hvort það væri nóg að gera... Nei. Það er mesti hryllingur sem hent getur höfund að glata handritinu. Glutra niður að fullu og öllu fyrir, klaufaskap eða óheppni, afrakstri margra ára vinnu, þrotlausrar vinnu, með andvökunótt- um, kvíða og slítandi kvöl. En þarna kom rútan. Eitt af þessum farartækjum sem drógu eftir sér ryk- slóða á veginum var rútan. Hún fór hægt, á undan henni silaðist bíll sem ég kannaðist við. Þetta var jeppinn af næsta bæ... í fyrrahaust þegar ég kom í starfsbú- stað skálda til að hafa þar vetursetu al- einn var ég fyrst um sinn svo einmana og í svo mikilli þörf fyrir að tala við ein- hvern að ég greip öll tækifæri sem gáfust til að lenda á snakki. Þarna komu dansk- ir túristar og voru eitthvað að rolast, spurðu mig um heita hveri og ég teymdi þá í rigningunni hundruð metra niður með á til að leita að volgum pytti sem ég hélt að ætti að vera þar. Talaði ög talaði. Túrist- arnir voru orðnir stífir af stressi og ó- hugnaði og struku svitann af enninu þegar ég loks hundskaðist. En þegar leið á veturinn og ég farinn að tala af æsingi eða fullur trúnaðar við sjálfan mig allar nætur um það sem lamist hafði á ritvél- ina um daginn, þá gerðist ég svo mikil mannafæla að ég skimaði lengi um hér- aðið áður en ég hætti mér út í göngutúr, vildi fyrir alla muni forðast að rekast á einhvern, einhvern sem ég þyrfti að bjóða góðan daginn, einhvern sem myndi þá heyra rödd mína og ég stæði eftir einsog nakinn: Sjáiði manninn. Ég laumaðist út um lágnættið, helst í rign- ingu, og gekk í hettuúlpu um þjóðveginn til að koma blóðinu á hreyfingu. Og eitt sinn vissi ég ekki fyrr til en þessi jeppi af næsta bæ hafði stoppað við hlið mér. Ég hrökk við og leit í andlit bóndans sem sat við opinn hliðargluggann og var að tala við mig. Gekk ég ekki tvö skref aftur- ábak? Hann talaði, ég heyrði ekki orð, bara starði. Ég var að spyrja hvort þú vildir ekki þiggja far í rigningunni, heyrði ég hann loks hrópa, en ég sá þann kost vænstan 3

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.