Teningur - 01.01.1987, Blaðsíða 7

Teningur - 01.01.1987, Blaðsíða 7
hitta. Hann sá mig líka. Ég kinkaði til hans kolli og leit undan, vonaði að hann léti mig í friði. Alli lax drakk stundum með hirð Erki- engilsins. Avann sér þó aldrei þegnrétt, var alltaf dálítið fínn með sig þótt ekki stigi hann í vitið, eða kannski vegna þess. Vildi ekki viðurkenna að hann væri aumingi. Hafði erft einhverja heildsölu sem hann var á góðri leið með til fjand- ans. Kom stundum til okkur í svaðið og þáði kokteila af kardó og norskri hósta- saft, eða brennsa ef vel hafði borið í veiði eða einhver var nýbúinn að fá ör- orkubætur. Einhverntíma hafði hann ekki sést lengi. Þá spurði ég hvað væri nú að frétta af honum Alla. Erkiengillinn svaraði: Fyrirtækið er komið á hausinn, húsið á nauðungaruppboð, konan er farin frá honum og sonurinn lagstur í eiturlyf, en Alli ráfar um bæinn með skjalatösku fulla af gömlum dagblöðum. Þetta svar var náttúrulega í bókinni einsog allt sem Viggi Erkiengill sagði eftirminnilegt. Ég strauk kusk af hand- ritinu sem lá á borðinu fyrir framan mig og sá um leið útundan mér að Alli lax var staðinn upp og skálmaði yfir salinn í átt til mín. Ekkert nema sparifötin og skjalataskan. Ég neyddist víst til að spjalla við helvítið. Heill og sæll, sagði Alli. Heill er nú kannski of mikið sagt, sagði ég, en Alli tekur aldrei eftir því hverju menn svara. Þú ert að koma af Skaganum! til- kynnti hann. Já... Ég er líka að koma þaðan. Skemmtileg tilviljun, svara ég. Gott ef ferjan er ekki líka að koma þaðan. Það var verið að bjóða mér þar vídeó- leigu til kaups, sagði Alli, stórkaup- mannslegur í fasi. Vídeóleigu. Ég datt út um leið, full- komlega áhugalaus, en Alli hélt áfram að mala, talaði hátt, var náttúruiega bara að nota mig svo hann gæti útvarpað stórveldisumsvifum sínum um allan sal- inn. Ég sá útundan mér að fólk var farið að leggja eyru við tali hans, senda okkur augngotur uppúr kaffibollunum og blað- inu. En þú?! heyri ég hann segir svo. Ein- hver sagði mér að þú værir að skrifa bók um Vigga vin vorn. Hvað er hæft í því? Getur þú nú ekki drullað þér í burtu og látið mig í friði, hugsaði ég og leit í kringum mig. Samferðafólkið á skipinu var flestallt hætt að fletta blöðunum. Sperrti eyrun. Hann Vigga? svaraði ég lágt. Ja, ég veit það nú ekki, þetta er nú skáldsaga, þótt hann sé kannski að einhverju leyti kveikjan,eða ... Ég nennti ekki að halda áfram með þessa frasa. Kveikjan! Aðvitað var bókin um Vigga, hann var þar af lifandi kominn, og margir fleiri, það á meðal Alli sjálfur, þótt nöfnunum væri breytt... Þú gætir kannski skrifað um hann minningargrein! heyrði ég að Alli sagði. Minningargrein? Nú var það ég sem sperrti eyrun. Minningargrein? Já, það reikna allir með að hann sé dauður. Hann hefur ekkert sést í tíu daga, hálfan mánuð. O hann hefur nú horfið áður, sagði ég. Já, en núna hefur bara nákvæmlega enginn séð hann. Hann hefur ekkert komið á Farsótt. Löggan veit ekkert um hann. Ég rakst í gær á strákana, Gumma kúk, Nonna bíó og Dúdda fótalausa, og þeir höfðu heldur ekkert heyrt frá honum. Er hann ekki bara kominn í meðferð? spurði ég efins. Neineineinei! Sagði Alli. Þá myndi ég nú vita allt um það! Ferjan var komin inní Reykjavíkur- höfn og var að leggjast að bryggju. Alli fór að tygja sig. Þú skrifar um kall, sagði hann að skilnaði, ef hann er dauður. Blessaður vertu, sagði ég, hann á eftir að skjóta einhversstaðar upp sínum svarta haus. Já... Svo veit ég ekki almennilega hvað gerðist. Skipið var fast og það var búið að opna út. Alli hvarf eitthvað fram ganginn, og kannski hef ég ætlað að vera á undan honum í land. Ég spratt á fætur og hraðaði mér út að landganginum. Einsog ég væri að reyna að hlaupa undan svimanum og vanlíðaninni sem fylgdi þessari sjóferð, eða hlaupa í spretti til að koma af mér handritinu í hendur útgef- andans. Hefði átt að sitja kyrr smástund, fara mér hægt, því mér sortnaði um augu þegar ég spratt á fætur, hrasaði áfram og datt loks endilangur á miðjan landgang- inn. Lamdi niður hausnum, rankaði við mér með blóðnasir, og það fyrsta sem ég sá var umslagið með handritinu að sökkva milli skips og bryggju... Ég gerði allt vitlaust. Æpti og öskraði, og það var með naumindum að einhverj- um stæðilegum mönnum tókst að grípa mig þegar ég var að reyna að henda mér niður á eftir handritinu, þar sem ég hefði örugglega kramist til bana. En ég hafði líka lifaðfyrir þessasögu... Fólkiskildist að eitthvað óhemju verðmætt hefði fall- ið í sjóinn. Kannski hefur það haldið að umslagið væri fullt af peningum. Skipinu var stuggað frá bryggjunni, hliðarskrúf- an fór í gang og handritið hvarf eitthvað ofaní freyðandi svelginn. Hafnarverka- maður klifraði niður járnstiga á bryggjunni, en náði ekki neinu. Ég hélt áfram að æpa, blóðugur í andliti hljóp ég um bryggjuna og reyndi að gefa fólki bendingar. Lögreglubíll var kominn niðrá höfnina, skömmu síðar kom annar og útúr honum tveir menn í froskmanna- búningi sem stungu sér í gruggugan sjó- inn. Ég reyndi að æpa til þeirra leiðbein- ingar... Ég sat inní lögreglubflnum. Þar var verið að reyna að róa mig niður. Flestir voru farnir af bryggjunni, ferjan var 5

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.