Teningur - 01.01.1987, Blaðsíða 16

Teningur - 01.01.1987, Blaðsíða 16
Helgi Þorgils Friðjónsson Umhverfis myndlist Er litur einn sér myndlistarverk? Eða lína ein sér? Stundum þegar gagnrýni er lesin mætti ætla það, listamaðurinn er sagður hafa kraftmikla teikningu en vanta tilfinningu fyrir formi og lit, og talað er um að sérstaklega njóti teikn- ingin sín í einni eða tveimur ákveðnum myndum. Annar listamaður er sagður hafa mikla tilfinningu, en litla teikni- hæfileika o.s.frv. Hér hlýtur umfjöllunin að snúast um hagleik listamannsins, en ekki um list, og að sá geri bestu og feg- urstu verkin sem er ratvísastur að koma formunum og línunum á rétta staði á myndfletinum. En er þetta svona einfalt? Hvers vegna virðist eitt verk vera betra en annað, þó svo virðist vera sem svipaðri tækni sé beitt í báðum verkunum og formið sé því sem næst hið sama? Al- gegnt er að sporgöngumaður meistarans virðist innihaldslaus og rýr þó í fljótu bragði mætti virðast sem um sömu myndir væri að ræða. Væri ekki hægt að álíta að sá listamaður sem á eftir kæmi gæti gengið beinna að verki og verið bú- inn að ráða bug á ýmsum tæknilegum atriðum sem kunna að hafa staðið þeim fyrri fyrir þrifum? Hvar er stigið sem breytir mynd í listaverk? Það hefur sýnt sig að menn sem ekki eru akademískt færir teiknarar geta gert teikningu sem er listaverk, og þetta er hægt að yfirfæra í hvaða efni sem er. Eins og einstaklingur getur verið gáfaður og dregið merkar ályktanir, þó hann hafi aðgang að mjög takmörkuðum upplýsingum, á sama tíma og annar einstaklingur getur dregið rangar ályktanir, þó hann hafi aðgang að miklum og góðum upplýsingum. Munur er á því þegar menn eru eins og samofnir því sem þeir gera, eða þegar verkin eru aðeins endurkast annarra hugmynda. Akademismi er það í listum þegar engu er bætt við niðurstöður fyrri list- tímabila, og spurningin snýst um það hvort myndin sé vel gerð eða illa, og að sjálfsögðu er dáðst að því sem vel er gert. Það getur verið ágætt að hafa góða akademíska þjálfun, en maður verður að hemja hana algjörlega. Með langvar- andi skólun getur listamaðurinn farið að álíta að mynd eða hlutur eigi að hafa eitthvað sérstakt útlit, eða sveiflu (ein- læglega) til þess að vera list og hann hamast við að fullkomna allt sitt handa- pat, en það fyrsta sem áhorfandanum dettur í hug er að spyrja hvers vegna setti hann ekki þennan rauða punkt lítið eitt ofar og til hliðar og betur færi ef þessi lína lægi yfir bláa flötinn o.s.frv. List er engin einstök handahreyfing. Aldrei hef ég heyrt mann spyrja slíkra spurninga þegar meistaraverk eru skoðuð. Stundum hvarlar að mér að skóli sé dæmdur til þess að ala af sér meðal- menn, nemendum eru gefnar forsendur og niðurstöður. Beri þeir sig svona að, þá fá þeir hina réttu útkomu. Útkoma listaverks virðist ekki vera rétt þegar hún er endurtekning. Góður listamaður getur þó virst vera að endurtaka ein- hverja þekkta stærð í listum, í fljótu bragði, en það hlýtur frekar að vera endurminning sem breytist í nýtt líf í gegnum nýjan listamann með aðra lífs- reynslu. Þess vegna held ég að upplýs- ingar einar sér geti ekki alið af sér lista- verk (skólunin), heldur sé listin háð fæð- ingu og kringumstæðum listamannsins ásamt einhverjum yfirskilvitlegum öfl- um. Allir geta komið sér upp upplýs- ingabanka en ekki geta allir látið hann flæða í gegnum sig þannig að hann berist persónulegur og tilgerðarlaust yfir í sköpunarverkið. Sögumaðurinn er gott dæmi, einn hefur söguna nákvæmlega eftir og þurra, annar færir hana tilgerðarlega í stílinn og sá þriðji segir hana ljóslifandi eins og hún sé að gerast innra með manninum o.s.frv. En er þá eitthvað hægt að segja um hvað er listaverk, eða hvaða eiginleikar þurfi að koma fram í myndverki til að það sé listaverk? Ef svarið væri hreint og klárt, væri mun einfaldara að vera kenn- ari, listfræðingur, gallerírekandi, list- braskari og margt fleira, svo maður tali nú ekki um að vera listamaður. Þegar styttur og málverk frumstæðra þjóða eru skoðaðar rekst maður sjaldan eða aldrei á skraut sem virðist vera skellt hér og 14

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.