Teningur - 01.01.1987, Blaðsíða 19

Teningur - 01.01.1987, Blaðsíða 19
Mig langar til að spyrja ykkur um upp- Itafið á þessum stíl ykkar? Ég lield að þetta hafi byrjað fyrir nokkrum árum þegar við unnum eftir ýmsum fyrri stílum eins og Stieglitz til dæmis. Okkur langaði þá til þess að gera ljósmyndir um ljósmyndun sem slíka. Ljósmyndir sem reyndu ekki að fela framköllunar-prósessinn. Við vildum draga fram filmuna, pappírinn í Ijós- myndinni. En flestir ljósmyndarar um- gangast verk sín af alltof mikilli lotningu og snerta þau alls ekki nema með sér- tilgerðum hönskum. Mannshöndin kemur þar hvergi nærri og það finnst okkur fáránlegt, því ljósmyndin er hluti af lífinu og við viljum benda á þá stað- reynd. Koma þessar ,,skemmdir“ ósjálfrátt eða viljandi? Eins og þú sérð liggja myndirnar hér á gólfinu í kringum okkur og við með- höndlum þær ekki með neinni sérstakri varúð. En við gerum líka viljandi við þær, krumpum ef okkur finnst þurfa eða brjótum saman til þess að fá fram nauð- synlega línu. Þannig verða þær raun- verulegri og engin leið að líta á þessar ljósmyndir án þess að minnast þess um leið að þær eru aðeins mismunandi stór pappír. En það er einmitt eitt af okkar meginmarkmiðum, að menn reyni ekki að ímynda sér ljósmyndina sem glugga á veggnum. Svo viljum við ekki hafa verk- in fullkomin því ekkert er fullkomið. Hvenœr byrjuðuð þið nákvœmlega á þessu? Þetta hefur bara komið nú síðasta ár- ið, þá höfum við farið að líma saman og nota sandpappír á þær o.s.fr.v. Þannig að ykkur finnst þið vera að gera eitthvað nýtt sem enginn hefur gert áður? Já, ætli það ekki, a.m.k. er fólk að segja okkur það og í raun virðist það nokkuð augljóst mál. Ég get hinsvegar ekki skilið af hverju það hefur ekki verið gert áður. Ljósmyndun hefur í langan tíma krafist þess að verða tekin alvarlega sem listgrein, svo menn heimtuðu að hún kæmi með sitt sérstaka form sem ekki væri ruglað saman við önnur. í byrj- un aldarinnar voru menn hinsvegar að krukka í filmuna og fara ofan í með litum til þess að fá ljósmyndina til að líkjast málverki. En síðar komu aðrir og höfn- uðu því, vildu að ljósmyndin stæði sem slík, sem sitt eigið listform. Ekki þýddi að skapa nýja tegund listar með því að apa eftir annari. En okkar skoðun er sú að með því hafi hún staðnað, staðnað í því heimilda-hlutverki. Við erum að reyna að brjótast frá því og nota áhrif frá öðrum listgreinum, nota fagurfræði Starn Twins: Tvöfaldur stóll, 1985 - '86, 96x84 ins, tónað silfur - prenl með skosku límbandi. (Stux - galleri, N.Y. ogBoston) þeirra í þessa listgrein. Ekki þó til þess að ljósmyndin líkist málverki heldur fái að láni hugmyndir úr málarlistinni. En nú málið þið líka? Já, við byrjuðum á því fyrir einu og hálfu ári og það hefur verið okkur mjög mikilvægt. Við álítum okkur vera lista- menn og ljósmyndirnar aðeins hluti af okkar list. Þetta hefur síðan áhrif hvort á annað og á sameiginlega hina „mannlegu meðhöndlun", það er aug- ljóst að verkin voru unnin af manna- höndum. Þá má einnig segja að ljós- myndir okkar fjalla um ljósmyndun á sama hátt og málverkið hefur að undan- förnu fjallað um sjálft málverkið. Við tökum inn í ljósmyndina málefni sem aðeins hafa tilheyrt öðrum listgreinum hingað til. Hvað ræður myndefnavalinu? Öllu sem okkur líkar reynum við að koma til skila. Allt sem hrífur okkur verður okkur að myndefni. Annars eyð- um við ekki eins miklum tíma og við ættum að gera í tökuna sjálfa. Við eyð- um mestum tíma hér í stúdíóinu við úr- vinnslu á gömlum filmum. Því miður. En vonandi verður breyting á þar sem nú vinnum við sem atvinnumenn en ekki nemendur. Er mikill munur þar á? Já, mikill munur. Galli við skólann var sá að við þurftum ekki að leggja nógu hart að okkur. Skólarnir eru að verða of frjálslegir. 17

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.