Teningur - 01.01.1987, Blaðsíða 20

Teningur - 01.01.1987, Blaðsíða 20
En hverniggetið þið verið tvíhurur? Petta er hin fullkomna samvinna. Við höfum alltaf verið mjög nánir. Hug- myndir okkar um listina eru þær sömu og algert jafnvægi á milli okkar. Við tök- um mjög svipaðar myndir og vinnum eins úr þeim og jafn mikið. Allt er jafnt. Og þannig getum við unnið að tveimur myndum samtímis sem einn maður og báðar verða eftir okkur báða. En ég get ekki séð fyrir mér slíka samvinnu hjá óskyldum mönnum eins og nú er svo algengt. Aldrei leiðir hvor á öðrum? Jú,jú. Hvernig verkar velgengni ykkar? Það er auðvitað mjög gaman að vel skuli ganga þó að hún gangi nokkuð nærri okkur verklega séð. Margar sýn- ingar eru framundan og því h'till tími til þess að líta upp frá verki. Fyrir New York-sýninguna unnum við í 100 klukkutíma á viku í 3 mánuði samfleytt. Ekkert hrœddir um að týna ykkur? Það getur auðvitað skeð. En enn er velgengnin aðeins örvandi, við erum langt frá því að spillast af henni. Flestir hafa ekki hugmynd um tilvist okkar. Hver er skoðun ykkar áokkar tímum? Eg held að mjög áberandi í listheim- inum sé afturhvarfið og blöndun fyrri stíla. Á fimmta áratugnum þá klæddust menn tísku fimmta áratugarins en nú ganga menn í alls konar fyrirmyndum og blanda þeim saman. Og þannig er því einnig farið í listinni. í Ijósmyndunum okkar reynum við að nýta okkur þetta og notum hluti og hugmyndir frá síðustu öld eða byrjun þessarar. Um þessar mundir erum við mikið að hugsa um sjöunda áratuginn. Pví að í raun er búið að gera allt. Hér er einmitt komin ein af ástæðunum fyrir því hvemig við römm- um og hengjum myndirnar á sýningum, til þess að sameina öll þessi mismunandi áhrif í eina heild, líkt og gert er á söfn- um. Við lítum einmitt söfnin mjög svip- uðum augum og venjulegar sýningar og þess vegna hafa okkar sýningar yfir sér þennan safna-blæ. í dag eru svo margir listamenn sem vinna við marga ólíka hluti í einu. Petta er hinn póst-móder- níski tími (hinn síð-nýji tími) sem nærist á hinum fyrri. Tekur fyrir gamla hluti og gerir þá nýja því þetta er allt nýtt. Það er líkt og við lifum í safni tímans og listar- innar. Aðlokum, hverniglístykkurá Island? Já, ég hef nú eiginlega enga hugmynd um það, er það ekki nálægt Grænlandi? Það kemur manni mjög á óvart að þar skuli þrífast einhver list og að fólk skuli Doug við samsetningu ,,Brjóstmyndar“. hafa áhuga á og fylgjast með því sem er að gerast í Evrópu. Pað hljómar allavega vel þegar þú lýsir því. Okkur líst bara vel á ísland. Starn Twins: Hestar (ICA - útgáfa), 1985 - 186, 40x120 ins, tónað silfur-prent með skosku límbandi. (Stux - galleri, N. Y. og Boston). 18 I

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.