Teningur - 01.01.1987, Blaðsíða 21

Teningur - 01.01.1987, Blaðsíða 21
Magnús Pálsson List og kennsluList í málinu er ferli listarinnar líkt viö hafiö. Við tölum um að öldur gangi yfir í listinni. Vonandi leyfist mér að slá hér fram ögn rómantískri samlíkingu. í Iist- inni eru öldudalir og öldutoppar. Öldu- dalurinn er það tímabil listarinnar þegar viðfangsefnin hafa verið tæmd. Pá er tími íhugunar og leitar að leiðum til að tjá nýjar hugmyndir og kenndir. Gömlu tjáningarformin eiga ekki lengur við því þjóðfélagið hefur tekið breytingum. Upp úr öldudalnum koma síðan ný tján- ingarform, oft sterk og dálítið frumstæð. Þau verða smám saman meðvitaðri og markvísari þar til þau ná öldufaldinum. Skriðurinn eftir bárunni niður í næsta dal ber í sér þróun hugmyndanna, fágun og hreinsun tjáningarformanna. Listin kemur niður í dalinn og það verður mjög lygnt þar til hún rís á ný og myndar næstu bylgju. Súerafsamavatnigjör ensamt önnur. Hún er afkvæmi öldunnar á und- an en eðli hennar er annað því hafsbotn- inn sem er undir og mótar hana er öðru vísi. í öldunum og til hliðar við þær er f jöldinn allur af gárum, skvettum og gus- um. Þær fylgja í humátt á eftir megin- straumnum, engum háðar, æsa og gefa lit, dálítið af gruggi og kannski öryggis- •eysi. Öldufaldurinn er mest spennandi. Þar er framsetning listarinnar skörpust og sterkustu listaverkin sköpuð. Vera má að þetta sér gróf einföldun en í fáum dráttum er þetta ferli listar. í tímanna rás hefur bylgjuhreyfingin stöðugt orðiö hraðari. Á miðöldum tók hver bylgja yfir nokkrar aldir. Á okkar dögum hafa það lengst af verið nokkrir áratugir þar til nú að síðustu bylgjur hafa spannað um það bil tíu ár. Eflaust halda þær áfram að styttast. Það er greinilegt að listin sækir í sömu átt og iðnfram- leiðslan. Maður drekkur úr kókdollunni og fleygir henni síðan. Myndlistin stytt- ist og styttist og sækir í að verða augna- blikslist eins og tónlistin. Einmitt nýlega hef ég kynnst því að skreytingum á bygg- ingum er ekki endilega ætlað lengra líf en svo sem 30 ár. Bráðum mun það þykja alltof langt. Listbylgja eða stefna er svar eða and- mæli við bylgjunni á undan. Hún fæðist af henni og væri ekki til án hennar. Þó reynir hún að sýnast sjálfstæð. í kon- septlistinni sem var stefnt gegn Fluxus og Ný - dadaisma eru greinilegar tilvís- anir til konkret - ljóðlistar. Og í Nýja málverkinu í dag má finna tengsl við ákveðnar greinar af Fluxus. Og enda þótt Ný - expressionisminn æpi heróp gegn konseptlistinni ber hann í sér sæði hennar og væri tæpast hugsanlegur ef hún hefði ekki verið til áður. Það er erfitt að sjá hvers vegna öld- urnar rísa og falla. Fljótt á litið er or- sakanna sjálfsagt að leita í þjóðfélags- ástandinu. Það sem þvíveldurer oft ekki greinilegt meðan á því stendur, en sést eftir á. Það eru stjórnmál, stríð, efna- hagur, fíkniefni, tískutilhneigingar og kynlíf. Því er gjarnan haldið fram að f jármagn og tíska séu aðal orsakirnar, en þó er það ólíklegt. Stríðið í Kóreu hafði eflaust áhrif á ,,Beat“ tímabilið, en auk þess höfðu þar áhrif áfengi og eiturlyf. Ný - dadaismi sjöunda áratugarins, uppá- komur og gerningar tengdust nýjum Anarkisma, kynlífsbyltingu, austrænni heimspeki, hippahreyfingunni, pasif- isma og Vietnam stríðinu. Psychedelic list tengist LSD. Stúdentauppreisnirnar í lok sjöunda áratugarins ásamt hassi, Yoga og Zen Búddisma höfðu áhrif á gerningalist, myndbandalist og hina íhugunarkenndu konseptlist áttunda áratugarins. Fjölmiðlasprenging níunda áratugarins, tölvur og hljómburðarfræði hélst allt í hendur við pönktónlist og pönkhegðun og nýjan expressionisma í málverki og skúlptúr. Á tíu árum gengur stefna yfir og tilheyrir upp frá því lista- sögunni. Listbyltingin mikla um 1960 hristi upp í öllu. Hún gerði að engu öll fyrri lista- hugtök. Hún opnaði fjölda tjáninga- leiða og kollvarpaði viðteknum reglum og mörkum milli listgreina. Hefðbundin greinaskipting innan listarinnar riðlað- ist. Listin sem ,,fag“ hætti til að vera til. Það er ekki lengur hægt að vera bara málari, myndhöggvari eða graffker. Hugtakið ,,mynd“list tapaði merkingu 19

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.