Teningur - 01.01.1987, Blaðsíða 23

Teningur - 01.01.1987, Blaðsíða 23
festu. Áreitin eru svo mörg og ruglandi. Ég hef rætt um listasögu og fjallað um listhugsun samtímans.Einnig um hvarf fagmennskunnar. Þetta hef ég rætt til að lýsa því hvemig byggja ætti upp nútíma listaskóla. Það er greinilegt að deildaskiptinguna ætti að leggja niður. En ég var beðinn að koma hingað til að fjalla um tilraunadeildir. Eins og ég sagði þá virðast mér þær deildir vera ónauðsynlegar því tilrauna- starfsemi ætti að fara fram í öllum deild- um. Auk þess þarf ekki að tala um til- raunir því þær tilraunir sem gerðar eru í framsetningu tilfinningabundinnar hugsunar er einmitt það sem við nefnum list. Tilraunadeildir ættu ekki að vera til. En það tekur eflaust nokkurn tíma fyrir skólakerfi Norðurlandanna að átta sig á hinum breyttu tímum til að geta gert svo róttækar breytingar á skólum sínum. Þar til þær breytingar geta orðið eru hinar svokölluðu tilraunadeildir nauðsynleg- ar. En hvað er þá tilraunadeild? Það er tilhneiging til að halda að allt sem ekki telst til hinna hefðbundnu greina, mál- verks, skúlptúrs og grafíkur, tilheyri hinni dularfullu tilraunadeild. Hún verður hefðbundnu deildunum einslags afsökun til að útiloka nýjar tjáninga- leiðir. Tilraunadeildin verður afdrep þeirra sem eru óánægðir, þeirra sem hafa fengið hugboð um að til séu aðrar leiðir en þær hefðbundnu, þeirra sem eru til vandræða í hinum deildunum og koma með óþægilegar spurningar. Það er því miður engin framtíðarlausn að koma þeim fyrir í svokölluðum tilrauna- deildum. Gömlu deildirnar verða að víkka út svið sitt og taka á móti nýjum straumum. Innísetningar tilheyra skúlp- túrdeildinni og ljósmyndun og offset- prenttækni tilheyra grafíkdeildinni á meðan þessi bjánalega deildaskipting er á annað borð við lýði. í tilraunadeildinni mætti vinna með aðra miðla eins og: myndbönd, hljóðupptökur, tölvur, póstinn, gerninga, kvikmyndir o.s.frv. Margmiðladeildin. Það má jafnvel deila um hvort lista- skólar séu yfir höfuð nauðsynlegir. Fjöldi listamanna hefur aldrei inní lista- skóla komið. Það er öruggt mál að lé- legir listaskólar eru skaðlegir fólki. Eins og svo margir aðrir hef ég sjálfur um eitt skeið álitið að listaskólarnir ættu að hverfa. En nú finnst mér að þeir komi að notum. Ekki til að kenna mönnum list sem fag. Ekki til að kenna þeim að búa til list. Bara kannski hjálpa þeim soldið að skilja samtíma sinn í samhengi við fortíðina. Það gleymist oft í skólanum að upp- lýsa nemendur um hlutverk listamanns- ins í þjóðfélaginu. í flestum skólum er nemendunum kennt að þjóna listaheim- inum, sem í þessu tilfelli er listmarkað- urinn, galleríin, söfnin og alþjóðlegu listtímaritin. Ég kalla þetta hér mark- aðskerfið, ,,The Commercial Circuit“. Nemendunum er raunar kennt að búa sér framabraut, sem á kannski lítið skylt við list, frekar við velgengni og virðingu í þjóðfélaginu. Markaðskerfið er að vísu mikill hvati fyrir listina. Það heldur uppi stöðugum áróðri fyrir hana og dreifir upplýsingun- um. En í dag er fjárhagslegt mikilvægi þess fyrir listamenn afar h'tið. Þeir afla sér viðurværis og skapa list algjörlega utan við þetta kerfi. Lakara er að mark- aðskerfið vill auðvitað eingöngu beina sjónum fólks að þeirri list sem selst. Þeirri list sem fellur vel að veggjum gall- eríanna og safnanna og á síður tímarit- anna. Sem betur fer er einnig annað kerfi í gangi, nokkurs konar neðanjarð- arkerfi eða net. Það byggist á ýmis konar starfi og samvinnu listamanna. Sem dæmi má nefna: Gallerí sem ekki stefna að gróða, lítil lista- og heimildasöfn, bókabúðir, kasscttu og hljómbúðir. Til eru kerfi sem dreifa hljóðlist og tölvulist. Þúsundir listamanna eru virkir í ,,mail art“ kerfum. Svo mætti lengi telja. Því miður virðast margir skólar í Evrópu telja það hlutverk sitt að framleiða ,,talenta“ fyrir galleríin, að senda frá sér vonbiðla frægðarinnar sem bíða eftir að skjótast upp á stjömuhimininn til að skína þar næstu fimm árin og halda gall- eríunum á lífi. Allt of margir listamenn líta á list- kennslu einungis sem millibils ástand meðan þeir bíða eftir frægðinni. Þeir kenna af því þeir geta ekki selt verk sín. Þannig eru þeir tilneyddir að kenna í nokkur ár þar til peningarnir koma. Til flestra koma þeir þó aldrei og þeir þurfa því að halda áfram að kenna, jafnvel alla ævi. Listkennsla er list og á að vera list. Hún færir sömu unun og lífsfyllingu og öll önnur list. Hun krefst sömu atorku, hugmyndaauðgi og hæfni til að hrífa aðra og hvetja þá til sköpunar. Þetta hafa menn ekki skilið. Listin að kenna þarf að öðlast sömu viðurkenningu og önnur list og vera höfð í hávegum. Góð- ur listkennari fæst við kennslu á sama hátt og með sömu alvöru og sá sem fæst við uppákomur eða gerninga, eða þá hljómsveitarstjóri eða leikstjóri. Erindi flutt á ráðstefnu um listfræðslu í Henie-Onstad safninu, Osló, apríl 1986. 21

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.