Teningur - 01.01.1987, Blaðsíða 25

Teningur - 01.01.1987, Blaðsíða 25
Án titils, 1983 álit á verkum mínum en hrós. Hann hefði allt eins getað sagt að það væri eintóm della sem ég gerði. Fleirum leið eins og mér. Ég man til dæmis að nem- andi færði Beuys möppu með teikning- um. Beuys skoðaði þær og flokkaði síð- an í tvo hópa, góðar myndir og slæmar, allt og sumt. Þetta gerði hann æ ofaní æ. Joseph Beuys var áhrifamikill og deildin sem hann stýriði líktist helst sértrúar- söfnuði. Nálægð hanns fannst alls staðar innan veggja skólans. Ég vildi frekari umsögn hans um verk mín. En Beuys var alltof mikill fyrir mér, ég gat ekki séð hann á réttan hátt, að hann væri ekki guð heldur maður. Einhvem veginn þurfti ég að brjótast út úr þessu og koma fram með mínar eigin hugmyndir. Margir stældu bara Beuys og svo voru aðrir sem reyndu að gera eitthvað ann- að, en það virtist svo vonlaust. Ég lærði mikið af því sem var að gerast þarna þó ég lærði ekki af þvi sem Beuys sagði mér. Og í dag h't ég mjög jákvæð- um augum aftur til þessa tíma. Ég þurfti að berjast. Ég fór að búa til algjört drasl til að sýna Beuys. Hann gat þá varla hrósað verkunum mínum. Fyrst rétti ég honum blað með einni línu. Ég bjóst við að honum fyndist það of lítið. En það fyndna var að hann hrósaði teikning- unni. Að lokum varð ég árásargjam og gerði myndir sem ég var fullviss um að ekki aðeins Beuys mislíkaði heldur féllu þær engum í geð. Og nú gat Beuys ekki hrósað mér lengur. Hann varð að viður- kenna að honum þætti þetta slæmt því það var það. f>ó fannst Beuys að fyrst ég vildi hafa þetta svona yrði það að vera svo, því list yrði að vera sönn. En þegar ég heimtaði að hann gagnrýndi þessa vit- leysu varð hann örvæntingafullur og reiður. Þessi ár mín í listaháskólanum í Dússeldorf kalla ég YIUP árin, en það var nafn á félagsskap sem við nokkrir nemenda Beuys sem vomm með upp- steit gegn honum stofnuðum. (YIUP er afbökun á Joseph). Við í YIUP hópnum reyndum að eyðileggja öll gildi í lista- heiminum og ég held að okkur hafi tek- ist það býsna vel. Pað var ekkert sem hægt var að trúa á í listinni, allt var della. Pó vorum við alltaf sjálfum okkur sam- kvæmir. Það skrítna gerðist að lokum, að sumt fólk fór að hrífast að því sem við gerðum. Því fannst það þeim mun merkilegra því meir sem viö eyðilögð- 23

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.