Teningur - 01.01.1987, Blaðsíða 26

Teningur - 01.01.1987, Blaðsíða 26
um. Þetta var einhvers konar nýtt Dada fyrir það, eins lengi og það sjálft fékk ekkert framan í sig. Við vorum oft til vandræða. Stundum var okkur bent á listpartí og þegar fólk sagði okkur frá því vissi það að þar yrðu læti. Ég er kominn að árunum 71 til 72. Mér fannst ég vera kominn að enda- mörkum listarinnar og mundi þá eftir stærðfræðinni. Ég gerði hlé á listsköpun minni í eitt ár. Ég hætti í listháskólanum til að leggja stund á fræðilega eðlisfræði og stærðfræði. Ég hafði alltaf haft mik- inn áhuga á þessum greinum. Stærð- fræðin veitti mér mikinn innblástur og í heilt ár reyndi ég að koma hugmyndum mínum niður á blað. Reyndar er ég enn að. Þá var ég að hugsa um hvemig hægt væri að sýna afstæðiskenninguna í teiknimynd. Þetta færði mig smám sam- an aftur til listarinnar. Annað sem vakti aftur áhuga minn á listinni var að ég sá verk eftir Milan Kunc. Almenningslist Þegar ég reyndi að verða alvöru lista- maður fann ég til ábyrgðarinnar sem hvílir að herðum listamannsins. Ég vildi ekki búa til list eingöngu fyrir markað- inn og listaheiminn sem ég trúði ekki lengur á. Mér fannst að listin ætti að vera fyrir alla. Þetta er oft misskilið sem ,,Populismi“. Það eru að vísu margar Populista hugmyndir í verkum mínum sérstaklega „Gruppe NORMAL“ verk- unum. Listin ætti ekki að vera fyrir skringilegan hóp sérhæfðra, heldur ættu allir að geta sótt til hennar. Mér hefur þó aldrei líkað hugmyndin um að gera list sem allir geta skilið, list handa öllum. Listin ætti að vera öllum opin, en ekki svo einföld að hvaða fáviti sem er geti skilið. Kannski er leiðin að nota vinsæla miðla eins og teiknimyndasögur og kvik- myndir. í myndasögum hafa verið unnin góð listaverk eins og hjá ameríska myndablaðahöfundinum Robert Crumb. Ég hreifst af þessum miðlum og hélt að þarna væri leið að þeirri raun- verulegu list sem ég trúði á . Og það var einmitt þá sem ég sá verk Milans Kunc. Þó ég væri hættur í listháskólanum var ég enn skráður þar svo ég hefði smá vasapeninga, fengi ódýrari sporvagna- miða o.s. frv. Og eitt sinn er ég átti leið um skólann var Milan með sýningu á göngunum. Milan var aldrei í tengslum við YIUP hópinn. Ég hreifst af verkum hans og hitti Milan að máli og sýndi honum að það sem ég hafði gert á YIUP árunum. Honum fannst það mjög ný- stárlegt að frásögn væri aðalaviðfangs- efni listaverks, en í YIUP málverkum mínum var frásögnin aðalatriðið. Þessum frásögum fylgdu miklar mein- ingar. Ég reyndi þá að vera grimmur við fólk til að fá viðbrögð þess og ná því á band með hinni eða þessari skoðuninni. Mest af þessu var skrítið og illa meint, lygar og annað hræðilegt til að hrella fólk. Þannig voru líka uppákomurnar sem hópurinn setti á svið, gerðar til að fólk héldi sig fávita eða héldi að það væri að ganga af göflunum. Verk mín voru líka þá án nokkurs skreytis og flest öll sérlega ljót, en verk Milans voru mjög skreytikennd. Hann notfærði sér skreyt- ingar á kaffihúsum og vann úr þeim. Þetta var ruslalisf, ódýrt skraut. Undir áhrifum frá Milan byrjaði ég á minn eigin hátt að hugleiða Iit og skreyti. Litur þyrfti ekki að vera Ijótur heldur væri hægt að nota hann á fallegan hátt. Frá- sagnirnar breyttust líka, nú áttu þær að vera aðlaðandi, vinsamlegar eða heim- spekilegar. Milan hóf að færa frásögur inní verk sín og oft unnum við myndir saman. Fundur okkar markaði nýtt upp- haf í list minni. Málverk okkar þróuðust og það kom alltaf eitthvað nýtt fram í hverri mynd. 24

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.