Teningur - 01.01.1987, Blaðsíða 27

Teningur - 01.01.1987, Blaðsíða 27
A-bomba, 1981 Gruppe Normal „Gruppe NORMAL" málverkin voru máluð og úthugsuð snemma á átt- unda áratugnum. Tíu árum seinna þegar við komum upp á yfirborðið urðu þessi málverk fræg. Þá hafði „Gruppe NORMAL“ í raun starfað í fjölda ára. Við Milan unnum mjög náið saman í eitt og hálft ár, en þá flutti ég til Núrnberg. Við héldum samt áfram góðu sambandi okkar á milli. Svo á árunum ’77 og ’78 unnum við saman á ný og seinna bættist Jan Knap í hópinn þegar hann kom frá Ameríku. Jan Knap þekkti ég á YIUP árunum, en hann fluttist þá til New York. Hann vann eitthvað þar, þó frek- ar lítið, en það var í sama anda og hjá okkur Milan. „Gruppe NORMAL" var svo formlega stofnuð ’79. Þá fyrst var tekið eftir verkum okkar. Þessir nýju straumar voru þá líka að koma fram, aðallega frá Köln og Berlín. Nýja mál- verkið eða „die neue Wilde“ eins og það var kallað. Einhvern veginn vorum við í ,,NORMAL“ álitnirvera hlutiþess. Pað var mjög gott fyrir okkur. Við vorum ekki lengur úti í kuldanum. Milan hefur alltaf fylgst vel með því sem er að gerast í listaheiminum svo það má vel vera að hann hafi séð það fyrir að þetta væri rétta augnablikið fyrir okkur til að koma upp á yfirborðið. Milan átti hugmyndina að stofnun hópsins, en þó var þetta ekki einhver klúbbur til að komast til frama. Fyrir listaheiminum bárum við enga virðingu. Við vorum sannfærðir um að okkar leið væri sú rétta. Eg held að núna hafi „Gruppe NORMAL” málverkið verið þróað til fulls og fyrir mér er það búið. Ég gæti haldið áfram en það yrði bara fram- leiðsla. Ég vil frekar breyta til og gera eitthvað annað. Auðvitað kemur það til með að líkjast því sem ég hef gert áður, en þessa hreinu "Gruppe NORMAL” aðferð get ég ekki lengur notað. Það gildir annað um Jan Knap. Hann notar „Gruppe NORMAL" stílinn og hug- myndina sína í trúarlegum myndum. Hann er nokkurs konar prestur og mál- verkið er honum leið til að breiða út fagnaðarerindið. Einhvern veginn er Jan Knap eini „Gruppe NORMAL” málarinn sem stendur. Milan var alltaf að leika sér með stflbrögð og tísku og gera tilraunir svo hann vann aldrei full- komlega í „Gruppe NORMAL” andan- um. Ég var um tíma hreinræktaður „Gruppe NORMAL” málari og vann þá af sannfæringu og ábyrgð úr þeim hugmyndum. Neðanjarðartölvulist í dag er ég ennþá að leita og gera tilraunir. Ég er óviss um framhaldið. Pegar ég kem aftur heim frá íslandi verður verkið sem ég vann fyrir neðan- jarðarlestarnar í Núrnberg tilbúið. Ég held að það verk hafi heppnast vel. Brautarstöðin sem ég skreytti er í nánd við sjónvarpsturninn í Númberg. Ég gerði mynd af turninum og á henni lagði ég hann niður láréttan. Ég geri það oft í málverkum mínum að beygja landslagið eða snúa upp á það. Tuminn passar mjög vel þarna inní. Öðmm megin sést turninn að degi til og bendir í þá átt sem lestin fer þeim megin og hinum megin er nótt og turninn bendir í hina áttina. Veggirnir eru um lOOm langir og 6m há- ir. Myndirnar eru gerðar úr venjulegum baðherbergisflísum og ég notaði tölvu til að hluta þær niður fyrir mismunandi liti flísanna. Fað er mjög hentugt að nota 25

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.