Teningur - 01.01.1987, Blaðsíða 28

Teningur - 01.01.1987, Blaðsíða 28
Burtreiðar, 1981 tölvu til að gera flísaverk. Mósaíkverk nú á tímum líta út eins og Pacman teikn- ingar. Tölvu hafði mig dreymt um að eignast frá því að ég var unglingur og nýlega lét ég verða að því að kaupa eina. Ég var ekki sérstaklega að hugsa um listsköpun þegar ég keypti hana, en hún hefur veitt mér mikinn innblástur. Ég veit ekki með vissu hvort sá innblastur muni nokkurn tíma hafa bein áhrif á list mína. Ég leik mér. Mitt gamla stærðfræðigrúsk tengist tölvunni og ég velti fyrir mér mötun hennar, stýrikerfi, öllum hugmyndum um gervigreind og hvernig vélar hugsa. Ég notaði tölvuna við verkið á Brautar- stöðinni og nýlega var mér úthlutað því verkefni að skreyta Pósthúsið í Núm- berg. Þegar ég skoðaði bygginguna sá ég að ég gat ekki gert fígúrutíft verk eins og á Brautarstöðinni. Ég vildi gera eitthvað ólíkt öllu sem ég hafði gert áður. Nú ég var að hugleiða þetta verkefni og jafn- framt að leika mér að tölvunni og fannst þá spennandi að láta tölvuna vinna verk- ið upp á eigin spýtur. Listsköpun tölvu er hrein konseptlist. Pað er ekki til neins að gera venjulegar myndir með tölvu. Þá er betra að hafa blýant og blað. Ég er ekki hrifinn af þess konar tölvulist. ,,Hugsun“ tölvunnar sýnir inní kaldan, hreinan og beinan heim upplýsinga hennar. Fyrir Pósthúsið lét ég tölvuna skapa munstur eftir formúlu. Ég mataði hana með nokkurs konar Dúringvéla formúlu sem er stýrifræðileg. Það verður hægt að sjá þróun munstursins á veggn- um. Formúlan er ekki sýnileg, en þú sérð eitthvað sem hlítir ákveðnum lög- málum. Það er einhvers konar gáfulegt munstur þarna, og svo er myndin sett saman úr þessum venjulegu baðflísum. Verkið verður fullfrágengið næsta vetur. Síðustu vikurnar áður en ég kom hing- að rannsakaði ég svokallaö „Mandel- brot mengi“. (Mandelbrot er bandarísk- ur stærðfræðingur). Þar er hægt að sjá hvernig ákveðnar tölur og formúlur þró- ast þegar þær eru aftur og aftur reikn- aðar með þeim sjálfum, þ.e. útkoman er tekin og reiknað með henni aftur og aft- ur. Tölur þróast mjög ólíkt, sérstaklega flóknar tölur. Eftir nokkrar aðgerðir verða sumar tölur mjög lágar og aðrar verða fljótt óendanlegar.Þetta getur tölvan sýnt með teikningu og sýnir þá sína vélrænu hugsun. Með teikningunni verður þetta augljóst og um leið áhugavert. Það verður líka augljóst að þessar reglur er líka að finna í náttúr- unni, alls staðar. „Mandelbrot mengi“ og „fractal” rúmfræði er hin raunveru- lega og náttúrulega formfræði, en ekki venjulega, afstrakat formfræðin. Svona teikning held ég að sé besta og raunveru- legasta afstraktlist sem fyrir finnst. Þá er ég ekki bara að tala um hugmyndina heldur líka sjálfa teikninguna sem er sér- staklega fögur. Einmitt nú meðan ég dvelst á íslandi er tölvan mín að vinna svona teikningu. Það mun kannski taka hana þrjár til fjórar vikur að klára hana, en útfærslan er mjög nákvæm því hvem einasta punkt þarf að reikna út með mínu heimskulega forriti. (Ég er bara byrjandi í tölvumötun). Áður hef ég látið tölvuna vinna grófari útgáfur af þessu. Landslagsmálverk og gull- gerðarlist Ég er enn að skrifa niður stærðfræði- hugmyndir mínar. Þetta eru ekki hin hreinu vísindi eins og í vísindaritum. Ég reyni að vera vísindalegur, en er samt ekki hræddur við að bæta inní þáttum úr lífinu, utan vísindanna. Skrif mín hafa yfirbragð gullgerðarlistar. Gjarnan vildi ég koma þessu frá mér á skilmerkilegan * hátt. Ég hef skrifað mikið, en er langt frá því að klára. Þetta eru allt brot sem ég á eftir að tengja saman. Ég hef ekki hug- 26

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.