Teningur - 01.01.1987, Blaðsíða 30

Teningur - 01.01.1987, Blaðsíða 30
Jón Hallur Stefánsson ISKLEFINN 1 Frostmark blóðs er 37° á selsíus og án efa fer það hækkandi með tímanum sem líður mig og ég hann: tvær ísnálar stoppa í göt hjartans og staðfesta grunsemd mína. Spurning um aðlögun og storknunartíma en einsog hugur manns sé vatnslás og hlekk vanti í keðjuna: enginn nálgast enginn kemur að sjá mig einsog litla músin hafi nagað burt augnlokin og ísnálarnar saumi ei nú sem skildi. Ég gæti verið staddur á óupplýstri hraðbraut með þumalinn í munnvikinu eins og bleikan vindil eitthvað inni í mér bráðnar það er blóðbragð uppi í mér nístandi kastljós negla mig stífan meðan öskrin bruna framhjá eitt og eitt. Égsé andspænis mér vegg af rauðum ís rauðu krapi stundum dansa íbúarnir upp að andlitinu á mér og brosa kalt eru kannski karlar í krapinu. Á handleggnum kvíslast æðaréggæti eins verið einmana marmaradrengur snertu mig snertu útlimi mína og innyfli ef að þú getur og vilt. Nei þetta er útsýnisturn ekki athvarf það er rangt að úrin séu fiskar á þurru landi hér og hrygni í hjörtun án afleiðinga ég er barn míns tíma annað foreldrið óliðið hitt að baki 8 Feigur gæti ég aldrei snúið héðan aftur úr klefanum ég kem hér öðru hvoru íshrönglið er ögn auðveldara viðfangs í sýnilegri myndum sínum. Ég sagði snertu kvik augun óblind einsog loklaus á þessu andartaki hér alltaf og hvarvetna getur að líta vesældarlegt hringl þeirra í tóttunum. 28

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.