Teningur - 01.01.1987, Page 30

Teningur - 01.01.1987, Page 30
Jón Hallur Stefánsson ÍSKLEFINN 1 Frostmark blóðs er 37° á selsíus og án efa fer það hækkandi með tímanum sem líður mig og ég hann: tvær ísnálar stoppa í göt hjartans og staðfesta grunsemd mína. 2 Ég gæti verið staddur á óupplýstri hraðbraut með þumalinn í munnvikinu eins og bleikan vindil eitthvað inni í mér bráðnar það er blóðbragð uppi í mér nístandi kastljós negla mig stífan meðan öskrin bruna framhjá eitt og eitt. 3 A handleggnum kvíslast æðar ég gæti eins verið einmana marmaradrengur snertu mig snertu útlimi mína og innyfli ef að þú getur og vilt. 4 Feigur gæti ég aldrei snúið héðan aftur úr klefanum ég kem hér öðru hvoru íshrönglið er ögn auðveldara viðfangs í sýnilegri myndum sínum. Spurning um aðlögun og storknunartíma en einsog hugur manns sé vatnslás og hlekk vanti í keðjuna: enginn nálgast enginn kemur að sjá mig einsog litla músin hafi nagað burt augniokin og ísnálarnar saumi ei nú sem skildi. 6 Ég sé andspænis mér vegg af rauðum ís rauðu krapi stundum dansa íbúarnir upp að andlitinu á mér og brosa kalt eru kannski karlar í krapinu. 7 Nei þetta er útsýnisturn ekki athvarf það er rangt að úrin séu fiskar á þurru landi hér og hrygni í hjörtun án afieiðinga ég er barn míns tíma annað foreldrið óliðið hitt að baki 8 Ég sagði snertu kvik augun óblind einsog loklaus á þessu andartaki hér alltaf og hvarvetna getur að líta vesældarlegt hringl þeirra í tóttunum. 28

x

Teningur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.