Teningur - 01.01.1987, Blaðsíða 35

Teningur - 01.01.1987, Blaðsíða 35
utan öll hin sem fóru í vaskinn. Hvert andartak hlaðið hlátri gráti orðum and- köfum andvörpum upphrópunum. Allir sem ýttu á takka kveiktu á útvarpi slökktu ljósið horfðu út um glugga. Hvað skyldu margir vera að sleikja frí- merki akkúrat núna? Samt færð þú aldrei bréf. Af því að þú ert bara einn af milljörðum og af þessum milljörðunt ert þú sá eini sem ert þú.“ Sem síðasta dæmið um andstæður ætla ég að birta ljóð úr ljóðabókinni , ,Splunkunýr dagur“ sem Pétur Gunnars- son sendi frá sér árið 1973: P langa þunga saga lífsem streymir fram kviknað aftilviljun og við sem komum útúr myrkri dul og við sem stigum þennan dans hvort her að staldra við livort her að gera stanz hvarskal taka mið? sá sem slær tóna hversdagsins er skáld ... grjót sem ttrðu hallir hallir sem ttrðii grjót vœntirðu ekki neins? þrír milljarðir ára og hér ert þú ekki hoppa útum gluggann ekki vera nár ekki vera fár lykillinn er í augum barnsins í harnsins augum tár Myndmálið Notkun Péturs Gunnarssonar á myndmáli á vafalaust mikinn þátt í vin- sældum bóka hans. Hann notar oft lík- ingar og ntyndhverfingar og þá oftast í þeim tilgangi að gera eitthvað dautt lif- andi þ.e.a.s. persónugervingar. Dæmi um þetta er meðal annars að finna í Sagan öll þar sem kommóðan fær gubbupest og tannburstinn, sápan vatnskraninn o.fl. lifna við á sama hátt og gerist í ævintýrum H.C. Andersens. Loks er að nefna enn eina tegund af myndmáli sem höfundur notar oft en það er þegar hann gerir huglæga hluti að hlutlægum fyrirbærum þannig að flókið samhengi umbreytist í einföldu mynd- máli: ,,Einn góðan veðurdag kviknarðu í blá- ókunnri konu. Fyrst er eins og þú ætlir að verða frímerki, svo fiskur, næst eðla, síðast lamb. Loks birtistu í gerfi gamal- mennis, ókunnar hendur klippa á nafla- strenginn og kaupmenn og húsabraskar- ar hafa klófest þig fyrir lífstíð.“ (Punktur punktur komma strik). ,,Kannski var líf hans að hefjast fyrst núna, því eftir á er bemskan eins og filma sem Ijós hefur komist í og það er bara ein mynd alveg heil.“ (Punktur punktur komma strik) ,,Andri hafnaði formbyltingu skáldsög- unnar. Nýskáldsagan var eins og hús í byggingu, gryfja hálffull af vatni og ónaglhreinsað timbur dreift um lóðina, þjark við iðnaðarmenn. Lesandinn tek- ur sér ekki bók í hönd til að hafna í byggingavinnu.“ (Persónur og leik- endur) ,,Hver er meðgöngutími karakters? hugsaði Andri.“(Persónur og leikend- ur) ,,Skapið í pabba eins og frumskógur, aldrei að vita hvenær stekkur út úr honum ljón, (...). Pabbi er eins og bil- aður boðháttur." (Sagan öll) Dæmin hér að ofan um það hvernig fyndnin ersett fram ,,tæknilega“ séðeru að sjálfsögðu aðeins lítið sýnishorn. Ég tek það sérstaklega fram að fyndni er ekki aðeins viss tækni heldur er hún oftar fólgin í óvæntu sjónarhorni, falin á milli lína eða einhvers annars staðar og þarf þannig alls ekki að vera afmörkuð stærð eða ein tegund myndmáls. A sama hátt er óæskilegt að myndmál- ið sé tekið út úr samhengi sínu íbókinni. Það er ekki nóg að líkja sálinni við kart- öflu til þess að úr því verði mynd. Það verður einnig að búa til ákveðið rými sem myndin er hluti af og þetta rými verður að tengjast ákveðnu andrúms- lofti og persónum og vera hluti af einhverri atburðarás. Þessi umfjöllun um hinar ýmsu kenn- ingar um eðli og stíl fyndninnar hófst með spurningunni: hvað er fyndni? Það liggur í hlutarins eðli að fyndninni er alls ekki hægt að gera skil á einhlítan hátt. Þess vegna er engin þeirra skilgreininga sem hafa verið nefndar í þessari grein algerlega fullnægjandi og allar vé- fengjanlegar á einn eða annan hátt. Ég á við að það sé alveg örugglega hægt að finna einhverja tegund fyndni sem passar alls ekki inn í áðurgefna ramma. Eða sagt á annan hátt, hversu góð sem skilgreining á fyndni getur orðið þá er alltaf hægt að gera grín að þeirri skil- greiningu. Fyndnin á þannig alltaf síð- asta orðið. Sá hlær best sem síðast hlær, málið snýst um að færa út mörkin. Það er nefnilega ekki hægt að snúa málshættin- unt við og segja: sá grætur best sem síð- ast grætur. Fyndni sem afstaða Við getum komist hjá þeim vanda sem við höfum lent í við tilraunir okkar til skilgreiningar á fyndninni með því að segja að fyndni sé spurning um sjónar- horn eða fagurfræði. Þó ber að varast að líta á fyndnina einsog gleraugu sem maöur setur upp ætli maður sér að skoða heiminn, gleraugu sem lita heiminn og gera hann fyndinn. Þvert á móti ætti að líta á fyndnina sem sjálfa sjónina, grund- vallandi og persónuleg aðferð til að skoða heiminn. Fyndnin er ekki eitt af 33

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.