Teningur - 01.01.1987, Blaðsíða 41

Teningur - 01.01.1987, Blaðsíða 41
Jón Egill Bergþórsson UPPSKERUTÍMI Það glampar á viftublöðin eins og höggvandi sveðjur. Þér fellur í hug uppskerutími... Kaffikrúsir og bjórglös tæmd öskubakkar fullir. Utum gluggann sérðu nóttina koma undarlega þúnga og heita með fjarlægum skruðningum ...uppskerutími og veikburða með ótta í augum staulast útúr veitingastaðnum úti mollulegt haustið fallandi laufblöð sem fjúka um svartar götur hleypur fáklæddur undir ólgandi veðurhimni skuggi á götunni. borgin spríngur nóttin flæðir inní þig æðir áfram óttast að inní f jarlægt hús þitt á þessari nóttu sé hann kominn » SKUGGI þjófurinn. eirðalaus ráfandi skuggi þinn einmanalegur í þúngri birtu ljósa umvafinn ángrandi niði líkt og flöktandi brotinn á hrjúfri steypu götu og stéttar læstur við neðsta flöt en skyndilega í þessu þúnga skini rís hann upp gegnum götuskvaldrið sterkur og ógnvekjandi. Á eftir honunt dregst þú inní nýjar óvæntar veraldir einsog skuggi. ATRIÐIVIÐ BAR sit við barinn held ég fast um glas staðnum tilheyrandi hlutir og fólk og ég þama brotinn milli glasa og flaskna hálfra endalaust framandi öllu þarna inni. held fast skil ekki hreyfingar fólksins tal og bros þess afskipta angan tómur og týndur í þessu öllu gersamlega laus við snertingu. þúngur níðþúngur á stól umvafinn vafurloga ljósa tóna hreyfinga tals horfi í gegn heyri glas brotna finn dofinn sársauka læsast um mig. 39

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.