Teningur - 01.01.1987, Blaðsíða 43

Teningur - 01.01.1987, Blaðsíða 43
SONNETTA Trélímshvítir drjúpa dagar mínir, þá dagar uppi í taum á miðju þili, á hillunni eru hjólaskautar þínir, heldur en ekki mannlausir í bili. Vel finnst það á hve Bleik er brugðið mikið, en birtan yfir minningunum dofnar. í hverju spori stígur hann á strikið á stéttunum og munstrið gamla rofnar. Mér finnst ég vera nykur nokkurs konar sem neitað er um viðeigandi skeifur.i Eða bjarndýr Hjörleifs Hrómundssonar, hundelt... (sá sem náðist var þó Leifur!) Jú, bananahýðum brautin mín er stráð, en bil á milli þó ef að er gáð. ÞYKKNI Veður var grátt og fremur þykkt og bar fátt til tíðinda fyrr en undir kvöld er skyndilega fór að rigna blóði. Enginn tók þó eftir því nema við sem þekkjum bragðið. En Grámann og Spámann sögðu við Jámann: I dag er veður til að túlka 41

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.