Teningur - 01.01.1987, Blaðsíða 44

Teningur - 01.01.1987, Blaðsíða 44
Lífsgleðin á grunnplaninu Guðmundur Andri Thorsson og Páll Valsson ræða við Einar Má Guðmundsson Við byrjuðum á því að tala um Ijóða- bækur Einars Más sem komu út á árun- um kringum 1980, við hverju varhann að bregðast, hvað var að gerjast íhonum? Það er nú orðið dálítið langt síðan og ljóðin voru lengi í hausnum á mér áður en þau fóru á pappír, það er semsé dálít- ið erfitt að rifja upp hvað maður var að hugsa. Og ég hafði mikið ort áður en ég orti þau sem ég seinna birti. Ég hef logið því að þau hafi orðið fimmhundruð. Pað eru kannski ýkjur en þau voru mjög mörg og þetta er allt til í kössum. Mest af því er bergmál af þessu sem ég féll fyrir, áður en maður finnur sinn eigin tón þá bergmálar maður tón annarra. En svo kom ákveðið augnablik þegar mér fannst ég finna minn eigin tón og það er kannski hægt að skýra út frá þeim menn- ingarlegu aðstæðum sem þá ríktu. Það var viss togstreita milli þess kúltúrs sem mín kynslóð ólst upp við, poppsins og þess alls, og svo á hinn bóginn hákúltúrs- ins, módernismans. Vandinn var að finna jafnvægið þarna á milii, gera hið óskáldlega skáldlegtsemsé að flytja þann veruleika sem við blasti inní póes- íuna. Svo fór maður að uppgötva skáld- skapinn hjá svona fuglum einsog Dylan í þessari músík sem áður hafði svifið sem stemmning milli eyrnanna. Mikið af poppóesíunni- þá var allt í einu komið fram úr ljóðlistinni sem var á boðstólum í bókabúðum. Og saman við þetta rann einhvernveginn að ég var að stúdera Eliot og lesa Rimbaud, Baudelaire og aðra brautryðjendur nútímaljóðlistar- innar. Þá var ég líka upptekinn af seinni tíma ljóðlist, höfundum einsog amerí- kananum Allen Ginsberg og bretanum Brian Patten sem báðir hafa verið kall- aðir beat - skáld. A þeim tíma sem ég var að byrja má heldur ekki gleyma pönkinu sem í upphafi sínu gaf tímunum alveg nýtt jarðsamband... já þessi fáu augna- blik sem koma með vissu millibili þegar fjöldamenningin stígur útúr glansbún- ingnum... Og hvað ljóðlistina varðar þá var ég einnig í ljóðakúrsi í nútímaljóðlist hjá Sigfúsi Daðasyni og það var slíkt andlegt ball að ég veit eiginlega ekki hvað á ég að segja... Varstu í uppreisn? Mér fannst margt af þeirri ljóðlist sem var á kreiki hér um þessar mundir vera á tungumáli sem næði ekki að tjá tilfinn- ingar ljóðsins, eða réttara sagt: ljóðlistin náði ekki að tjá tilfinningalíf samtímans. Myndmálið orti sig sjálft, líkingarnar all- ar eins, og hugmyndaheimurinn vægast sagt fábrotinn. Mér fannst að það þyrfti smá andlega hnefaleika í þetta, meiri slagsmál og baráttu í ljóðin sjálf, ekkj allt þetta fýrirsegjanlega einsog birtist í svo miklu af pólitísku ljóðlistinni sem nærðist á myndmáli algjörlega án slag- krafts. Og hið svo kallaða opna ljóð höfð- aði aldrei til mín, enda opna ljóðið frænka nýraunsæisins í skáldsögunni. Jón úr Vör hafði gert hversdagsleikann átakanlegan með aðferðum sínum eins- og í Þorpinu - þar var spenna í efninu. Hitt var minna spennandi að segja að allt væri spennandi. Hvernig komu atómskáldin inní þetta? íslenskur módernismi í ljóðagerð er seint á ferð í evrópsku samhengi og af því hann kemur eftir stríðið, eru félags- leg element fyrirferðarmeiri í honum en annarsstaðar - ég vil segja sem betur fer - og það segir kannski sína sögu um alþýðlegan og jarðbundinn karakter þess- arar ljóðlistar að einn glæsilegasti full- trúi hennar, Stefán Hörður Grímsson, var sjómaður og sundkennari. Enskir módernistar á sama tíma voru margir hverjir andlegir lordar. Af íslensku módernistunum las ég mest Stefán Hörð, Sigfús Daðason og Hannes Sig- fússon. Ég las líka ljóð Thors og Guð- bergs, unga reiða menn einsog Dag og fleiri og fleiri... Kassaljóðin sem ég talaði um áðan voru mest ort upp úr eirðarleysi og sál- rænum krísum og veseni, síðan lentu þau í díalóg við minn heim, pólitíkina. En mótmælaljóðlistin höfðaði ekki til mín, mér fannst hún of billeg, ég varð að finna eigin tón þarsem innri spenna ljóðsins fengi að njóta sín og sameinast síðan krítík á hinn ytri veruleik. Þarna voru uppgjörsl jóð við sjálfan mig og einhver ja 42

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.