Teningur - 01.01.1987, Blaðsíða 45

Teningur - 01.01.1987, Blaðsíða 45
hópa og hinsvegar ákveðnar yfirlýsing- ar. Ég féllst á að ljóðið væri bara það sjálft, en mér fannst samt ekki að það þyrfti að vera meiningarlaust; þama á milli þurfti að vera togstreita. Ort í Breiðholtsstrætó Stefið í fyrstu ljóðunum kemur ef til vill gleggst fram í titlinum, Sendisveinn- inn er einmana, einsemdarhugtakið. Sá sem á að hafa samband við fólk er ein- mana; leitin að leið útúr einmanaleikan- um er kannski bara staðfesting á honum. Var þetta stefenn í Róbinson Krúsó? Þar var það ósamræmið milli ljóðsins og veruleikans ekki síst í baráttuljóðun- um, öllum frystihúsaskáldskapnum þar- sem sjónarhornið var bundið við ein- hvern sem var þarna bara í sumarleyfi. Andspænis þessum veruleika voru sett upp einhver gildi sem rímuðu ekki við hann. Astar- og einsemdarkveðskapur- inn hinsvegar var orðinn að stöðnuðum klisjum: eilífðin í augunum og sand- kornið á ströndinni. Atómljóðlistin var orðin úrættuð og allur þessi heimsenda- kveðskapur þarsem hcimurinn endaði af sjálfu sér, þarsem uppgjöfin var jafn sjálfsögð og átakaleysið í skáldskapnum. Kunningjahópurinn hafði líka sín áhrif, Einar Kára og Sigfús Bjartmars og fleiri. Það fór ekki hjá því að menn sætu og gerðu grín að þessu gamla. Þegar menn eru að leita að nýjum tón þá hafna þeir ýmsu á digurbarkalegan hátt, snúa útúr hefðinni; Einar Kára orti upp úr Dymbilvöku: ,,Ég sem á ekki krónu...“ Og svona var mórallinn. Stuttu Ijóðin. Varstu undir áhrifum Brautigans? Jú, Brautigan fékk nútímaveröldina svo skemmtilega inní þetta form. Stutt ljóð, á yfirborðinu bara flipp en kannski þrungin merkingu undir niðri. Jú, jú, Brautigan hafði áhrif á mig, enda er ég ákaflega áhrifagjarn og fæ það alveg á heilann sem ég fell fyrir. En svo var það líka hrifning manns á einstökum setning- um í bókmenntaverkum, eitthvað rugl sem maður heyrði fólk segja og dýrkun- in á frasanum. Ég sat á hverjum degi löngum stundum í Breiðholtsstrætó og setningar í löngu ljóðunum kviknuðu á þeirri leið. Maður hafði líka reynslu úr pólitíkinni að svara fyrir sig í frösum og slagorðum. Mér fannst ákveðinn rokk- andi í því, viss freisting, kannski brand- ari sem verður sagður aðeins einu sinni. Síðan fluttirðu til Köben? Já. Og þá var ég með ljóðin í smíðum og vann þau upp þarna úti. Kláraði þrjár bækur. Umhverfisskiptin höfðu áhrif - ég fékk nauðsynlega fjarlægð og gekk ákveðnar til verks. Og þá urðu til ný kvæði. Ég orti þessar bækur allar á svip- uðum tíma og hugsaði þær sem trílógíu, þannig að það var misskilningur þegar menn töldu að ég hefði þroskast þegar sú síðasta kom út. Ég gaf tvær þær fyrri sjálfur út og kom heim til að selja þær, en hafði áður fengið neitun frá forlagi. Það fór miklum sögum af sölu- mennsku þinni... Jú... En það var engum bannað að segja nei. Hinsvegar var þetta spurning um að duga eða drepast, ég varð að selja þetta til að geta haldið áfram. Og það tókst. Þær seldust vel. En það er hreinn ntannorðsþjófnaður að segja að hörð söluntennska hafi ein gert útslagið. Ég var á réttum tíma. Þarna voru 36 pönk- hljómsveitir starfandi í Reykjavík, Gervasonimálið var í gangi og hiti í póli- tíkinni, þar voru eilífar samkomur þar- sem maður hitti hálfa símaskrána. Ég gekk í þetta einsog hörku vinnu: byrjaði á bílaverkstæðunum á morgnana og endaði á börunum á kvöldin, ég var aldrei að selja ákveðnum hópi. Þetta var góður tími og maður lenti í miklum sam- ræðum og heyrði margar góðar sögur og ég skemmti mér vel. Mér fannst einsog fólk skildi þetta, tildæmis stuttu ljóðin, það sá í þeim eitthvað annað en sand- kornið á ströndinni. 43

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.