Teningur - 01.01.1987, Blaðsíða 48

Teningur - 01.01.1987, Blaðsíða 48
menningarsaga sem aldrei var skráð og sú menning sem í henni er mun ábyggi- lega ekki komast inní Sögu íslands. Ég skil söguna ekki sem einhverja atburði í tímatalsröð heldur samskipti mann- anna, og þá er leikur krakka á útjaðri heimsins ekkert ómerkilegri en styrjöld eða einhverjir fundir. Sá skilningur sem lagður er í sögu í kringum okkur er emp- írískur, andinn skiptir aldrei máli, til dæmis í nútíma fréttamennsku, þetta eru bara einhverjar misvel leiknar upp- ákomur. Og þar kemur skáldskapurinn til skjalanna. í gegnum þessa stöðu fær hann hlutverk sitt í nútímanum. Togstreita hugar og heims Eftirmáli regndropanna. Bernskar stílöfgar? Fyrir mér á textinn að vera sjálfum sér samkvæmur. Þegar um groddaraunsæi er að ræða - sem ég frábið mér ekki að öllu leyti - þá þarf textinn að hafa sem allra mest jarðsamband. Óraunsæið krefst raunsæis í stíl. I Riddurunum er sparkað útfyrir textann, drengsálin getur frekar sagt það sem hún vill. Hérna er aftur á móti reynt að vefja textann inní þann heim sem verkið gefur sér. Það hefur heyrst að þetta séu hara stíl- eefingar, stíllinn sé mikið virki utan nm litla sögu... Það er náttúrulega asnalegt að fara að verja þessa bók en ég lít á stílinn sem órjúfanlegan þátt í allri byggingunni. Einsog ég hugsaði þetta, þá vindur þarna fram mörgum sögum í einu. Ég greini ekki í sundur stíl og sögu. Ég þarf þennan stíl til að segja þessa sögu, og öfugt: þessi saga þarf á þessum stíl að halda. Sagan er þannig jafn stór og stíll- inn. Og þegar þú tengir saman fortíð og samtíð þá þarf maöur þessa vitund nú- tímabókmenntanna. Það er ekkert spennandi að skrifa þjóðlegan fróðleik og fornsögur á þeirra eigin forsendum, viö höfum ótal dæmi af slíku. Ég viður- kenni ekki textann fyrr en hann stendur á eigin fótum og sagan er samin þvers og kruss þar til mér finnst hún ganga upp. Hinsvegar er auðvitað í öllum skáldsög- um nokkuð sem kalla má ,,rödd sögunn- ar“ og það getur verið vandamál fyrir einhverja að fallast á hana. Þeir sem lesa Riddarana frá því sjónarhorni að þeir séu að lesa sögu um greind eða greindar- skort sex ára barna fara vitanlega í geit- arhús að leita ullar. Stíllinn er einsog verið sé að kapp- rœða, reyna að sannfæra lesandann um eitthvað. Textinn á alltaf í deilum við sjálfan sig og ég vona að lesandinn taki þátt í þeim deilum. Kannski kemur þetta ómeðvit- að að einhverju leyti, þessar innbyrðis erjur. Þótt enginn segi söguna er hún stundum margradda, hún er skoðuð út- frá ýmsum sjónarhornum einsog til dæmis sjónarhorni tímakennslubarn- anna, prestsins, söðlasmiðsins, draug- anna og skrúðgarðsvarðarins. Og liver skilttr heitninn þá á sinn hátt eðahvað? Já, menn bæði skilja hann og misskilja og textinn gefur oft upp tvo möguleika sem eru samofnir í eitt, bæði skilning og misskilning. Svo dæmi sé tekið stendur Daníel prestur andspænis draugunum hjá kirkjuklukkunum, en þegar það líður yfir hann kviknar ljós inní svefnherberg- inu. Og draumar, stundum verða þeir að veruleika. Textinn er þannig forspár. Og fyrirboðarnir koma inní nútímann, en nútíminn misskilur fyrirboðana. Og svo framvegis... A blaðsíðti 66 stendur: ,,Fttrðar sig nokkur á því þó stundum virðist sem að eftirá sé allt hara plat, lygi ranghugmynd- ir og plat, líktog vertdeikinn sé bara sjón- hverfing sem öðru hverju tendrast í aug- um eða skröksaga horin á milli manna á hlettóttum tungum, skröksaga þar sem jafnvel hið óraunverulega reynist satt á meðan hið sýnilega gufar upp“. Er þetta nokkuð tilbrigði við platónisma? Þetta liggur kannski í togstreitu hugar og heims einsog hún kristallast í kaflan- um um skrúðgarðsvörðinn og reyndar fleiri köflum þarsem draugarnir koma við sögu: hvað gerist í heimi og livað gerist í huga. Þetta er sú hugsun að veruleikinn sé ekki bara hlutlægur ytri veruleiki óháður huganum heldur um leið tilbúningur hugans, í ótal tilfellum getur veruleikinn semsé verið hvort- tveggja. Það er þessi togstreita sem alltaf er verið að velta fyrir sér í þjóðsögunum. Og einsog í þessu með menningarsöguna í Vængjaslættinum þá er ég í Eftirmál- anum að velta fyrir mér þeirri sögu sem hugurinn og andinn eiga sér ekkert síður en atburðir með ártölum. Þú getur tekið atvik, vakið það upp og sett inn í nýtt samhengi... Einsog til dæmis þegar þtí tekur Eróð- árundrin úr Eyrhyggju og setur í þessa hók eða lætur blóðboga standa útúr eyr- unum á persónum? Já, þetta er ekki bara vísun í arfinn sem allir eiga að þekk ja heldur á þetta að virka í sögunni, standa sjálft. Ég ætlast 46

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.