Teningur - 01.10.1989, Blaðsíða 6

Teningur - 01.10.1989, Blaðsíða 6
- Þaö er einsog orö þín komi sjálfum þér í oþna skjöldu? - Að mörgu leyti hefur mín kynslóö verið tekin í bakaríiö. Viö lifum á mjög undarlegum tímum, í heimi sem er svo gjörólíkur því sem viö höföum ímyndað okkur að hann yrði. Allar framtíðarspár okkar hafa gert okkur aö fíflum. Ég hélt aö velferðarríkið mundi festast æ betur í sessi, aö kap- ítalisminn mundi líða undir lok. En nú einkennist ástandið af thatcherisma og reganisma, kapítalisminn hefur tekiö fjörkipp. Ríkidæmið og velferöin eru meiri en viö höföum reiknað meö. Þá má ekki gleyma því aö friðarhorfur eru betri. f dag snúast hin félagslegu vandamál um samband kynjanna ... Hvorki kommúnisminn né vinstrihreyf- ingin hafa verið fær um aö benda á valkost fyrir framtíðina. Allt þetta veldur því aö rithöfundar dagsins í dag snúa baki við þeim vandamálum sem modernisminn og skáldsögur eftirstríösáranna næröust á. Þá var málið aö endurskapa stríðshrjáðan heim, finna fótfestu. Nú búa menn sig undir að verða borgarar næstu aldar og leita aö nýjum pólitískum og tilvist- arlegum tjáningarformum, formum sem hæfa þessum nýja tíma. Þetta sést einnig í fræöilegri umræöu, til dæmis í því hvaö heimspeki skiptir litlu máli í dag. Niðurrifsstefnan (Dekonstruktion) er bara skuggahlið heimspekinnar. Viö erum í biðsal. Viö bíöum eftir að öðlast vitneskju um hvert skal halda. Á meðan leitum viö. - Ég veit ekki hvort hægt er að oröa spurninguna þannig, en hverjir hafa þá leitt bókmenntaþróunina inn á þessa braut? - Ef ég ætti að búa til persónulegan lista væri Gabriel Garcia Marquez sjálfkjörinn fulltrúi fyrir allt það sem gerst hefur í Suöur - amerísku skáld- sögunni ... - En hvað meö þá tilhneigingu, sem er greinileg bæöi hjá Gabriel Garcia Marques og Vargas Llosa, aö í sein- ustu verkum sínum hafa þeir snúiö aftur til hefðbundnari söguforma? - Þegar ég nefni Marquez á ég einkum við fyrstu bækurnar hans. Þaö eru þær sem hafa haft mest áhrif, ekki Malco/m Bradbury síst á aöra höfunda. Þannig hefur það alltaf verið. Þaö er hinn ungi Heming- way sem er skiptir máli þegar Hem- ingway er annars vegar. - En haltu áfram meö listann. - Italo Calvino hefur lengi veriö í uppáhaldi hjá mér. Verk hans skipta þróun samtímabókmenntanna miklu máli. Það sem hann virðist gera er aö láta reyna á eðli frásagnarinnar í nú- tímanum. Annar höfundur sem skiptir miklu máli - og þá einkum fyrir fyrri bækur sínar - er Peter Handke. Hann skrifar um hiö algjöra rótleysi í hinu auðuga og nútímalega Þýskalandi eftirstríðsáranna. Framandleikatilfinn- ingin er mjög sterk, en ekki af því aö veruleikanum er lýst þannig heldur býr framandleikinn í málinu sjálfu, skynjuninni. Hann neyðir þig til aö horfast í augu við eðli tungumálsins, hvað þaö getur og hverjar eru takmark- anir þess. Ég vil einnig nefna Ray- mond Carver, sem nú er nýlátinn: hvernig hann meðhöndlar vandamál raunsæisins nú þegar viö setjum spurningamerki viö raunsæiö sem slíkt. Aö lokum nefni ég Milan Kund- era, þaö er sjálfgefið. Hann spyr okkur hvernig hægt sé aö lýsa tilveru sem oröin er okkur framandi, af því við erum kaffærö í orðaforða annarra. Stjórnmálamenn halda að sagan eigi sér lokatakmark en rithöfundarnir vita að svo er ekki: ímyndunaraflið tjáir þeim þaö. í bókmenntalegri sköpun Ji er sérstakt gangverk sem neitar aö sætta sig viö endanlegar niðurstööur. Framlag Kunderas er alveg einstakt, einkum ef haft er í huga aö þaö kemur frá höfundi sem frá blautu barnsbeini hefur verið innprentað hlutverk hinnar raunsæislegu skáldsögu í mannkyns- sögunni en sem út frá reynslu sinni hefur komist að þveröfugri niöurstööu. - Eru engir enskir rithöfundar sem þú vildir nefna? - Ég gæti nefnt John Fowles, aðal- lega vegna einnar bókar: Ástkonu franska liðþjálfans, sem var tímamóta- verk fyrir mína kynslóö. í þeirri sögu notfærir hann sér sjálfan grundvöll okkar - viktoríönsku söguna - um leið og hann umturnar honum. - En hvaö með kvenrithöfunda? - Frá mínum bæjardyrum séö er Iris Murdoch annar enskur höfundur sem skiptir miklu máli. Hún nærtil fólks en um leið eru bækur hennar á óvenju háu plani, heimspekilega séö. Mér finnst fyrstu bækurnar hennar, sem hún sjálf hefur afneitaö, vera bestar. Underthe nefskipti mig miklu máli. Af seinni bókum hennar mundi ég nefna The philosopher’s pupil. - Geturðu nefnt einhverja yngri höfunda sem leggja mikiö undir? - í dag eru bókmenntiryngri höfunda sérlega líflegar. Þeir viröast vera aö tengja hiö pólitíska og raunsæislega hinu fagurfræöilega og persónulega. Þetta elur af sér ný og skemmtileg «" form. Líttu á Jim Crace! Höfundarnir eru opnir, þeir fá eitt héðan og annað þaðan. Þeim finnst þeir ekki styöjast viö neina örugga hefö. Þeir líta ekki alltaf um öxl heldur nota bara þaö sem hendi er næst. - Er eitthvað annað þeim sameigin- legt? - Hið neikvæða; þaö sem þeir afneita. Allir setja þeir spurningamerki 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.