Teningur - 01.10.1989, Blaðsíða 9

Teningur - 01.10.1989, Blaðsíða 9
lan McEwan nýrýninnar: sambland ólíkra hug- mynda þar sem mest áhersla var lögö á hinar íhaldssömu hliðar modern- ismans, á Eliot frekar en Pound. Síöan kom hin málvísindalega gagn- rýni, hefðin frá Saussure og rúss- nesku formalistunum. Þá var hin bók- menntalega formgeröarstefna (strúkt- úralismi) frjó um tíma, ekki síst vegna jafn stórkostlegs manns og Roland Barthes var. Ég held aö það megi slá því föstu aö hann hafi örvaö hinar þostmodernísku bókmenntir, veriö þeim andlegur hvati, einkum og sérílagi rithöfundum einsog John Barth. Hiö áhugaverðasta kemur svo meö svonefndri niðurrifsstefnu, sem þegar öllu er á botninn hvolft er aðeins einn maður: Derrida. Áhrif hans virö- ast hafa verið minni í Frakklandi en í Bandaríkjunum. Þar hefur hann haft áhrif á marga ágæta háskólakennara en á fáa rithöfunda. Besti niðurrifs- höfundurinn er Derrida sjálfur, bækur hans eru á vissan hátt skáldsögur. En mér finnst þessi skáldskapur ekki skiþta neinu máli. Þetta eru huglæg hnignunarfræöi sem segja allt um sjálf sig meö heitinu: aö rífa niöur. Nú var.tar bara uþþbygginguna en sú rödd heyrist okki greinilega, hana vantar máliö. - Er eitthvað sem bendir til þess að sú rödd finnist? - Þaö er margt aö gerast í heimspek- inni núna sem kemur Derrida og vandamálum hans ekkert viö. Þar mætti nefna mann einsog Richard Rorty, en hann hefur enn ekki haft nein áhrif á bókmenntaumræðuna. Viö lifum á tímum andlegrar ringul- reiöar. Tímarnir minna svolítið á lok fjórða áratugarins þegar allir skil- greindu modernismann eftir sínu höföi. Allt var stútfullt af stefnum. Ég held aö nú megi búast viö íhaldssamri gagnsókn. Hún hlýtur að koma, til- raun til aö halda í þá þætti sem niðurrifsstefnan hefur grafiö undan, því sumir þeirra eru óhjákvæmilegir. Þetta sjáum við, einsog ég gat um fyrr, á þróun aldarinnar. Heimurinn er ekki sá sem viö héldum að hann yrði. í Sovétríkjunum snýst umræðan í dag um sálarlífiö og einstaklingshyggjuna. íhaldssömum menntamönnum fjölgar stööugt, einkum í Bandaríkjunum. Pólitískar umræður, sem eitt sinn ein- kenndu menntamenn New York borgar eru horfnar úr tímaritunum. Oröiö „frjálslyndur" er oröiö „klúr- yröi“. í hinu andlega andrúmslofti hafa oröiö loftslagsbreytingar. - Er þetta tákn um pólitíska íhald- semi eða er þetta nauðsynlegt gerj- unarskeið sem síðar mun fæða af sér eitthvað allt annað? - Ég held það síðarnefnda sé raunin. En rithöfundar veröa aö átta sig á aðstæðum, þeir veröa aö vita aö heimurinn lagar sig ekki aö fyrirfram- gefnum markmiðum. Viö verðum aö reyna aö skilja þann heim sem við búum í. Skáldsögur, einsog skrifaðar á sjötta áratugnum, eiga ekki viö Eng- land nútímans. Viö verðum aö sjá til þess aö hiö félagslega réttlæti lifi af. Ég held ekki aö hinn frjálslyndi arfur sé liðinn undir lok en hann veröur aö líta í eigin barm. - Þýðir þessi ringulreið, hvað bók- menntirnar varðar, að þróun skáld- sögunnar hafi ( rauninni stöðvast 1939 með „Finnegans wake“? Og hafa þá bókmenntir síðastu fjörutíu ára verið eitt skref aftur á bak til að nú sé hægt að stíga tvö skref áfram? - Nei, það mundi ég ekki segja. Þeirrar tilhneigingar varð vissulega vart eftir daga modernismans að menn klæddu nýjar bækur í gömul föt, en síðan þá hafa einnig átt sér stað fjölmargar nýjungar í skáldsög- unni. - Eru einhverjir ótvíræðir bókmennta- legir hápunktar eftir 1945? - Kannski ekki á sama hátt og Ulyss- es. Ég held líka að rithöfundar séu komnir yfir þann þankagang að ætla að reisa sér þann bókmenntalega minnisvarða sem velti öllum öðrum úr sessi. En eftir stríð hafa komið út mjög mikilvægar bækur, bækur sem jafnast á við The Rainbow eftir Lawrence, Mrs DollowayeUlr Virginíu Woolf og Leit ad glötuðum tíma eftir Proust. Hundrað ára einsemd eftir Gabríel García Marquez er örugg- legga ein þeirra og líklega V eftir 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.