Teningur - 01.10.1989, Blaðsíða 13

Teningur - 01.10.1989, Blaðsíða 13
Stundum velti ég því fyrir mér hvað Adoni hugasar um kvenfólk. Tuttugu- ogfimmára gamall hafði hann ekki nálægt kvenmanni komið. Það get ég svarið. Annað hvert kvöld var ég vanur að segja við hann: „Adoni, fáðu þér frí í kvöld, við Anna getum séð um allt, “ svo hann gæti fengið tæki- færi; en hann yppti bara öxlum, hristi höfuðið og hélt áfram að þræða kjöt upp á teina. Þá fórum við að ráða þjónustustúlkur. Ef þú hefur efni á því er það góð hugmynd að ráða fallegar þjónustustúlkur. Það eykur viðskiptin og léttir auk þess byrðarnar. En hin raunverulega ástæða fyrir því að ég réð þjónustustúlkurnar var til að örva Adoni. Já ég er siðlaus karlfauskur. Fyrst var það Carol, síðan Diane, þá Christine, en Christine var best. Þegar við lokuðum á kvöldin lét ég Önnu flýta sér í rúmið. Ég fór með henni og skildi Adoni og þjónustu- stúlkuna ein eftir til að taka til. Ég lá með annað eyrað á hleri og hugsaði: „Þetta er allt í lagi Adoni, hafðu engar áhyggjur. Gríptu gæsina. Sýndu að þú standir undir nafni. Girnistu ekki hana Stínu litlu? Kyndir hún ekki upp í þér blóðið? Farðu með hana upp í herbergið og ríddu henni. Gerðu þaö fyrir pabba þinn og mömmu - okkur er skitsama." En aldrei gerðist neitt. Og til að bæta gráu oná svart stóðst ég ekki mátið þegar frá leið, og það oftar en einu sinni, og strauk litla rass- inn á Christine, eða ég stakk fingr- inum inn undir blússuna. Og þó eng- inn annar vissi um það varaði hún mig við og næsta þjónustustúlka sem við réðum - það var kannski eins gott - var rengluleg mýsla sem var sífellt að sjúga upp í nefið. Adoni var að verða þrítugur. Ég fór að skammast mín fyrir hann. Þessi sonur minn - hann var ekki karlmað- ur, hann var ekki Grikki; hann var ekki neitt. En nú er ég ekki lengur sam- kvæmur sjálfum mér: „þessi sonur minn". Hafði ég einhvern rétt til að skammast mín? Hafði ég einhvern rétt á þeim föðurlegu forréttindum að vilja að sonur minn nyti fleiri ánægju- stunda í sinni æsku en ég á mínum eymdarlegu hungurdögum í Aþenu? Sannleikurinn er sá að ég vildi alvöru son, soninn sem ég hafði verið svik- inn um, ekki þennan trénaða stað- gengil. En Anna var kominn á breyt- ingaskeiðið. Og ég breyttist líka. Stundum grét ég. En svo fór ég að hugsa: þetta er refsing. Þetta er af því við sögðum Adoni aldrei neitt. Ef við hefðum sagt honum sannleikann hefði hann kannski þroskast á eðlilegan hátt, því þá hefði hann að minnsta kosti vitað hver hann var. En svik verða ekki falin þegar blóðið segir til sín. Ég fór að hugsa: kannski veit hann, kannski hefur hann komist að því með sjötta skilningarvitinu og það er hann sem er að refsa okkur. Af því að við erum ekki raunverulegir foreldrar hans lætur hann einsog hann skipti okkur engu máli. Ég sagði við sjálfan mig: hvenær sem er getur hann látið okkur heyra það: „Anna og Kosta, þið eruð ekki foreldrar mínir lengur." Og hvernig hefði ég átt að koma í veg fyrir það? Með því að segja: „Adoni, nú ertu þrjátíuogþriggja - er ekki kominn tími til að þú fáir að vita dálít- ið?“ Ég fór að leita eftir grunsemdum, að uppreisn í honum. Hann þurfti aðeins að sýna Önnu smá kulda - til dæmis ef hann var seinn til svars þegar hún spurði um eitthvað - og þá missti ég stjórn á mér. Æ! Sagðist ég vera á breytingar- skeiðinu? Sagðist ég vera með of- sóknarbrjálæði? En hvað gerist svo? Adoni biður um frí. Hann fer að fara út á kvöidin og síðdegis líka. „Auðvitað," segi ég. „Taktu þér frí í heilan dag - farðu og skemmtu þér. “ Og mér léttir. Ég segi ekkert fleira en svipast eftir bending- um. Notar hann mikinn rakspíra? Ber hann krem í hárið? Er hann að reyna að losna við eitthvað af þessu gelgju- lega spiki sínu og læra ný dansspor? Og ég hugsa: þegar að því kemur mun ég segja við hann, Komdu nú hérna og sestu hjá mér, fáðu þér koníak. Seg mér nú, hver er hún þessi dúlla? En ég finn enga rakspíra- lykt; og þó Adoni fari út á kvöldin kemur hann snemma heim; það eru engar stjörnur í augum hans; og ég sé að stundum er hann að lesa í þessum stóru bókum, svona hnaus- þykkum skruddum einsog menn dusta ryk af. „Adonaki,“ segi ég, „hvað gerirðu þegar þú ferð út?“ „Ég fer á bókasafnið." „Til hvers í andskotanum ferðu á bókasafnið?" „Til að lesa bækur, pabbi.“ „En þú kemur heim klukkan tíu og ellefu. Bókasöfnin eru ekki opin svo lengi." Hann lítur niður fyrir sig og ég brosi. „Svona nú, Adoni mou, þú getur vel sagt mér það.“ Og ég furða mig á því sem hann segir. „Þabbi, ég fer á fundi hjá Neo Ell- eniko. “ Ég hef heyrt um Neo Elleniko. Það félagsskapur í Camden fyrir svokall- aða útlæga Grikki. Hann er fullur af gamalmennum sem segja langar og staglsamar sögur. Þeir halda að þeir séu einhverjir daprir útlagar og hafi vit á öllu. En þeir eru trellí, allir með tölu. Og það sem meira er, tveir þriðju hlutar þeirra eru alls engir Grikkir heldur brjálaðir Kýpurbúar. Ég hef engan áhuga á Neo Elleniko. „Hvað hefur þú til þessara gömlu brjálæðinga að sækja?" „Pabbi, ég tala við þá. Ég legg fyrir þá spurningar." Nú detta mér detta mér allar dauðar lýs. Adoni er að leika leynilögreglu- mann, í fullri alvöru. Hann vill fá svör. Er glampi í augum hans? Kannski hafa einhverjir af þessum gömlu tauskum i Neo Elleniko verið nágrannar okkar í Nýju Jóníu á meðan stríðið geisaði, eða kannski þekkja þeir einhverja sem voru þar. Hann er að reyna að komast að sann- leikanum. „Þeir segja þér ekki neitt nema vlakíes." Það kemur væta fram á var- irnar. „Pabbi, af hverju ertu reiður?“ „Ég er ekki reiður og kallaðu mig ekki „pabba". Þú ert ekkert smábarn lengur." Hann ypptir öxlum. Og allt í einu er einsog hið kringluleita, vaxkennda og 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.