Teningur - 01.10.1989, Blaðsíða 16

Teningur - 01.10.1989, Blaðsíða 16
EINAR MAR GUÐMUNDSSON SPURNINGAMERKIÐ SEM SVAR UM RITLIST GRAHAMS SWIFT i Sá enski höfundur sem hvaö mesta athygli hefur vakiö undanfarin ár er án efa Graham Swift, fæddur 1949. Bækur hans hafa verið þýddar á yfir tug tungumála og jafnt og þétt hefur hann styrkt stööu sína í heimalandi sínu. Ef ég man rétt - hér styöst ég viö gamalt viðtal eftir minni - lagöi Graham Swift stund á bókmenntir viö háskól- ann í Cambridge en fékkst síðan viö kennslu alveg þar til fjórða bókin hans, Waterland, kom út en sú bók markar ótvírætt viss þáttaskil á ferli hans. Waterland kom út áriö 1983. Þá höföu sem sé komið út þrjár bækur en síðan hefur komið út ein. Fyrsta bók hans The Sweet-Shop Owner kom út áriö 1980. Hún segir frá ein- mana sjoppueiganda. Konan hans er dáin en dóttirin hlaupin á brott. Menn voru ekki í neinum vafa að þarna var hæfileikamaöur á ferð. „Hann er fæddur sögumaöur," var viökvæöi blaða og tímarita. Áriö 1981 kom Shuttlecock, sál- fræðileg hrollvekja, spennusaga. í The Sweet-Shop Owner eru ákveðin einkenni höfundarins strax komin fram: viss vangaveltustíll þar sem söguefnið er sífellt látið takast á viö sjálft sig. Þeir eru fáir nútímahöf- undarnir sem nota spurningamerkið jafn oft og Graham Swift. Shuttlecock er gjörólík bók. Frásögnin er hröö og óvenju kraftmikil. Þessir tveir pólar byrja síöan aö sameinast í smá- sagnasafninu Learning To Swim and Other Stories og ná hámarki sínu og fullkomnun í Waterland. 1988, fimm árum eftir að Waterland kom út, sendi Graham Swift síðan frá sér nýja skáldsögu: Outofthis World. Þar kveður enn viö nýjan tón þó skyldleiki höfundarins viö sjálfan sig sé augljós. II Ásamt Salman Rushdie er Graham Swift sá höfundur enskrar tungu sem einna auöveldast er að tengja við hræringar í nútíma skáldskap. Bók Salmans Rushdies Midnight’s Children og Waterland eftir Graham Swift eru ekki meö öllu óskyld verk. í báöum þessum bókum er reynt að ná utan um stóra sögu: fjölskyldusögu sem um leið er saga þjóöar. Bæöi þessi verk tengja höfunda sína viö veigamestu hræringar nútíma skáldsögunnar. í báöum verkunum eru allar frásöguaðferöir gjaldgengar og ekkert heilagt. Blandaö er saman stóru og smáu, gamni og alvöru, eöa í stuttu máli sagt: öll fuglabúr frásagn- arlistarinnar eru opin. Fjölmargar bók- menntagreinar og ótal stílbrögð rugla reitum sínum en allt á sama taflborð- inu, taflboröi skáldskaparins. í Waterland kennir margra grasa. Ævintýralegt raunsæi og raunsæisleg ævintýr haldast í hendur. Og allt kemur viö sögu: náttúruvísindi, verk- fræöi, hjátrú, hagsaga, sakamálasaga, ástarsaga, fjölskyldusaga, Englands- saga, þroskasaga, jafnvel kynþroska- saga ... og svo framvegis, því flesta merkimiöa má hengja á þessa sögu án þess aö hún beri tjón af eöa réttara sagt án þess aö þeir beri tjón af, því verkið er aö sjálfsögöu mun stór- brotnari heild en hver einstakur þáttur eöa efnisatriði gefur til kynna. En hér skulum viö sleppa öllum merkimiðunum, því þegar að nútíma skáldsögunni kemur veröa flestir þeirra fáránlegir. Þó er auðvelt aö tala um frásagnarlistina þegar Waterland er annars vegar, því í aðra röndina er sú bók lofgjörð til fásagnarlistarinnar og skáldskaparins - og þá um leið til þess grunnar sem sögusagnir og hjátrú hvíla á: hins fábrotna hvers- dagslífs sem maöurinn leitast viö að sigrast á meö ímyndunarafli sínu. „Því pabbi minn var ekki bara hjá- trúarfullur maöur, hann kunni einnig að segja sögur. Skröksögur og sannar sögur; hughreystandi sögur og áminningarsögur; umvöndunar- sögur og markleysusögur; áreiðan- legar sögur og óáreiðanlegar sögur; sögur hvorki meö haus né sporöi." Þaö er þessi kjarni fornar og nýrrar frásagnarlistar sem gerir Waterland einum af brimbrjótum nýrra bók- mennta. Ekki er greint á milli einstakra sögusviða og jafn mikil viröing borin fyrir furðum sem raunsönnum atburö- um. Waterland sækir jafn mikið til hinnar sígildu ensku skáldsögu sem og hinnar nútímalegu upplausnar. Áhrif frá Faulkner, Marquez og Grass eru augljós en Swift hefur sinn pers- ónulega tón, sína eigin framsetningu. III En lítum aðeins nánar á sjálft verkið; Waterland. Tom Crick er sögukennari viö 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.