Teningur - 01.10.1989, Blaðsíða 22

Teningur - 01.10.1989, Blaðsíða 22
útbrotum og aö „framandi sæöi“ mitt (framandi sáðkorn sneri ég árangurs- laust út úr í þá daga) ylli slímhúðar- kvillum. Þetta og „helvítis óhljóðin í þér í rúminu“ boðuðu endalok sam- bands sem rúmaði átta hamingju- sömustu daga lífs míns. Ég verð tveggja og hálfs árs í apríl. Eftir hugleiðingar, eftir saknaðaróð, en áður en ég flutti í herbergið uppi, fékk ég tækifæri til að bera fram nokkrar spurningar er vörðuðu eld- raunir Sally Klee á sköpunarsviðinu. Eftir langan og aðgerðalausan dag frammi fyrir tómu blaðinu, hvers vegna fór hún þá aftur upp í herbergið með kalt kaffi og setti nýtt blað í? Hvað tók hún þá til við að vélrita svo áreynslulaust að það sem dag hvern gaf aðeins af sér eina síðu var allt í einu orðinn þykkur bunki? Og hví var þessi skyndilegi dugnaður þögulli þjáningunni ei léttir? Af hverju reis hún hvert kvöld jafn niðurdregin og sár upp frá borðinu og hún var yfir tómleika hinnar blaðsíðunnar? Hljóm- urinn frá lyklaborðinu var mér vissu- lega léttir og um leið og ég heyrði fyrsta sláttinn sofnaði ég þakklátum svefni. Hef ég ekki skilið við mig í þessari frásögn þar sem ég blunda í krystaltæru núinu á legubekknum niðri? í stað þess að sofna gekk ég eitt sinn með ástúðina að yfirvarpi að stólnum hjá Sally Klee og sá glimta í orðin „þar sem sjá má málið í hnot- skurn". þá kyssti ástkona mín - ein- sog hún var þá - mig mjúkan koss á eyrað og leiddi mig blíðlega að rúminu. Við þessa fremur hvunn- dagslegu framsetningu minnkaði forvitni mín, en aðeins í stuttan tíma. Hvaða mál? Hvaða mál var hægt að sjá i hnotskurn hvers? Nokkrum dögum seinna var gúmmíperlan horfin úr plastskelinni og mér fór að finnast að sem hinn svikni ást- maður Sally Klee ætti ég heimtingu á að vita hvað skrif þau er ég var farinn að líta á sem persónulega dagbók innihéldu. Til að róa í mér snuðrara- eðlið blönduðu forvitnin og hégóminn sín líknarsmyrsl. Einsog atvinnulaus leikari þráði ég að sjá um mig jákvæða umsögn jafnvel þó hún ætti við - ef svo mætti að orði komast - löngu liðna uppfærslu. Á meðan Sally sat við borðið lá ég á meltunni og skipulagði framtíð okkar. Síðan komu samviskukvalirnar og núna, eftir að samskiptaleysi okkar varð staðreynd, hafa mál mín verið í biðstöðu. Ég vakti þar til seint á kvöldin til að sjá þegar hún opnaði skrifborðsskúffuna og tæki upp úr henni slitna bláa möppu með járn- hringjum, fjarlægði blaðið úr ritvélinni og legði það á hvolf í bunkann (ég gat mér þess til með hálflukt augu) til að vera viss um að elstu eintökin væru efst, gengi síðan frá möppunni og setti hana aftur í skúffuna og stæði upp; augun örmagna af þreytu og vonbrigðum, kjálkarnir slakir og hug- urinn sér ekki meðvitaður um falskan svefn ástmannsins sem breyst hefur í snuðrara og leggur saman tvo og tvo í hljóði. Þó fyrirætlanir mínar væru ekki að öllu leyti ósérhlífnar byggðust þær ekki bara á hreinni eigingirni. Auðvitað var ég að vonast til þess að með því að fá aðgang að hinstu leyndarmálum Sally Klee og sorgum gæti ég sannfært hana um, þegar ég hefði náð tökum á duldum veikleikum hennar, að kláði, slímhúðarkvillar og óhljóð væru litlar fórnir fyrir takmarka- lausa ást mína. Á hinn bóginn var ég ekki aðeins að hugsa um sjálfan mig. Frá mér streymdu endalaus hugar- fóstur þar sem ég sekk mér niður í vinnublöðin á meðan höfundur þeirra er ekki heima og þar sem ég stend og játa fyrir Sally Klee hin smávægilegu bellibrögð mín óska ég henni - áður en hún nær að draga andann - til hamingju, ég vef handleggjum mínum ástúðlega utan um hana, fyrir að hafa skrifað meistaraverk, stór- brotna ferð um auðnir sálarlífsins, og hún lætur sig falla niður í stólinn sem ég fimlega býð henni og augu hennar stækka og glóa þegar hún skilur sannleika þess sem ég er að segja; og nú við í nærmynd þar sem við liggjum yfir vinnublöðunum og rann- sökum þau langt fram á nótt, ég gef ráðleggingar, ieiðbeiningar og stjórna verkinu sem útgefandinn hrópar húrra fyrir, gagnrýnendur hækka róminn og bókakaupendur orga af hrifningu: Sally Klee endurheimtar traust á skrif sín, endurnýjun vegna ötullar sam- vinnu okkar, endurnýjaður skilningur og endurnýjuð ást ... já endurnýjun, endurnýjun, mynd mín var ein sam- felld endurnýjun. En það var ekki fyrr en í dag sem tækifæri gafst. Sally Klee þurfti að fara til endurskoðand- * ans síns í borginni. Til að dylja geð- sjúkan æsing minn þaut ég um með hjálpsemina í hverri taug. Á meðan hún var inn á baði að laga á sér hárið fyrir framan spegilinn þar, leitaði ég um allt hús að leiðarvísi strætisvagna og lestir og smeygði honum undir dyrnar á baðherberginu. Ég prílaði upp hattahengið og úr hæstu greini- nni náði ég í rauða silkiklútinn hennar Sally Klee og hljóp með hann til hennar. Þegar hún var farinn var klúturinn kominn á sinn stað. Hefði ég ekki boðið henni hann, sagði ég grátklökkur við sjálfan mig þegar ég horfði á hana út um þakgluggann, hefði hún að öllum líkindum verið með hann um hálsinn. Strætisvagn- inn hennar var lengi á leiðinni (henni \ var nær að hafa ekki flett upp í leiðar- vísinum) og ég horfði á hana ganga umhverfis steinsteypt skýlið þar sem hún að lokum lenti í samræðum við konu sem einnig beið og bar barn á bakinu, sjón sem séð út frá gafli í borgarúthverfi vakti upp í mér efna- fræðilega löngun og erfðafræðilega kvöl. Ég var staðráðinn í að bíða þar til strætisvagninn væri lagður af stað með Sally Klee. Einsog Moria Sillito, sem hina löngu daga eftir jarðarför mannsins síns situr auðum höndum og starir á passamynd af bróður hans, vildi ég ekki sýnast, jafnvel ekki í eigin augum, of hvatvís. Strætisvagninn i kom og allt í einu var gangstéttin svo áberandi auð. Eitt augnablik fannst mér ég hafa glatað einhverju en svo sneri ég mér við og hvarf úr gluggan- um. Skrifborð Sally Klee er stöðluð og tilgerðarlaus skrifstofumubla, einsog miðlungs háttsettir stjórnendur sjúkrahúsa og dýragarða nota. Það er að mestu úr krossviði og hönnun þess er einfaldleikinn uþþmálaður. 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.