Teningur - 01.10.1989, Blaðsíða 23

Teningur - 01.10.1989, Blaðsíða 23
Slétt borðplata hvílir á tveim sam- stæðum skúffugeymslum og á bak við er lökkuð tréplata. Ég hafði fyrir löngu veitt því athygli að mappan með vélrituðu blöðunum var geymd í efstu skúffunni vinstra megin og fyrstu við- brögð mín, þegar ég kom niður af loft- inu og fann að hún var læst, voru reiði fremur en örvænting. Var mér þá ekki treyst eftir jafn löng og náin kynni? Er það svona sem ein tegundin í hroka sínum meðhöndlar aðra? Til að bæta gráu oná svart runnu allar hinar skúff- urnar út einsog ullandi tungur en opinberuðu ekkert nema leiðinda- drasl. í Ijósi þessara svika (hverju öðru hafði hún læst? ísskápnum? Gróðurhúsinu?) við þá tíð er við höfðum eytt saman taldi ég mig eiga enn frekari heimtingu á að rannsaka slitnu bláu möppuna með járnhringjun- um. í eldhúsinu náði ég í skrúfjárn og með aðstoð þess tók ég til við að losa þessa ómerkilegu tréplötu að aftan. Með hljóði sem minnti á svipusmell losnaði stórt stykki og skildi eftir Ijóta og kubbslega holu. Mig varðaði hins vegar ekkert um útlitið. Ég teygði höndina langt inn, fann bakhlið skúffunnar, smeygði fingrunum lengra inn, náði í möppuna og tók að lyfta henni og mundi hafa getað hrósað sjálfum fyrir óaðfinnanlegt eignanám ef brúnin hefði ekki rekist í nagla og innhaldið dreifst í hvítum sæg yfir tréflísarnar á gólfinu. Þess í stað safnaði ég eins mörgum blöðum og ég í einni atrennu gat vippað með vinstri fætinum undir hægri handlegg- inn. Síðan lagðist ég fyrir í rúminu. Ég lokaði augunum og að hætti þeirra sem í viðbragðsstöðu yfir kló- settskálinni hleypa ekki saurnum út fyrr en á síðustu stundu, naut ég augnabliksins. Til að hafa einhvers að minnast hugleiddi ég kjarna þess er beið min. Ég var mér mjög svo með- vitaður um það lögmál alheimsins sem fyrirfram ákvarðar ósamræmið á milli hins ímyndaða og raunverulega - ég var meira að segja undir það búinn að verða fyrir vonbrigðum. Þegar ég opnaði augun blöstu við mér tölustafir - 54. Blaðsíða 54. Fyrir neðan þá var ég staddur í miðri setn- ingu sem hafði byrjað á blaðsíðu fimmtíuogþrjú, setningu sem vegna kunnugleika síns var ískyggileg: „sagði Dave á meðan hann þurrkaði varir sínar varlega og lét það síðan lyppast niður á diskinn.“ Ég bældi andlitið niður í koddann, í agndofa velgju yfir flóknum og fáguðum gáfum tegundarinnar sem Sally Klee tilheyrir og hrottalegri heimsku minnar eigin. „Dave horfði ákveðinn í gegnum kertaljósið á mágkonu sína og mann hennar, bróður sinn. Hann talaði í hæglátum tón. „Og svo eru það þeir sem telja hann sterkan, kvenlegan ilm (hann starði á Moriu) ... æsandi. Vissulega vekur hann grunsemdir um kynferðislegt athæfi á milli ... “ Ég fleygði blaðinu til hliðar og greip annað, blaðsíða 96: „moldar féllu yfir lokið, regnið hætti jafn snöggt og það hafði byrjað. Moria sleit sig lausa frá hópnum, gekk yfir kirkjugarðinn og las áletranirnar á legsteinunum en án nokkurrar athygli. Hún var djúpt sokkin í sjálfa sig, einsog hún hefði séð þunglyndislega en þegar öllu er á botninn hvolft mjög góða bíómynd. Hún stoppaði undir ýviðartré, stóð þar mjög lengi og kroppaði annars hugar í börkinn með appelsínugulu nöglunum sínum. Hún hugsaði, allt er breytingum háð. Spörvi með dúnm- júkar fjaðrir í kuldanum hoppaði dapurlegur við fætur hennar." Ekki einni setningu eða einu orði hnikað til, allt óbreytt. Blaðsíða 230: ..svífa á skýjum?" endurtók Dave í ergilegum tón. „Við hvað áttu eiginlega?" Moría horfði á galla í Bokhara hönnuninni og sagði ekki neitt. Dave gekk yfir her- bergið og tók í hönd hennar. „Það sem ég á við," sagði hún í flýti, „er það að ég á svo margt ólært af þér. Þú hefur þjáðst svo mikið. Þú veist svo margt.“ Moría tók að sér höndina til að ná f bollann með volga, þunna teinu. Af hverju fyrirlíta karlmenn konur? hugsaði hún áhugalaus." Ég gat ekki lesið meira. Ég hnipraði mig við rúmstólpann, plokkaði í bring- una og hlustaði á (Dyngslaleg slög klukkunnar í fordyrinu niðri. Var listin þá ekkert annað en löngun til að sýn- ast önnum kafinn? Var hún ekkert nema ótti við þöngina, leiðann, sem síendurtekið skrölt lyklanna á vélrit- unarborðinu gat sefað? í stuttu máli sagt, ef maður hafði skrifað eina skáldsögu, var þá nóg að skrifa hana aftur, vélrita hana vandlega upp, síðu fyrir síðu? (Stúrinn tíndi ég nit af skrokknum og stakk þeim upp í mig.) Innst inni vissi ég að það mundi nægja og með þá vitneskju fannst mér ég vita minna en ég hafði nokk- urn tíma vitað áður. Tveggja og hálfs næsta apríl! Ég hefði getað verið fæddur í fyrradag. Það var að verða dimmt þegar ég loksins tók til við að raða saman blöð- unum og koma þeim fyrir í bunkan- um. Ég var fljótur, notaði alla útlimi mína til að raða blöðunum, síður rek- inn áfram af óttanum við að Sally Klee kæmi snemma heim en þeirri skrýtnu von að með því að koma reiðu á hlut- ina gæti ég hrakið síðdegið burt úr höfðinu. Ég mjakaði bunkanum um bakhlið skrifborðsins og oní skúffuna. Ég festi skörðótta tréplötuna með teiknibólum sem ég barði niður með skóhæl. Ég fleygði tréflísunum út um gluggann og ýtti skrifborðinu upp að veggnum. Ég grúfði mig niður í miðju herberginu, hnúarnir rétt strukust eftir teppinu og ég undraðist hálfrökkrið og óttalegt suð hinnar algjöru þagnar í kringum mig ... nú var allt einsog það hafði verið og Sally Klee gerði ráð fyrir að væri - ritvélin, pennarnir, þerripappírinn, ein visnuð páskalilja — og þó ég vissi það sem ég vissi botn- aði ég ekki neitt í neinu. Mér var einfaldlega ofaukið. Ég vildi ekki kveikja Ijósið og lýsa upp minninguna um átta hamingjusömustu daga lífs míns. Því þreifaði ég mig áfram í því hálfrökkri sem einkennir svefn- herbergi þar til, titrandi af sjálfs- meðaumkun, mér hafði tekist að safna saman fátæklegum eigum mínum - hárbursta, naglasköfu, stál- spegli og tannstönglum. Ég ætlaði ekki að líta við á meðan ég yfirgaf her- bergið en stóðst ekki mátið þegar ég var kominn að dyrunum. Ég sneri mér við og pírði augun en sá ekki neitt. Ég lokaði hurðinni hljóðlega á eftir mér og um leið og ég steig fyrsta skrefið 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.