Teningur - 01.10.1989, Blaðsíða 30

Teningur - 01.10.1989, Blaðsíða 30
rótum. Ég hlustaði á Haydn, Mozart og aðra sígilda höfunda, milli þess sem ég æfði mig og las tónlistarsögu og kenningar. Ég lokaði mig alveg af og æfði tíu tíma á dag. Þetta ár svaf ég varla og eyðilagði næstum heils- una, lagðist til svefns klukkan þrjú á nóttunni og stillti vekjaraklukkuna á hálf sex á morgnana, fór á fætur og hélt áfram að æfa mig og lesa. Allt þetta ár talaði ég varla við nokkurn mann. Þar sem ég þurfti að vinna svo mikið upp og átti svo margt ólært, gaf ég mér ekki tíma til að finna til ein- manaleika. Eftir árið þreytti ég inn- tökupróf í The Royal College of Music í Manchester og komst inn, einn nemenda í gítarleik það árið. Þá ákvaö ég að snúa mér að tónlist. Hróður sígilds gítarleiks var mikið að aukast um þessar mundir. Segovia var sá fyrsti sem færði klassíska gítar- inn inn í tónleikasalina og síðan komu menn á borð við John Williams og Julian Bream og gítarinn var orðinn viðurkenndur sem hljóðfæri í tónlist- arháskólum. Með náminu kenndi ég til að framfleyta mér, þar sem for- eldrar mínir gátu ekki stutt mig til námsins lengur. Skólinn bauð upp á góða aðstöðu og marga færa kennara. Nemendur voru látnir fara sínar eigin leiðir og báru ábyrgð á náminu sjálfir. Ég kynntist mörgum góðum tónlistarmönnum og sam- skiptin við þá kenndu mér meira en hin formlega kennsla. Hefðbundin tónlist var sú tegund tónlistar sem mest áhersla var lögð á í skólanum. Á þessum tíma var Þierre Boulez stjórnandi bresku útvarpshljómsveit- arinnar, ég hlustaði á útvarpið og heyrði mikið af nútímatónlist sem Þierre Boulez stjórnaði með útvarpshljómsveitinni. Þegar hann hætti breyttist mikið verkefnaval hljómsveitarinnar og í dag er allur tónlistarflutningur á Englandi mun íhaldssamari. Eftir dvöl mína á Englandi flutti ég til íslands, þar sem mér hafði boðist kennsla við Tónskóla Sigursveins. Hér kann ég best að meta frelsið. í Hong Kong er mikið bil milli ríkra og fátækra. Á Englandi eru hinir efna- meiri stétt í samfélaginu sem vill ekki vita af hinum efnaminni og þar eru mikil kynþáttavandamál. Útlit mitt vakti athygli þar. Þegar ég kom þangað fyrst var glápt á mig, en mér fannst mér þó ekki vera hafnað af samfélaginu vegna frábrugðins útlits míns. í háskólanum umgekkst ég mikið Englendinga en maður verður þó aldrei hluti af samfélaginu. Á Eng- landi hafa menn ólíka titla og ólíkar mállýskur gefa til kynna hverrar stéttar maður er, hinir menntuðu tala með BBC- eða Oxford-hreim, hinir Cockney og lítil tengsl eru milli þess- ara hópa. Þegar ég kom fyrst til íslands sló það mig að fólk ávarpaði hvort annað með fornafni, þannig að bæði bilið milli stétta og kynslóða er ekki eins augljóst. Hér ríkti lifandi menning en ekki safnmenning, fólk var að semja tónlist sem var flutt og ekki nein persónu- dýrkun á höfundum og flytjendum. Hér var leikin lifandi tónlist og ég fann fljótt fyrir og hreifst af þeim krafti og virkni sem var í tónlistarlífinu hér. Auðvitað er ekki um sterka tónlistar- hefð að ræða á íslandi, tónskáldin hafa frelsi til að túlka sig og reyna nýjar leiðir, mér virðast íslensk tón- skáld vera að skapa nýja hefð hér sem hefur vakið mikla athygli erlend- is. Mikill samgangur er meðal fólks úr ólíkum listgreinum, fólk þarfnast hvors annars. Hér er mikið af mjög góðum málurum og margir virkir rit- höfundar. Þetta frjóa listalíf heillaði mig. Á íslandi hefur mér fundist auð- velt að kynnast fólki og á ég hér marga góða vini. Á Englandi fann ég fyrir ákveðinni fjarlægð milli fólks, hér er allt miklu opnara. Hér hef ég fundið fyrir frelsi sem gerir fólki kleift að reyna ýmsa hluti. íslenskir tónlistar- menn eru mjög virkir og koma fram hvort sem þeir eru góðir eða sæmi- legir, sama á við um tónskáld, verk þeirra eru leikin hvort sem þau eru góð, sæmileg eða jafnvel léleg. Hér ríkir lifandi menning. Miklar breytingar hafa orðið á þeim átta árum sem ég hef búið á íslandi. Þegar ég kom fyrst var hér ein útvarpsstöð og sjónvarp einungis á kvöldin og ekki áfimmtudögum. Bæði útvarp og sjónvarp buðu oft upp á vandaðar útsendingar. Með tilkomu nýrra útvarps- og sjónvarpsstöðva finnst mér poppmenningin hafa náð allt of mikilli fótfestu, sem mér finnst miður. Þegar ég kom hingað fyrst fannst mér poppmenningin vera aukaatriði. Ýmsir merkir hlutir voru að > gerast meðal skapandi listamanna og það var það sem virtist skipta mestu máli. í dag er poppmúsík mest áber- andi og alvarleg tónlist hefur verið hrakin, að miklu leyti út úr útvarpi og sjónvarpi. Einnig finnst mér hafa orðið breyting á almenningi, ég upplifði íslendinga í byrjun sem einstaklinga lausa við snobb, látlausa og í miklum tengslum við raunveruleikann. Nú virðist mér sem fólk sé upptekið af tísku, lúxusvörum og snobbi fyrir auðæfum og titlum. Tengsl mín við aðra hljóðfæra- leikara og tónskáld örvuðu mig, ég hafði unun af því að leika nýja tónlist og heyrði hér mikið af nútímatónlist. Á íslandi byrjaöi ég að semja sjálfur. Ástæðan var sú að til stóð að halda tónleika í Fríkirkjunni þar sem ég kom fram ásamt víóluleikara og bassa- leikara. Ég sneri mértil Þorkels Sigur- björnssonar og bað hann um að skrifa fyrir okkur verk. Hann var þá önnum kafinn og gat ekki gert það svo ég ákvað að skrifa eitthvað fyrir okkur sjálfur, sem ég og gerði. Á Englandi hefði verið óhugsandi að setja verk eftir sjálfan sig á dagskrá. Þar er ein- ungis hægt að leika verk eftir þekkta höfunda. Island veitti mér frelsi til að semja tónlist. Ég sótti um tíma kennslu í tónsmíðum til Amsterdam hjá Ton de Leeuw, sem hefur kennt mörgum íslenskum tónskáldum. Hann var mjög frjálslegur kennari og * trúir því að fólk kenni sér best sjálft. Hann gerði aldrei neinar athuga- semdir við þau verk sem ég sýndi honum. John Williams, sem kenndi mér á Englandi, var einnig svona. Þeir kenndu mér í raun ekki annað en sjálfsgagnrýni og hjálpuðu mér til að finna minn eigin stíl, en gerðu engar tilraunir til að troða sínum eigin skoðunum upp á nemendur. 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.