Teningur - 01.10.1989, Síða 32

Teningur - 01.10.1989, Síða 32
STEINAR SIGURJÓNSSON ÖRSÖGUR GULLÖLD Þetta eru nú held ég þau mestu matarár sem ég hef lifað á minni guð- fæddu tíð. Að hugsa sér að óbreyttir verkamenn og sjómenn skuli hafa það svona fínt, með gull á hverri krumlu. Nema það er andinn í hverjum belg að glotra því niður sem glotrað verður og þó þykist enginn fá nóg. Ja hrottalegt var að sjá hvernig þeir grömsuðu slátrið. Krumluðu bestu rollurnar illa - eða hálfrotaðar úr höndum slátraranna. Ég hélt bara þeir mundu ráðast á það óslaktaða og glotra því niðrí kjaftinn á sér og láta slaktmennina fylgja! Ja, kvað á maður að segja um svelgjandi matgræðgina! Nema þeir þukluðu þær volgar og slitu í sig þvera og endilanga skrokk- ana mennirnir, blóðugir og grenjandi í skyrtunum! Ja þessi blessaða öld. Að sjá hana, svo félega sem hún nú er, með fullar tunnur af slátri. Nema ekki ætti hyskið að leka niður úr hor. HINN FRÓNSKI ANDI Karlakórinn sem í þjóðinni lifir syngur allt á plötur, frá Blönduósum til Múla- kota. Ó, hvílík hamingja er líf lista- mannsins góða! Hann fer á æfingu eftir kvöldmatinn sinn, saddur að syngja. Jæja drengir, förum yfir Hrausta menn. Þeir eru svo margir og sterkir að það getur varla kostað þá of mikið að syngja á plötu ef aðdáendur hjálpa til. Það eru svo margir sem þekkja lista- mennina sjálfa og skyldmenni þeirra að það hlýtur að hafast í þá sölu sem engin skömm er að. Sjá þá um þúkana, hve þeir eru þéttir! Og sjá konur þeirra og börn, hve allt er bragglegt og hreint! En í alvöru að tala þá er það nú svo að til að komast hjá vandræðum verður þetta að vera dálítið slaþþt þegar hreppurinn er í það minnsta; svo stundum er það dálítið líkt því að heyra inní hrútakofa á þorranum þegar kvef hleypur í skepnudóminn. En í því er vissulega dáð að þeir skuli koma sínu fram. Nema það vantar ekki þrifnaðinn í listinni, skyldi maður halda. Sjá vora menn! Kvílíkir heilbrigðis þrumarar táþs og dáða! Sjá hann Guðmund! Og að sjá þarna hann Ána í Bæ og Dodda Jóns! Að þeir skuli hafa haldið útá þyrnum stráða þraut söngsins er náttúrlega afrek í heimi andans. Næst er Það er svo glatt, Karlakór Akrahrepps sýngur. Þeir hafa haft það svo fínt í grá- sleppunni og svo eru einatt einkverjar nýjar iðngreinar að skjóta upp koll- inum hjá þeim og svo náttúrlega frysti- húsið dag og nótt, svo það er ekki að furða þótt þeir taki lagið. 30

x

Teningur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.