Teningur - 01.10.1989, Blaðsíða 34

Teningur - 01.10.1989, Blaðsíða 34
VIÐTAL VIÐ JON STEFANSSON - Ég er í bókmenntafræði til þess að geta skrifað. Það er yfirskin og gefur mér tíma. Skáldskapurinn er númer eitt, það sem ég les númer tvö. Sjálf bókmenntafræðin snertir mig lítið. Ég er eflaust létt hrokafullur gagnvart fræðunum. Þegar til dæmis er byrjað að sundurliða Ijóð, þá hallar skáldið í mér sér aftur og spyr, hvað eru þessir að vilja upp á dekk. Ég þarf yfirleitt marga kaffibolla til að halda mér vak- andi yfir þykkum fræðibókum. Fræðin eru skrifuð vegna aðferðarinnar við að greina bókmenntir. Þetta er nálgun utanfrá, skáldskapurinn kemur innan- frá. Ég hef orðið var við þá hræðslu hjá mörgum að of mikill fræðilestur setji beisli á sköpunargáfuna og skáldið fari að skrifa eftir formúlum, eftir kenning- um. Þessi ótti er að mínu mati ástæðu- laus. Sköpunargáfan er of sterk. Það eru oft óþarfa fordómar hjá skáldum gagnvart fræðimönnum, þeir eru sakaðir um skort á ímyndunarafli - skort á innsæi. Það er ekki réttmætt, enda virðast oft lúra á bak við þessar ásakanir; af hverju sérðu þetta ekki með mínum augum - þ.e. augum skáldsins. Skáld skapa bókmenntir. Fræðimenn fjalla um þær. Þess vegna hljóta þessir hópar að nálgast bók- menntir á ólíka vegu. Það eru margir kostir við að sitja í bókmenntum við háskólann. Námið getur stytt manni leið í lesningu og svo er ómetanlegt að lenda hjá mönnum eins og Kristjáni Árnasyni sem virðist hafa lesið flest allt fram- bærilegt og kann að fara með það. Ég man einu sinni eftir honum á gati gagnvart athugasemd nemanda. Þá vitnaði einhver í Jim Morrison. Aldrei að vita nema hann sé núna að hlusta á Morrison. - Þetta með að læra af öðrum höfundum. Þú ert hrifinn af Liverpool skáldunum er það ekki. - Áhrifin frá þeim á Byssuleyfið eru komin í gegnum íslendinga. Mér finnst Brian Patten þeirra fremstur. Adrian Henri virðist eldast fremur illa, enda er hann mesti formtilraunamað- urinn af þeim. Roger McCough þar á milli. Það er margt sem heillar mig við þá. Þeir eru passlega afslappaðir í Ijóðagerð sinni, ekki þessi vitsmuna- legi koníaksrembingur sem annars einkennir svo oft Ijóðagerð Breta. Svo eru þeir fjandi góöir húmoristar. En eins og ég sagði, mér finnst Patten þeirra fremstur. Hann notar tungumál sem er mjög blátt áfram og einlægt, helvíti næmur á að hampa einhverjum kjarna átakalaust að því er virðist. Auðvitað er hann mistækur eins og aðrir og svo ógæfusamur að vera af 68 kynslóðinni. Sú kynslóð er mjög ginnkeypt fyrir ódýrri hugsun. - Eru það ekki allar kynslóðir. - Jú en þeir voru með sinni lífssýn um mannkærleika og það allt með ógurlega fordóma gagnvart ákveðnum hópum fólks. Og hætti til að setja fram ódýran málflutning. Eins og mesti lærisveinn Liverpool skáld- anna hér Einar Már, þegar hann segir þið þarna í jakkafötunum. Sem hann gerir ekki oft sem betur fer. - Fordæming hinna trúuðu. Á hinum vantrúuðu? - Það eru mjög fá skáld sem geta valdið því að skrifa um það sem þeir trúa sterkt á. - Prédikarinn er nú dálítið sterkur í þér. Bregður fyrir þig fjallræðustíl. - Hvernig meturðu þá hvort eitthvað ákveðið Ijóð gengur eða ekki. Hvernig meturðu gæði og trúverðug- leik hjá sjálfum þér. - Ja ég reyni að binda mig við eitthvað sem mætti kalla bara húman- isma. Maður er ungur enn og óró- legur og pirraður. Og sjálfsagt blindur gagnvart eigin skoðunum rétt eins og sextíu og átta mennirnir, en þeir voru að mæla fyrir skoðun hóps, tísku. Það virkar tortryggilega á mig, ódýrt. Það er líka hætt við að þeir sem verða mjög vinsælir verði það vegna þess að þeir eru grunnfærir. Allavega að segja eitthvað skuggalega almenns eðlis. Svo er þetta fólk komið hinum megin við borðið í dag. - Finnst þér þú tala alveg fyrir þig einan og vera þess vegna annars eðlis. - Já það er einkenni á minni kynslóð! Það hefur ekki myndast nein hreyfing. Þetta er hugsjónalaus kynslóð. Það er gott að mörgu leyti að hafa engan hóp. Kannski Akkilesar- hæll um leið. Sá sem hefur ekki á neitt að trúa, hann flýr inn. Þá er hætt við því að maður skelli öllum hurðum og nái ekki að teygja sig út í hið sam- mannlega. - Er þetta viðvarandi kreppa í þér. Enginn mælikvarði nema þú sjálfur. Og þá að sama skapi þröngt um yrkis- efnin. 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.