Teningur - 01.10.1989, Blaðsíða 36

Teningur - 01.10.1989, Blaðsíða 36
Birtingi, þar sem Hannes Sigfússon setur fram kröfuna um hiö skorinorða Ijóð. Ég er á því að hann hafi ekki alveg fattað hvað hann var að segja. Hann hefði auðvitað átt að segja nú er tími rokktónlistarinnar. Hún er miklu betra tæki til að koma einföldum hlutum og heitum boðskap áframfæri. Nærtil fleiri manna. Rokktónlistarmenn eiga bar- áttumálin. Maður kippir sér ekki upp við banalítetið í rokktextum. Skáld ráða ekki við þetta nema kannski Brecht. Rokkið er náttúrulega múgsefjun og hún er versti óvinur Ijóðsins. Þess- vegna getur Ijóðið svo illa valdið boðskap. - Er þetta ekki erfitt, þú sem ert alltaf að leita að boðskap. - Ég á viö boðun fyrir daginn í dag. Einu sinni áttu menn aö skrifa um Víetnam. Það varð yfirleitt slæmur skáldskapur. Slíkt á heima í tónlist. Ég reyni frekar að finna gildi. Það er að segja boðun þar sem saman tala fortíð, nútíð og framtíð. Menn mega ekki misskilja mig sem svo að það sem sagt er skipti öllu máli, alls ekki, og guð leiddu oss frá nýraunsæinu. Myndmálið er og verður lífæð Ijóðsins. Fer ekki ofan af því. - Ertu þá að tala um mannleg verðmæti og persónuleg sannindi þín. Og þar með persónulega sýn. - Já og þar hlýtur að hafa áhrif mótsögnin milli vesturlanda í eins konar sefjunarkenndri sælu og úr- kynjun og svo fátæktar þriðja heims- ins. Ef skáld finnur ekki til út af því óréttlæti þá er hann í hættu staddur. Jafnvel þó manni finnist mannkynið auðvirðilegt á stundum og lítið til að fórna sér fyrir. - Manni finnst það nú varla nema þyki svolítið vænt um það. Annars liggur auðvirðileikinn manni ekkert á hjarta. - Mannfyrirlitning er sprottin af því að manni er ekki sama. Þarna erum við kannski komnir hringinn. Viðtal: Sigfús Bjartmarsson BRAGI ÓLAFSSON TVÖ LJÓÐ GÓÐIR DAGAR Smáfuglshjartað mitt Ferð þín í leigubílnum er hröð og umkringd húsum Þessi voðalega nótt hefur myrt allt fólkið sem þú þekkir og tifið í gjaldmælinum er falskt og útlent Þú átt góða daga í vændum smáfuglshjartað mitt ANSJÓSUR Ég kem inn á veitingastað og segi: Ansjósur þykja mér vondar, þjónn. Ég get ekki með nokkru móti pantað mér ansjósur. Ansjósur eigum við ekki til, segir þjónninn. Og hann heldur áfram: Ég kannast við yður, herra. Það var áður en ég byrjaði að vinna hérna og ég sá yður borða hér. Ég sat þá við borðið við vesturgluggann og fylgdist með yður. Líklega vegna þess hve tónlistin var lágt stillt það kvöld, heyrði ég til yðar þegar þér pöntuðuð matinn og svo aftur þegar maturinn var kominn á borðið. Ég ætla ekki að endurtaka pöntun yðar þetta umrædda kvöld - jafnvel þótt hún sé mér ennþá í fersku minni - en þegar hún barst yður, varð yður að orði: Þarf ég að margendurtaka að ég vil ekki ansjósur? Þær eru einhver sú allra versta fæða sem ég get hugsað mér. Og þar eð ég var gjörsamlega sam- mála yður, og ekki laus við aðdáun yfir hreinskilni yðar, fylgdist ég með yður það sem eftir var kvöldsins, eða þar til þér yfirgáfuð staðinn. Og nú hafið þér enn á ný vakið forvitni mína og aðdáun með afdráttarlausri neitun yðar á einhverju sem þér alls ekki viljið. 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.