Teningur - 01.10.1989, Blaðsíða 39

Teningur - 01.10.1989, Blaðsíða 39
stóra hópi. Þó skar hún sig úr aö því eina leyti aö ég sá hana betur en hina, hún var í nærmynd þar sem hinir aftur á móti voru fjær. Hún eöa öllu heldur andlit hennar, háls og axlir voru á miðri mynd. Axlirnar voru neöst og hárið náði næstum því upp aö efri brún myndarinnar. Hún horfði á mig sömu undarlegu tómu augum og fyrr en fólkið á gluggann. Út um gluggann á blæöandi hjarnið. Svo var einsog augu fólksins tækju að hreyfast og þau beindust innar og innar í salinn uns þau staðnæmdust við mig. Ég fylgdist stjarfur með þessu. í augna- ráði fjöldans bjó einhver annarlegur æsingur, mikil eftirvænting, eða bón, jafnvel þrá en um leið einhvers konar tóm. Mér fannst þau sundra mér með sinni tómu græðgi og langaði að hverfa niður úr gólfinu en um leið fór um mig hárfínn iðandi fiðringur sem ég áttaði mig engan veginn á nema að mér leið vel f honum. Eitt andartak horfði hún stíft á mig í gegnum mann- mergðina og síðan lyftust hendur upp fyrir framan hana og færðust í kross yfir myndina svo hún þurrkaðist út. Drjúga stund var Salóme án höfuðs háls og axla svo ég botnaði ekkert í neinu en fylgdist spenntur með. Ég spurði sjálfan mig hvernig í sjálfum fjáranum hún færi nú að og hvernig í ósköpunum höfuðið kæmi aftur, en í næstu andrá horfði ég á geysistóran spegii og tré og hús stóðu á hvolfi í honum. Fuglar svifu í honum, tvöfaldir og einfaldir, upp og niður, til hægri og vinstri. Ég leit út um gluggann en þá var hvorki veggur né gluggi heldur enn meiri vatnsspegill og hús og gangvegur. Örskotsstund sundlaði mig og ég reyndi að standa upp en gat ekki lyft rassinum. Mér varð litið niður fyrir mig niður eftir speglinum sem endaði við annan ramma þar sem voru skór og síðan skálmar og ég sá að ég lá í lausu lofti með fæt- urna að rammanum. Ég velti mér við. Ég datt í fangið á Salóme sem þreif í mig. „Ætlarðu að kasta þér útí maður? Passaðu þig!“ sagði hún höstug. ..Nei,“ sagði ég, „draumar eru eina vopnið sem maður hefur í þessu til- gangslausa lífi manns. Mann dreymir kannski um að eignast hús og keppir þá að því í mörg ár, vinnur einsog skepna svo að draumurinn færist sífellt nær veruleikanum. Svo er bilið brúað þegar húsið er komið. í nokkra daga fær maður svolitla tómleika- kennd af því það er enginn draumur. Þá kemur annar draumur. Kannski í draumi. Mann dreymir kannski konu. Einhverja sérstaka konu. Kannski konuna sína. Þótt það sé svolítið öðruvísi kona en konan manns. Og maður vaknar og man drauminn og hefur eignast annan draum. Og maður eltir þennan draum. Reynir að breyta konunni sinni. Því það má auð- vitað finna að öllu fólki. Jafnvel sjálfum sér. Kannski ekki síst sjálfum sér. Þannig að maður reynir að skapa sér draumsýn af sjálfum sér. Góða, fallega, sterka mynd sem maður getur litið upp til og reynir af öllum lífs og sálarkröftum að verða einsog hún.“ Við sitjum á grasbala í miðjum upp- blæstri líkt og eyju í brúnu hafi. Það er hábjartur dagur og spottakorn frá er rauður bíll sem hefur borið okkur hingað að þessari balaeyju hér í brúnum óbyggðum auðnum þarsem hvergi sér til sjávar. Uppi yfir sveimar flugvél og lágar drunurnar minna á mal kattarins sem er framlengt af sama punkti um eilífð endalaust. Salóme tekur um hönd mína. Fingur hennar eru gildir, engu líkara en að nett hönd mín hverfi í lúku hennar. Hún heldur blíðlega, næstum því varfærnislega um þessa beinaberu hríslu og horfir sljóum einörðum augum á mig. „Nei,“ segir hún, „þegar við verðum gömul," heldur hún áfram og dregur seiminn einsog hún tali til mín utan úr þessari glötuðu framtíð, „þá förum við loks að búa saman á eyði- eyju nei eyju langt úti í hafi þarsem sólin skín og það er heitt og molla í loftinu það er þvalt og rakt af svita svo það verður stamt viðkomu þegar við lyftum höndum út í loftið til að láta það leika um fingurna og við erum bara tvö þú og ég að ganga um hvítan sandinn á ströndinni fyrir framan pálmana en innar og langt í burtu er frumskógurinn á bak við okkur í kyrrðinni við niðinn hafsins sem er kóralblátt einsog fjarlægðin í himn- inum og bara við tvö ein en allt fólkið annars staðar. En það er langt þangað til og kannski verðum við ekki alltaf saman en ég veit að við eigum eftir að fara þangað. Saman.“ Þannig talar hún með fíngerða hönd mína í grófri krumlu sinni. Ekk- ert heyrist nema hjalið í henni, vind- inum og flugvélinni sem er horfin sjónum. í lágu grasinu bærist lágvær þytur með skrjáfi líkt og rjálað sé við örþunnt plast um leið og Salóme dregur upp úr poka sínum vínber og réttir að vörum mínum. „Núna vil ég bara að við séum vinir, “ finnst mér hún segja í stöðugum tóni sem upphefst ekki og fjarar út heldur kviknar hann og slokknar líkt og ýtt sé á takka, „vinir núna, hjón í ellinni. Og þú smyrð brauðið þitt alveg eins og í dag, færð þér sama morgunmatinn, það má engu breyta, alltaf að fara að stífum reglum sem aldrei má brjóta, aldrei, alltaf, að eilífu, á eyjunni okkar, minni, og þinni. Og á nóttunni liggjum við þétt saman þvöl af hita og þú segir mér sögurnar sem þú hefur alltaf sagt mér þótt það séu ekki sögurnar sem ég heyri heldur seiðist af röddinni, hljóðunum, hljómnum þegar þú talar og flæðir yfir mig, þessi rödd sem hjalar og malar einsog flugvél í löngum fjarska þegar strókurinn er að liðast í sundur einsog lopi sem er fyrir löngu orðinn slitinn af mikilli notkun í peysunni sem ég ætla að prjóna þér. “ Undir sjónarrönd rísa fjöll upp af sléttu landinu einmitt þarsem leirgulur litur þess tekur á sig blæ indíána við leik lágt settrar sólar. Ég krem vín- berið milli jaxla minna og roðagullinn himinninn einsog þrýstir sér yfir eyjuna og auðnina um leið og ég reigi aftur höfuðið svo ég horfi niður á Salóme. „ Allt sem skiptir þig máli er ég. Ekki lífið. Ekki þú. Ég. Þú berð þig kannski eftir sjálfstæði stundum sem virkar alltaf einsog tilraun til að verða ég með því að þykjast ímynda þér hvað ég vilji, og breyta síðan eftir því. Gerast 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.