Teningur - 01.10.1989, Blaðsíða 46

Teningur - 01.10.1989, Blaðsíða 46
Þegar geislar sólarinnar rjúfa regnskýin skyndilega og renna yfir dimm engin... Við komumst aldrei að hugsunum. Þær koma til okkar. Þá er örlagastund málsins. Talið hvetur til íhugunar samskipta manna. Þessi íhugun hampar hvorki þeim skoðunum, sem streitast á móti, né lætur hún sér lynda, að menn séu auðsveipir á sama máli. Hugsunin er höll vinda hlutanna. Af slíkum samskiptum urðu kannske einhverjir iðnsveinar í hugsuninni. Þar með er ekki sagt, að einhver þeirra verði meistari. Þegar á vori einstaka engjalilja blómgast í leynum og fjallarósin Ijómar undir mösurnum... Dýrð hins óbrotna. í mynd er sýn manns fyrst varðveitt. Og mynd hvílir í Ijóði. Hver getur glaðzt, sem hræðist hryggðina? Þar læknar þjáningin, sem okkur sízt varir. Þegar vindurinn, sem allt i einu hefur snúizt, nöldrar í bjálkum kofans, leiðindaveður... Hugsuninni ógna þrjár hættur. Hin fyrsta er holl og góð: návist hins syngjandi skálds. Önnur er ill og háskalegust: hugsunin sjálf. Hún verður að hugsa gegn sjálfri sér, en það megnar hún sjaldan. Hin þriðja er vond og villugjörn: heimspekin. Þegar fiðrildi sest á blóm á sumardegi og bærist með þvf fyrir blænum á enginu með samanlagða vængi... Öll hvöt okkar er svar við hvatningu verunnar, sem kallar hugsun okkar í leik heimsins. í hugsuninni verður allt einmana og seint. Af langlyndi vex veglyndi. Þeim, sem hugsar stórt, hlýtur að skjátlast stórum. Þegar fjallalækurinn segir í næturkyrrðinni frá skoppi sínu niður klappirnar... Hið elzta alls hins gamla kemur í hugsuninni á eftir okkur og þó í áttina til okkar. Sá er gamall, sem nemur staðar af stundvísi, þar sem hin eina hugsun hinnar gengnu götu er komin á áfangastað. Við getum hætt á að stíga sporið út úr heimspekinni til hugsunar verunnar, jafnskjótt og við erum heimagangar í uppruna hugsunar- innar. Þegar hríðin bylur á kofanum á vetrarnóttum og landið hefur sefazt undir snjóbreiðum einhvern morguninn... Segin saga hugsunarinnar sefaðizt þá fyrst í sjálfri sér, þegar hún gæti ekki sagt það, sem ekki má um tala. Slíkt getuleysi flytti hugsunina að hlutunum. Aldrei er það, sem talað er, og á engu máli það, sem sagt er. Hverjum ætti að koma á óvart, að ætíð hafi verið hugsað og þó sé hugsunin sísnögg. 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.